Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
Napóleon Frakklandskeisari hefur
vart borgað svo hátt verð fyrir
reiðstígvélin sem hann klæddist í
útlegðinni á eynni Sankti Helenu,
en þar bar hann beinin.
Stígvélin voru slegin hæstbjóð-
anda á uppboði í París í fyrradag
á 117.208 evrur, jafnvirði tæplega
16 milljóna króna. Þau pantaði
keisarinn hjá Jacques-skóvinnu-
stofunni við Rue Montmartre í
París. Við andlát Napóleons eign-
aðist sálufélagi hans, Bertrand
stórmarkskálkur, stígvélin og gaf
þau síðar myndhöggvaranum
Carlo Marochetti sem notaði þau
sem fyrirmynd að styttu af
Napóleon á hestbaki.
FRAKKLAND
Dýr voru stígvél
Napóleons
Uppboð Stígvél Napoleons handleikin á
uppboðinu. Þau fóru á 16 milljónir króna.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Danir hafa í fyrsta sinn í sögu
sinni sett Grænland í efsta sæti
viðfangsefna í þjóðaröryggismál-
um. Á það er lögð meiri áhersla en
á rannsóknir hryðjuverkastarfsemi
og netglæpa. Eru Danir sagðir sjá
hættur á Grænlandi vegna vaxandi
spennu á norðurslóðum.
Danska leyniþjónustan (FE)
tengir þessa breyttu forgangsröð-
un við sýndan áhuga Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta á að
kaupa Grænland. Landið er hluti
af konungsríki Dana en nýtur mik-
ils sjálfræðis, meðal annars frelsis
til að semja um risastór viðskipti.
Hafa Grænlendingar til að mynda
samið við Kínverja um námagröft.
Leitar samstarfsfyrirtæki Green-
land Minerals Ltd. og Shenghe
Resources Holding að fágætum
frumefnum, geislavirku úrani og
þóríum, sem einnig er geislavirkt,
til útflutnings til Kína. Tekur
kjarnorkustofnun Kína þátt í
vinnslunni á Grænlandi.
Námavinnsla er vaxandi þar sem
íshella landsins hefur skroppið
talsvert saman vegna hlýnunar
andrúmsloftsins. Áætlað er að á
Kvanefjeldsvæðinu svonefnda á
Suður-Grænlandi séu í jörðu
270.000 tonn af úrani og 11 millj-
ónir tonna af frumefninu lanþaníði.
Valdatafl vekur Dönum ugg
Yfirmaður leyniþjónustunnar,
Lars Findsen, staðfestir ástæður
mikilvægis öryggis Grænlands og
segir þær tilkomnar „vegna valda-
tafls sem er að breiða úr sér“ milli
Bandaríkjanna og annarra landa á
norðurskautssvæðinu. „Þrátt fyrir
deildan áhuga ríkja á norður-
skautssvæðinu um að halda því ut-
an við ágreining í öryggismálum er
hernaðarleg athygli á svæðinu að
aukast. Valdatafl er að sýna sig
milli stórveldanna Rússlands,
Bandaríkjanna og Kína sem eykur
spennu á svæðinu,“ sagði Findsen
við breska útvarpið BBC. Hann
segir stofnun sína munu fram-
kvæma áhættumat fyrir Grænland
því aukinn áhugi stórveldanna á
landinu hafi beinar afleiðingar og
vaxandi þýðingu fyrir konung-
dæmið.
Rússar hafa aukið hernaðarleg
umsvif á norðurskautssvæðinu og
hjá Sameinuðu þjóðunum liggja
fyrir landakröfur á svæðinu frá
Danmörku, Rússlandi, Bandaríkj-
unum og Kanada.
Í ágústmánuði síðastliðnum
sagði danska stjórnin þær tillögur
Trumps að Danir seldu Bandaríkj-
unum Grænland fráleitar. Brást
forsetinn við með því að aflýsa
heimsókn sinni til Danmerkur og
segja Mettu Frederiksen forsætis-
ráðherra Dana „andstyggilega“.
