Morgunblaðið - 02.12.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 02.12.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 ✝ Baldur Sigfús-son fæddist í Hafnarfirði 2. sept- ember 1934. Hann lést á heimili sínu 18. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Sigurást Ás- björnsdóttir, f. 27.nóvember 1910, d. 23. mars 1997 og Sigfús Magnússon, f. 13. júlí 1905, d. 19. júní 1990. Systkini Baldurs voru Sverrir, f. 20. ágúst 1932, d. 17. des. 2002, Jóhanna, f. 6. maí 1937, Magnús, f. 13. mars 1940, d. 5. ágúst 2019, Ásbjörn, f. 13. des. 1948, d. 8. sept. 2001, Hólmfríður, f. 18. júní 1953. Baldur giftist 28. desember 1957 Elsu Hönnu Ágústsdóttur. Foreldrar hennar voru Ágúst A. Snæbjörnsson og Frída Z. Snæbjörnsson. Börn Baldurs og Elsu eru: 1) Fríða Rut, f. 27. maí 1957, maki Jóhann Rík- harðsson. Börn þeirra eru Bald- ur, Birgir og Sunna. 2) Sigrún Hrönn, f. 18. febrúar 1959, maki Ásgrímur Ís- leifsson. Börn þeirra eru Arnar Þór, Arndís og Ís- leifur. 3) Ágúst, f. 10. febrúar 1965. 4) Ásta Lilja, f. 13. janúar 1968, sam- býlismaður Hreið- ar Gíslason, hennar börn eru Garðar Ingi, Anton Ingi og Elsa Rut. Baldur og Elsa bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Lengst af á Arnarhrauni 25 í húsi sem þau byggðu. Síðustu árin bjuggu þau á Herjólfsgötu 40 þar sem þau voru ein af frumbyggjunum. Baldur fór ungur til sjós og stundaði sjó- mennsku frá Hafnarfirði til árs- ins 1967. Eftir að hann kom í land aflaði hann sér réttinda sem húsasmiður og vann við smíðar þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Útför Baldurs fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 2. desember 2019, klukkan 15. Okkur langar í fáum orðum að minnst elsku pabba okkar. Pabbi var búinn að vera lasinn í nokkur ár en síðustu tvö árin fór veru- lega að halla undan fæti. Pabbi var alltaf til staðar fyrir allt sitt fólk. Mætti fyrstur og fór síð- astur þar sem verk þurfti að vinna, Ekkert verkefni of stórt eða of lítið fyrir hann, hann gerði það sem gera þurfti. Hann var bæði handlaginn og vandvirkur. Við eigum svo margar góðar minningar frá öllum ferðalögun- um sem farin voru, bæði innan- lands og utan. Sem krakkar fór- um við í tjaldútilegur næstum allar helgar ef veðurspáin var góð. Það kostaði vinnu og skipu- lagningu að koma öllu fyrir í bílnum, okkur systkinunum fjór- um, mömmu og pabba, bíllinn alltaf troðfullur af útilegudóti og toppgrindin líka. Þingvellir, Kirkjubæjarklaustur eða Snæ- fellsnes, veðurspáin réði því hvert var haldið. Þá gilti að finna gott tjaldstæði helst þar sem var smá kjarr og lítill lækur. Oftar en ekki kom eitthvað upp á með bíldruslurnar sem fjölskyldan átti á þessum árum og þurfti þá að finna verkstæði eða kalla á FÍB-bíl til að redda málum, en þegar búið var að tjalda voru öll vandræði gleymd. Mamma og pabbi nutu þess að fara í sólarlandaferðir og fóru þær ófáar. Nokkrar ferðir fórum við öll saman út fyrir landstein- ana. Allir afkomendur þeirra komu t.d. saman á Tenerife til að halda upp á gullbrúðkaup þeirra áramótin 2007-2008. Við systk- inin og makar fórum líka með mömmu og pabba í frábæra af- mælisferð til Ítalíu þegar pabbi varð 70 ára. Þetta var vikulöng afmælisveisla þar sem skálað var í Grappa á hverju kvöldi á mis- munandi veitingastöðum, og allt- af látið eins og hvert kvöld væri afmæliskvöldið. Í kringum af- mælisdag pabba hefur stórfjöl- skyldan í mög ár farið saman í sumarbústaðaferðir hingað og þangað um landið. Það var oft mikið líf og fjör þessar helgar, sérstaklega eftir því sem barna- og barnabarnabörnum fjölgaði, en pabbi naut sín á svona stund- um. Það reyndi verulega á mömmu síðustu daga pabba þeg- ar