Morgunblaðið - 02.12.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu
götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun-
verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35
NÝTT BYLTINGARKENNT
ÆFINGAHJÓL
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Mikið úrval
Borðbúnaður
fyrir veitingahús og hótel
Erfðafjárskattur
hefur alltaf verið um-
deildur enda að
margra mati mjög
óréttlátur skattur,
sem ekki ætti að vera
til. Ég er sammála
þeim sem telja að
draga eigi verulega úr
skattlagningu á arf
lögerfingja. Arfur á
milli þeirra er oft
vegna tilflutnings á
eignum sem þeir nota/nýta saman
og hafa gert um lengri eða
skemmri tíma. Andlát ber líka oft
óvænt að og aðstæður þá til
greiðslu erfðafjárskatts geta verið
óviðráðanlegar fyrir lögerfingja.
Haustið 2014 ritaði ég stutta
grein í ViðskiptaMoggann um
álagningarprósentu erfðafjárskatts
og nokkur praktísk atriði tengd
skattinum. Af viðbrögðum sem ég
fékk í framhaldinu er ljóst að mjög
margir láta sig erfðafjárskatt
varða og skömmu síðar var m.a.
vitnað til greinarinnar í forystu-
grein Morgunblaðsins sem fjallaði
um skattamál. Frá þeim tíma hef
ég fylgst af áhuga með umræðum
um erfðafjárskatt.
Fyrirliggjandi frumvörp um
breytingar, umsagnir og álit
Í haust hafa tvö frumvörp til
breytinga á lögum um erfðafjár-
skatt verið til umræðu meðal þing-
manna og koma væntanlega til
kasta Alþingis á næstu vikum.
Annað var kynnt í samráðsgátt
stjórnvalda en hitt lagt fram af
nokkrum þingmönnum stjórn-
arandstöðunnar. Bæði eiga þau að
leiða til lækkunar álagðs erfðafjár-
skatts samkvæmt greinargerðum.
Umsagnir um frumvörpin sem
birst hafa í samráðsgáttinni og í
fjölmiðlum á undanförnum vikum
hafa verið mismunandi og sumar
nokkuð athyglisverðar. Nokkrar
varða tæknileg atriði og praktísk
úrlausnarefni en aðrar eru orðaðar
þannig að um augljósa pólitík er að
ræða og jafnvel tilraun til að gera
suma sem eignir eiga tortryggi-
lega. Þær umsagnir
eru frá aðilum sem
vilja frekar hækka
skattinn en lækka.
Einn umsagnaraðili
bendir t.d. á „að í
mörgum tilvikum og
nær öllum tilvikum
þar sem eignir eru
miklar, skipta mörg-
um hundruðum eða
milljörðum króna, er
eignin ekki byggð upp
af skattlögðum tekjum
heldur miklu fremur
af tekjum sem komist hafa framhjá
skattlagningu með ýmsum hætti“.
Í umsögn hagfræðings ASÍ kem-
ur fram að samtökin „telja
erfðafjárskatt skilvirka og réttláta
leið til tekjuöflunar sem vinnur
gegn ójöfnuði og óæskilegri sam-
þjöppun auðs milli kynslóða“.
Lögmaður skrifaði nýlega í dag-
blað um erfðafjárskatt og hugsan-
lega lækkun hans „erfðafjár-
skattur er með ógeðfelldari
tekjuöflunarleiðum ríkissjóðs“ og
sagði síðar í sömu grein „það kem-
ur ekki á óvart að hinir skattsjúku
skuli leggjast gegn lækkuninni“.
Ég hélt í einfeldni minni að arfur
til náinna ættingja og skattlagning
hans væri hafinn yfir pólitískt þras
og umræður og mér finnst ótrúlegt
að því sé haldið fram að álagning
erfðafjárskatts á þá aðila sé „skil-
virk og réttlát leið til tekjuöfl-
unar“.
Fólk á ýmsum aldri sem ég hef
rætt við í gegnum tíðina vill gjarn-
an skilja eftir sig verðmæti fyrir
sína nánustu eða greiða þeim arf
fyrirfram og hafa jafnvel áhrif á í
hvað honum er ráðstafað.
Þetta er gamall ramm-
íslenskur hugsunarháttur
Og mér finnst áberandi að fólk
sem ekki telst til þeirra efnameiri í
þjóðfélaginu er stoltast af eigna-
stöðu sinni þegar þessi mál eru
rædd og skipulögð og það leggur
mikla áherslu á að arfur frá því
nýtist vel.