Áhugi Bandaríkjamanna á
Grænlandi á sér langa sögu. Hafa
þeir haldið úti herstöð frá tímum
kalda stríðsins í Thule, nyrst í
landinu. Hefur hún gegnt mikil-
vægu hlutverki til eftirlits á norð-
urslóðum og varna gegn kjarn-
orkuárásum á Norður-Ameríku.
Hernaðarlegt mikilvægi Græn-
lands hefur vaxið á undanförnum
misserum, m.a. vegna aukinna
skipaferða á norðurskautssvæðinu
og alþjóðlegs kapphlaups um fá-
gæta málma. Vegna bráðnunar
sem tengd er hlýnun lofthjúpsins
hafa möguleikar til siglinga þar og
vöruflutninga aukist.
Stóraukinn viðbúnaður
Í frétt BBC um þessi efni segir
blaðamaður danska fréttavefjarins
OLFI að Danir haldi úti reglulegu
eftirliti með loftrými Grænlands og
efnahagslögsögu. Í ágúst hafi þetta
eftirlit verið aukið og eflt til muna
er tvö stærstu herskip danska flot-
ans, Absalon og systurskipið Esb-
ern Snare, hafi verið send til
Grænlands.
Uggandi um öryggi Grænlands
Danir hafa í fyrsta sinn sent sín stærstu herskip til eftirlits með lofthelgi og
efnahagslögu Grænlands vegna valdatafls stórveldanna um áhrif og yfirráð þar
AFP
Grænland Litrík er byggðin í Kulusuk. Risaveldin sýna landinuáhuga, m.a.
vegna möguleika til leitar að fágætum frumefnum er íshellan hopar.
Fólk á ferð um Lundúnabrúna þar sem óbreyttir borg-
arar yfirbuguðu hryðjuverkamann á föstudag. Vegna
rannsóknar hryðjuverksins var brúin enn lokuð fyrir
bílaumferð í gær. Boris Johnson forsætisáðherra sagði
í gær að betur yrði fylgst með ferðum dæmdra ódæð-
ismanna.
AFP
Brúin enn lokuð í London
Rússnesku höfuðborginni Moskvu
hefur eftir afar harða keppni hlotn-
ast viðurkenningin „heimsins helsti
borgaráfangastaður“. Lagði Moskva
að velli höfuðborgir eins og París og
London auk 16 annarra borga, þar á
meðal Pétursborg í Rússlandi. Á
WTA-viðurkenningarhátíðinni í
Múskat í Óman um helgina voru leið-
andi fyrirtæki sæmd verðlaunum
ferðamennskunnar; svo sem flug-
félög, hótel og ferðaþjónustu-
fyrirtæki.
„Moskva er í rauninni besta borg
jarðarinnar. Okkur hafa hlotnast
helstu viðurkenningar ferða-
mennskunnar,“ sagði Sergej Sobjan-
ín borgarstjóri er hann þakkaði fyr-
ir viðurkenninguna. Hann segir að
það sem af er ári hafi ferðamenn til
Moskvu numið tæplega 20 millj-
ónum. Rússneska flugfélagi Aeroflot
var útnefnt „besta flugvörumerkið“
og flugfélagið með besta viðskipta-
farrýmið.
WTA-verðlaunin njóta viðurkenn-
ingar sem eftirsóttustu útnefningar
heims á sviði ferðaþjónustu. Þau
voru fyrst veitt 1993 og árlega síðan.
Árið 2015 varð Pétursborg fyrsta
borg Rússlands til að hljóta titilinn
besti áfangastaður í Evrópu.
Moskva fær „ferða-Óskarinn“
Fýsilegri kostur en París og London
20 milljónir ferðamanna þetta árið
AFP
Moskva Valin „heimsins helsti borg-
aráfangastaður“ um helgina.