hann var orðinn mikið veikur en hún stóð sem klettur við hans hlið. Og ekki síst vegna hennar og frábærrar þjónustu frá Líkn- arþjónustu Heru var hægt að verða við einlægri ósk hans um að fá að kveðja heima, umvafinn öllu sínu fólki. Fyrir það erum við fjölskyldan óendanlega þakk- lát. Hvíl í friði, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Fríða, Sigrún, Ágúst og Ásta. Elsku afi. Á augnablikum eins og þess- um hugsar maður um allar góðu minningarnar sem við áttum saman og hvað þú gafst okkur mikið. Það voru forréttindi að eiga þig sem afa. Hvort sem það var að koma niður í kjallara að spila púl, þú að skutla okkur hingað og þangað eða þú að koma heim og setja upp eina hillu eða tvær – alltaf var svarið þitt já þegar leitað var til þín. Það kom aldrei neitt annað til greina af þinni hálfu. Þín verður minnst fyrir að vera okkar allra besti vinur og afi. Þú tókst öllu með bros á vör og gerðir allt fyrir okkur, og ekki bara okkur, heldur alla sem báðu um þína hjálp. Ljúfar eru minningar um allar góðu og yndislegu samveru- stundirnar á Holtinu, góðar stundir í sumarbústaðnum í Grímsnesi eða á Herjólfsgötunni, það eru minningar sem munu lifa að eilífu. Þegar þú varst að gilla (kitla) okkur með skegginu þínu, einn Faxe í sumarbústaðn- um, kjötsúpa og appelsín á Herj- ólfsgötunni. Maður brosir út að eyrum þegar maður hugsar til þín, þú varst svo indæll, lang- bestur. Elsku afi. Við söknum þín svo mikið. Við vitum að þú munt hafa það gott á himnum, við ætl- um að brosa út í lífið – og halda áfram að lifa lífinu eins og þú gerðir, jákvæður, hugulsamur og með bjartsýnina á lofti. Við pössum upp á ömmu og alla hina. Við elskum þig. Garðar Ingi Leifsson, Anton Ingi Leifsson, Elsa Rut Leifsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku afi minn. Það er sárt að sakna þín en minningarnar ylja mér. Minningar úr barnæsku frá heimsóknum til ykkar ömmu á Arnarhrauninu og Eyrarholtinu og auðvitað úr sumarbústaðnum þar sem ég var svo heppinn að fá að njóta mikils tíma með ykkur. Ég minnist þín sem rólegs manns sem naut þess að dunda sér við eitthvað og sést hand- bragð þitt víða í sumarbústaðn- um. Nýlega kenndi ég Anítu spila- galdur sem þú kenndir mér í einni af fjölmörgum sumarbú- staðarferðum stórfjölskyldunn- ar. Þetta var útpældur galdur sem passaði svo vel við þig. Þú púslaðir mikið og man ég eftir púslum hangandi í bílskúrn- um á Arnarhrauninu, einnig var oft púsl á borðinu hjá þér þegar við kíktum í heimsókn. Þú hafðir áhuga á því sem gerðist í lífi okkar og fylgdist með. Þið amma voruð búin að keyra framhjá og skoða hvar við vorum að fara að flytja en þú náðir aldrei að koma þangað. Fram á síðasta dag spurðir þú mig frétta af fjölskyldunni minni. Það var alltaf svo notalegt að kíkja í heimsókn til ykkar ömmu. Elsku afi minn, við eigum eftir að sakna þín. Þótt döpur sé nú sálin, þótt mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Arndís. Í dag er fyrrverandi tengda- föður mínum, Baldri Sigfússyni, fylgt til grafar, fáum dögum eftir að hann fylgdi Magga bróður sínum sömu leið. Gæðamenn báðir bræðurnir. Þar sem ég er erlendis á út- farardaginn kemst ég því miður ekki til að fylgja Baldri. Það er margs að minnast, þakklæti frá hjartans rótum, hlýjar og góðar hugsanir. Ég minnist þess hve Balli Fúsa var rólegt og yfirvegað gæðablóð. Hann hafði góða og notalega nærveru. Ekki skal í dimmu dvalið því dofnar þá í sálu flest. Í huga og hjarta upp skal talið handtök sem þú gerðir best. (Leifur S. Garðarsson) Ég minnist þess hve Balli Fúsa var handlaginn, vinnusam- ur og vandvirkur, ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Mættur fyrstur manna á staðinn ef leysa þurfti smíðaverk eða laga eitt og annað, allt leyst af stóískri ró og fagmennsku. Ég minnist góðra stunda og skemmtilegra atvika. Þegar barnabörnum fjölgaði var bolti yfirleitt ekki langt undan. Í eitt skiptið á Arnarhrauninu ákvað Balli að taka þátt í boltaleiknum, en ekki fór betur en svo að hann smellti tuðrunni beint í veggp- latta sem lá í öreindum á gólfinu skömmu síðar. Hann fékk jafn- skjótt að heyra frá húsfreyjunni að þetta væri óbætanlegt. Ég minnist sumarbústaða- ferða í Hraunborgir, þar naut Balli Fúsa sín. Stundum kominn með aðeins ljósara kók í vatns- glas á grilltíma að fylgjast með fólkinu sínu. Á fóninum oft þeir KK og Maggi Eiríks og þá hljómaði þetta gjarnan: Hoppa kátur út um dyrnar við blasir heimurinn. Himinblár er bláminn. Himneskur jökullinn. (KK og Magnús Eiríksson) Ég minnist og þakka fyrir hversu góður afi Balli Fúsa var börnum mínum, afabörnum sín- um. Hafði ávallt tíma fyrir þau og fylgdist vel með hvað þau lögðu fyrir sig í lífinu. Baldur Sigfússon var einstak- lega góður maður, ég þakka gef- andi samfylgd og ánægjulegar stundir. Ég færi Elsu, sem nú syrgir mann sinn, Ástu Lilju, Fríðu Rut, Sigrúnu og Ágústi og fjöl- skyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Leifur S. Garðarsson. Baldur Sigfússon ✝ Sævar Pálssonfæddist 10. ágúst 1954 og var uppalinn í aust- urbæ Reykjavíkur. Hann lést 19. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru Páll Ágúst Finnbogason frá Velli í Hvolhreppi, f. 12. maí 1919, d. 9. júní 2001, og Að- alheiður Rósa Benediktsdóttir, tökubarn frá Beinakeldu í Þing- eyrarsókn, f. 9. júní 1917, d. 1. febrúar 2010. Systkini Sævars sammæðra eru Ása Jóhannsdóttir, f. 31. maí 1937, Unnur Pálsdóttir, f. 16. nóvember 1946, d. 12. maí 2016, Rúnar Pálsson, f. 8. febr- úar 1950. Eftirlifandi eiginkona Sævars er Guðrún Jóhanna Arnórs- dóttir, f. 8. maí 1957. Börn þeirra eru Særún Heiða Sævarsdóttir, f. 21. maí 1984, Loftur Guðrúnarson, f. 21. des- ember 1977, maki Jónína Gunn- Borgfirðinga og önnur skrif- stofu- og markaðsstörf. Sævar hélt hin ýmsu nám- skeið í sölu- og markaðsmálum. Tók þátt í fjárhagslegu átaki fyrir Gigtarfélag Íslands og síð- ar markaðsúttekt fyrir söluátak fyrir Múlalund. Árið 1985 hóf hann störf hjá Samvinnutryggingum, síðar VÍS og Skandia. Eftir nám í vátrygginga- miðlun í Háskóla Íslands starf- aði hann sjálfstætt sem vá- tryggingamiðlari til nokkurra ára. Sævari var í raun kippt út af vinnumarkaðnum eftir slæmt hjartaáfall árið 2003. Eftir margra mánaða endurhæfingu var hann loks útskrifaður, en við tók stöðug þjálfun við að bæta heilsuna til að auka lífs- gæði. Sævar var á sama tíma að taka þátt í hinum ýmsum fé- lagsstörfum, var í stjórn Hjarta- heilla og formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Útför Sævars fer fram í dag, 3. desember 2019, frá Graf- arvogskirkju og hefst athöfnin kl. 13. arsdóttir, f. 14. mars 1980. Barn Særúnar Heiðu er Anya Heiða Cross, f. 17. febrúar 1918. (Fað- ir: David E. Cross). Eftir landspróf hóf Sævar nám í Verslunarskóla Ís- lands og útskrif- aðist með versl- unarpróf 1973. Með því námi sótti hann ýmis námskeið í leiklist. Var í stjórn nemendamótsnefndar VÍ, var í kór VÍ og lék í leikritum skól- ans. Með námi var hann til sjós á sumrin og á vertíðum. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands fór hann í Leiklistarskóla SÁL í tvo vetur, sótti leiklistar- námskeið í Svíþjóð og leik- stjóranám í Hollandi. Hélt nokk- ur námskeið í leiklist ásamt því að leikstýra úti á landi. Fór eftir það að vinna hin ýmsu störf, t.d. hjá danska sendiráðinu, RARIK, var inn- heimtustjóri hjá Kaupfélagi Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns Sævars Páls- sonar sem látinn er fyrir aldur fram. Við kynntumst í landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, síð- an lá leið okkar í Verslunarskóla Ís- lands og upp frá því hófst örugg og góð vinátta, sem entist alla tíð, þó svo lengra hafi liðið á milli samtala okkar hin síðari ár. Í Versló vorum við í bekkjunum 3.H og 4.H. Það var einstaklega góður hópur nem- enda samankominn í þessum bekkjum og hefur vinátta við marga góða félaga haldist síðan þá. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá Sævari og alltaf tók hann á móti mér með bros á vör, gerði að gamni sínu og benti á eitthvað spaugilegt. Sævar hafði mikinn áhuga á bíl- um og eignaðist marga tugi bif- reiða á lífsleiðinni. Hann rak bíla- sölu í nokkur ár og átti sá bransi vel við hann. Ég minnist einkum bif- reiðar í eigu Sævars af gerðinni Monte Carlo og var sú bifreið, að hans mati, toppurinn á bílaeigninni. Ég skildi það vel því bifreiðin var kraftmikil og glæsileg í alla staði. Margar skemmtilegar ferðir voru farnar á því átta sýlindra tryllitæki. Fyrir einu ári kom Sævar til mín og tilkynnti mér að hann hefði greinst með krabbamein og skilj- anlega fannst honum það ekki sanngjarnt í ofanálag að hafa feng- ið hjartaáfall 15 árum áður. Sævar náði aldrei fullri heilsu eftir þann skaða en hann var baráttumaður og vonaði ætíð það besta. Sævari þótti gaman að veiða og fórum við saman í nokkra veiði- túra, sem voru þó allt of fáir. Um miðjan júlí í sumar átti ég veiðileyfi í Elliðaánum og bauð honum að koma með mér, sem hann þáði þó að veikindin hafi verið farin að hafa áhrif á úthaldið hjá honum. Ég naut þess að sjá hann taka þessi flottu fluguköst í „Símastreng“ og kallaði til hans „þú hefur engu gleymt“. Þetta voru hans síðustu köst í veiði á þessari jörð. Í sam- tölum sem við áttum eftir þetta tal- aði hann í hvert skipti um hversu uppörvandi og skemmtilegar þess- ar stundir voru sem við áttum sam- an á árbakkanum þennan fagra sumardag. Sævar var trúaður og sagði mér að hann myndi örugglega lenda á góðum stað eftir þetta jarðlíf og hann vildi trúa því að ég kæmi þangað líka, þegar þar að kæmi. Þá ætlaði hann að taka á móti mér á nýjum Range Rover í „Sumarland- inu“ og keyra mig beint á nýjar veiðislóðir sem hann ætlaði að vera búinn að kanna áður. Því miður gat ég ekki sagt á því augnabliki að ég hlakkaði til en ég fann að trú hans, í bland við smá húmor, hjálpaði hon- um í veikindunum. Ég hef átt nokkur mjög góð samtöl við Sævar síðustu mánuði og eitt var það, sem ég fann og heyrði að hélt honum gangandi, það var sólargeislinn; afabarnið hún Anya. Samband þeirra var alveg einstakt, eins og sjá má á facebooksíðum, og óskap- lega fann ég til með Sævari þegar hann sagði við mig að það væri mjög sárt að geta ekki fylgst með uppvexti hennar í framtíðinni. Hann fann að hverju stefndi síð- ustu vikurnar og jafnvel síðustu mánuði. Ég get haldið endalaust áfram að segja sögur af bralli okkar Sæv- ars í gegnum tíðina, einkum frá okkar yngri árum, en ég læt hér staðar numið. Nú get ég ekki leng- ur hringt í Sævar og upplifað gleði og uppörvun, sem ávallt fylgdi samtölum okkar, en ég ylja mér við góðar minningar um þennan hjartahlýja mann. Ég og Jóna sendum öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Þið hafið misst góðan dreng. Blessuð sé minning Sævars. Snorri Tómasson. „Veistu það Gísli, ég held að Guð sé bara að stríða mér núna,“ sagði Sævar við mig í einu af síðustu skiptunum sem við hittumst. „Nú?“ segi ég? „Já,“ segir Sævar, „Sko, fyrst var ég rauðhærður, svo varð ég sköllóttur og nú er ég orðinn skegglaus!“ sagði hann hneykslað- ur en þetta var í lyfjameðferðinni sem svipti hann öllu því hári sem hann átti eftir að eigin sögn. Eitt var alveg víst með Sævar og það var að það var alltaf stutt í húm- orinn hjá honum. Gott dæmi um það er tölvupóstur sem hann sendi okkur samstarfsfólki sínu á sex- tugsafmælisdeginum sínum þar sem hann þvertók með öllu fyrir að hann væri að eldast og sagði m.a. „Ég pissa alltaf klukkan sjö, kúka alltaf klukkan átta og vakna alltaf klukkan níu.“ Sævar hóf störf hjá okkur í TMÍ árið 2007 og vann hjá okkur allt til loka. Sævar var alger skriðdreki sem átti oft auðvelt með að gleyma því að hann var mikill sjúklingur sem átti að passa upp á sjálfan sig, Guðrún eða Lilla eins og hún er alltaf kölluð þurfti oft að taka á honum stóra sínum til að róa kall- inn niður og fá hann til að slaka að- eins á. Þegar við í starfsmanna- félaginu ferðuðumst erlendis saman voru þau hjónin, þessi sam- rýndu góðu hjón, alltaf á rölti út um allt skoðandi staði og að njóta. Sævar var gríðarlega duglegur maður, hann gekk ekki á öllum (hans eigin orð) vegna veikinda en náði oft ótrúlega góðum árangri í vinnu. Eitt sinn á spjalli okkar sagði ég við hann að ég hefði viljað sjá hvað hann hefði gert með fulla starfsgetu. Sævar hallaði sér að mér og sagði „Gísli, ég var rosaleg- ur,“ og ég trúi því vel. Sævar gekk í gegnum margt á lífsleiðinni, veikindi sem hefðu auð- veldlega getað slökkt alla lífsgleði og sökkt honum í kör, en hann vildi ekki heyra á það minnst, hann var alltaf kátur og glaður, fyrstur til að mæta ef eitthvað þurfti að gera eins og t.d þegar TMÍ flutti, þá mætti hann fyrstur til að hjálpa. Eftir að Sævar veiktist reyndi hann eftir fremsta megni að mæta og heilsa upp á okkur, rölta á milli vina sinna með faðminn útbreiddan og þar var alltaf pláss fyrir allavega einn ef ekki fleiri. Mikil gleði fyrir Sævar á þessum erfiðu tímum var Anya Heiða, litla afabarnið, Sævar bókstaflega ljómaði þegar hann tal- aði um hana. Það er sannarlega huggun harmi gegn að þau hafi náð að kynnast þó að ekki væri þeim langur tími gefinn saman. Elsku fjölskylda, Guðrún (Lilla), Særún, Anya litla og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, fyrir hönd okkar á TMÍ, samstarfsfólks Sævars og vina hans sendi ég ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa. Fyrir hönd starfsmanna Trygg- ingamiðlunar Íslands, Gísli Ölvir Böðvarsson. Kveðja frá Öryrkja- bandalagi Íslands Sævar var vissulega með skaddað hjarta eftir hjartaáfall, en áfallið breytti litlu um hjarta- hlýju hans. Hann brann fyrir hagsmunum fatlaðs fólks í þjóð- félaginu og lagði sitt lóð á þær vogarskálar að rétta þeirra hlut. Sævar var öflugur félagsmaður í Hjartaheillum, og þaðan kom hann inn í starf Öryrkjabanda- lagsins. Og þar lá hann ekki á liði sínu. Hann starfaði í málefnahópi ÖBÍ um kjaramál og var formað- ur málefnahóps um atvinnu- og menntamál um skeið. Hann var kjörinn í stjórn Öryrkjabanda- lagsins árið 2018, þar sem hann sló ekki af, þó starfsþrekið hafi dvínað undir það síðasta. Hann þurfti því miður að af- boða sig á fund skömmu fyrir and- látið, en gerði það með þeim orð- um að hann kæmi hress á þann næsta. Það varð því miður ekki. Sævar var einlægur, kraftmik- ill og félagslyndur maður. Hann hafði mikinn áhuga á að ræða samfélagsmál og leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið réttlátara þar sem allir gætu búið við viðunandi lífskjör og jöfn tæki- færi. Öryrkjabandalag Íslands sér á eftir góðum félaga og stjórn og starfsfólk þakkar Sævari góð kynni og störf að hagsmunamál- um öryrkja. Þuríður Harpa Sigurð- ardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri. Sævar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.