Erfðafjárskattur vegur oft þungt
þegar lægri arfsfjárhæðir koma til
úthlutunar og til að bæta það upp
þarf að breyta lögum um erfðafjár-
skatt með einföldum en áhrifamikl-
um aðgerðum sem koma strax til
framkvæmda.
Tillögur til breytinga á
lögum um erfðafjárskatt
Markmið aðgerðanna ætti að
vera að fella niður erfðafjárskatt á
stóran hluta minni dánarbúa og
einfalda álagninguna í fram-
kvæmd. Í þeim tilgangi ætti að
skoða:
1. Skattprósenta erfðafjárskatts
á að vera ein.
2. Af arfi sem fellur til lögerf-
ingja skal ekki greiða erfðafjár-
skatt af fyrstu eitt hundrað millj-
ónum hreinnar eignar dánarbús en
greiða skal skatt af eignum um-
fram þá fjárhæð.
3. Finna þarf sanngjarna leið
varðandi meðhöndlun fyrirfram-
greidds arfs til lögerfingja með
vísan til skattleysismarka. Hins
vegar skal greiða skatt af fyrir-
framgreiddum arfi til allra ann-
arra.
4. Leggja skal erfðafjárskatt á
arf til allra annarra en lögaðila, án
undantekninga og ívilnana.
5. Einfalda á skilgreiningu
stofns erfðafjárskatts.
Erfðafjárskýrsla skal gerð þótt
ekki komi til greiðslu skatts við
uppgjör dánarbús. Það er nauðsyn-
legt svo að ættartengsl séu skýr og
tryggir það enn fremur að eigna-
tilflutningur sé rekjanlegur. Alltaf
skal gæta þess að hafa ákvæði um
erfðafjárskatt einföld.
Ekki þarf að hrófla við ákvæðum
um álagningu á maka og sam-
búðarfólk.
Heimilt verði að innheimta lág-
markskostnað skv. gjaldskrá vegna
skráningar og uppgjörs dánarbúa
sem ekki greiða erfðafjárskatt.
Álagningarprósentu skv. 1. til-
lögu skal reikna út og ákveða út
frá fyrirliggjandi upplýsingum um
fjárhæð greidds erfðafjárskatta,
þannig að sanngjörn markmið
stjórnvalda um fjárhæð innheimts
erfðafjárskatts náist.
Tillögur þessar leiða til sann-
gjarnra breytinga á álagningu
erfðafjárskatts og yrðu til mikilla
hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga
og fjölskyldna.
Erfðafjárskattur – leið
til lækkunar
Eftir Reyni Vignir
»Markmið aðgerð-
anna ætti að vera að
fella niður erfðafjár-
skatt á stóran hluta
minni dánarbúa og ein-
falda álagninguna í
framkvæmd.
Reynir Vignir
Höfundur er viðskiptafræðingur.
reynir.vignir@simnet.is
Þess hefur verið minnst að þrjátíu ár
eru liðin frá falli Berlínarmúrsins, en
hvernig var ástandið síðustu mánuði
fyrir byggingu hans?
Undirritaður kom þarna tvisvar
vorið 1961 og reyndi að átta sig á
þessari skrýtnu borg, sem var klofin í
herðar niður í áróðursstríði austurs
og vesturs.
Þó voru samskipti milli borgarhlut-
anna, t.d. gekk Borgarlestin hindr-
unarlaust gegnum borgina, fyrir utan
landamæraeftirlit.
Austurþýska markið var skráð
jafnt því vesturþýska, en var á svört-
um markaði á genginu 1:5. Það var
ekki hollt fyrir austrið og erfitt að
hafa hemil á. Flótti vestur varð sífellt
algengari og glufur tóku að myndast.
Einni jákvæðri samvinnu kynnt-
umst við þarna milli ríkjanna, en það
var sameiginleg útgáfa fræði- og upp-
sláttarrita.
Freistandi var því að kaupa sér slík
rit austanmegin á þessu svarta gengi,
og var enginn að gera athugasemdir
þótt námsmenn væru með bókapakka
undir hendinni, þegar farið var aftur
vestur.
Múrinn kom um sumarið. Hann
stóð í 29 ár.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Korter fyrir Múrinn
Múrinn Þrjátíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins