Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 18

Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 ✝ Árni Þ. Þor-grímsson fæddist í Keflavík 6. ágúst 1931. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja hinn 18. nóvember 2019. Árni var sonur hjónanna Þorgríms St. Eyj- ólfssonar fram- kvæmdastjóra, f. 2. maí 1905, d. 12. desember 1977, og Eiríku Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju, f. 28. október 1903, d. 4. september 1994. Systur Árna eru Jó- hanna Ragna, f. 6. desember 1933, d. 25. september 1936, og Anna, f. 29. mars 1939, sem starfaði lengst af að ferða- málum. Árni kvæntist 8. júlí 1953 Hólmfríði Guðmunds- dóttur, aðalbókara hjá Spari- sjóðnum í Keflavík, f. 22. júní 1928, d. 6. febrúar 2003. Hólm- fríður var dóttir Guðmundar Sigurðssonar, fulltrúa, f. 13. nóvember 1902, d. 21. sept- ember 1974, og Helgu Krist- jánsdóttur, f. 19. mars 1903, d. 22. júní 1982. Börn Árna og Hólmfríðar eru 1) Helga, f. 7. desember 1953, ferðaráðgjafi. Helga giftist Gylfa Þ. Gunn- arssyni rafvirkjameistara, f. 17. janúar 1953, d. 18. maí er gift Guðjóni Inga Guðjóns- syni, f. 22. júlí 1964, sölu- stjóra. Synir þeirra eru Árni Þór og Helgi Matthías. Dætur Guðjóns eru Gígja Sigríður og Karítas Sveina. Sambýliskona Árna síðustu ár er Emilía Ósk Guðjónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Árni ólst upp í Keflavík, gekk þar í barnaskóla og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1952. Hann lagði stund á nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands. Hann lauk námi sem flugumferðarstjóri og starfaði sem slíkur til 1994 þegar hann fór á eftirlaun, að undan- skildum nokkrum árum er hann starfaði með föður sínum að rekstri Hraðfrystihússins Jökuls í Keflavík. Árni starfaði ötullega að félagsmálum; hóf ungur afskipti af íþróttum og sat í stjórnum UMFK og ÍBK um árabil og í stjórn KSÍ í 10 ár, m.a. sem varaformaður. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1981 og gullmerki KSÍ 1984. Hann var í stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra í 12 ár, þar af formaður í 8 ár og starfaði í alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra. Hann starfaði lengi í Oddfellowregl- unni og var félagi í Lions- hreyfingunni. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, var varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 2. desember 2019, kukkan 13. 1989. Börn þeirra eru Fríða og Gunnar Þorberg- ur. Eiginkona Gunnars er Þór- unn H. Þórðar- dóttir og eiga þau eina dóttur, Finn- borgu Helgu. Helga er gift Árna Árnasyni kerf- isfræðingi, f. 8. mars 1952. Dætur Árna eru Eva, Dagrún og Rósa Hrönn. 2) Þorgrímur Stefán, f. 27. febrúar 1957, öryggisstjóri. Þorgrímur er kvæntur Ásdísi Maríu Óskarsdóttur bókara, f. 16. október 1959. Dætur þeirra eru Hildur Elísabet og Hrönn. Sambýlismaður Hrann- ar er Auðun Gilsson. 3) Eiríka Guðrún, f. 28. janúar 1960, flugafgreiðslumaður. Eiríka er gift Þórði M. Kjartanssyni rekstrarfræðingi, f. 23. febr- úar 1958. Börn þeirra eru Guðmundur Árni, giftur Guð- rúnu S. Egilsdóttur og eiga þau tvö börn, Vigdísi Birtu og Kjartan Magna. Gylfi Már, sambýliskona er Elín Margrét Rafnsdóttir. Esther Elín, sam- býlismaður er Sveinbjörn Pálmi Karlsson og eiga þau einn son, Gylfa Karl. 4) Ragn- heiður Elín, f. 30. september 1967, fv. ráðherra. Ragnheiður „Elskan mín … hvað viltu að ég geri … ég er í Keflavík,“ sagði pabbi þegar ég hringdi í hann í mikilli geðshræringu frá New York þegar ég fann kakkalakka í eldhússkápnum mínum. Auðvit- að vissi ég að hann gæti ekkert gert í því akkúrat á því augna- bliki, en það breytti ekki því að pabbi var sá fyrsti sem ég hringdi í þegar ég rakst á þessa óboðnu gesti. Stundum þarf maður bara á pabba sínum að halda og þá hringir maður í hann. En nú verða símtölin ekki fleiri. Ég á eftir að sakna svo margs. Ég sakna allra gömlu, góðu stundanna okkar. Að fara með pabba á landsleik, bíða eftir hon- um endalaust þegar hann ætlaði aldrei að hætta að tala við kall- ana. Ég sakna þegar við rifumst um möndlugrautinn á aðfanga- dagskvöld og þegar hann gerði grín að mér þegar ég fékk papp- írana um það að ég, sem hafði aldrei borðað kartöflur, væri bú- in að fá skiptinemafjölskyldu í mesta kartöfluræktarhéraði Bandaríkjanna. Ég sakna þess að ræða við hann um pólitík, finna einlæga stuðninginn frá honum alla tíð. Ég sakna húmorsins hans og glettninnar. Ég sakna heimsóknanna hans til mín til Bandaríkjanna, þegar við fórum tvö saman í bíó og út að borða og töluðum um þegar hann og mamma voru að kynnast. Ég sakna ísbíltúranna okkar, kaffi- húsaferðanna og heimsókna til ættingja og vina hin síðustu ár þegar ég hafði rýmri tíma og við gátum notið þess að fara saman á rúntinn. Pabbi var merkilegur maður. Hann setti mark sitt á samfélagið sitt og tók virkan þátt í fé- lagsmálum, hvort sem það var í íþróttahreyfingunni, Sjálfstæðis- flokknum, í samtökum flugum- ferðarstjóra, Oddfellow eða Lions. Hann var réttsýnn og heiðarlegur maður, strangur en sanngjarn pabbi. Hann leiðbeindi mér, en lét mig svo alltaf finna að hann treysti mér til að fara mínar eigin leiðir. Hann var góður kall. Ég kveð elsku pabba minn með miklum söknuði en enn meira þakklæti. Þakklæti fyrir skilyrðislausa væntumþykju og kærleika. Þakklæti fyrir að fá að hafa hann svona lengi. Ég elska þig, elsku pabbi minn – blessuð sé minning þín og mömmu. Ragnheiður Elín. Það er sagt að það eina í lífinu sem við vitum með vissu er að við munum að lokum deyja. Árni, faðir minn er látinn. Á tímamótum sem þessum leitar hugurinn ósjálfrátt til baka. Mínar fyrstu minningar frá þeim tíma eru að foreldrar mínir Árni og Fríða bjuggu á Lauga- vegi 98, ásamt Helgu, stóru syst- ur, mér og Eiríku, litlu systur. Ekki var íbúðin stór, en það var gaman að alast þar upp. Fjölskyldan flutti til Keflavík- ur þegar ég var 6 ára og nokkrum árum síðar kom Ragnheiður í heiminn. Samskipti pabba og mín voru eins og var títt á þessum tíma, nokkuð mótuð af því að feður voru uppteknir við að sjá fjöl- skyldu sinni farborða. Í Keflavík fór hann að vinna í Jökli hjá afa og síðar snéri hann aftur til fyrra starfs sem flugumferðarstjóri og vann hann vaktavinnu í Reykja- vík. Mamma vann einnig utan heimilis þannig að við systkinin urðum fljótt sjálfstæð og lærðum að sjá um okkur. Þau fylgdust hins vegar vel með okkur og voru til taks ef eitthvað bjátaði á. Ég man að pabbi var ötull þeg- ar kom að félagsmálum tengdum vinnu og áhugamálum. Hann var félagi í allskonar klúbbum, Lions, var í knattspyrnuráði ÍBK og spilaði golf. Ég fór oft með í Leir- una eða var með þegar afla þurfti fjár í sjóði nefndra félaga. Seinna þegar pabbi var komin í stjórn KSÍ og ég var kominn með bíl- próf, fékk ég stundum það hlut- verk að ferja stjörnur landsliðs- ins milli Keflavíkurflugvallar og Laugarvatns, þar sem landsliðið kom saman fyrir leiki. Ekki má gleyma Oddfellow, það voru ófá skipti sem ég skutlaði mömmu og pabba á ýmsar skemmtanir til Reykjavíkur á þessum árum. Við Ásdís feldu hugi saman, giftumst og stofnuðum heimili. Við eignumst Hildi og þið urðuð afi og amma. Þið tókuð það hlut- verk hátíðlega. Seinna fæddist svo Hrönn. Það lagðist skuggi yfir þegar mamma greindist með heilabilun. Þú stóðst eins og klettur með henni og hugsaðir vel um hana og ég skynjaði hversu erfitt það var fyrir þig að þurfa að sjá á eftir henni á Víðihlíð. Svona skömmu eftir að þú varst kominn á eft- irlaun, ætlaðir þú að eiga rólegt ævikvöld með áskærri eiginkonu þinni og móður okkar, en stund- um breytast jafnvel bestu plön. Eftir lát mömmu varð sam- band okkar ekki jafn náið og áður var, en ég hugsa með hlýju til þess að við áttum ánægjulega heimferð sl. sumar, bara við tveir þar sem við gátum bæði rætt um alla heima og geima og þagað saman eins og faðir og sonur gera. Að leiðarlokum vil ég þakka þér og mömmu fyrir ykkar ómældu ást og umhyggju í okkar garð og vona að þið séuð aftur komin saman, nú í annarri vídd. Guð blessi minningu foreldra minna, Árna Þ. Þorgrímssonar og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Ykkar sonur, Þorgrímur St. Hún var í senn sorgleg og fal- leg stundin þegar tengdafaðir minn kvaddi þennan heim á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 18. nóvember síðastliðinn. Hann var umvafinn fjölskyldu sinni við kveðjustundina og yfir honum var friður og ró. Ég fékk það strax á tilfinn- inguna þegar ég tók í höndina á tengdaföður mínum í fyrsta skipti að þar væri kominn maður sem mér ætti eftir að líka vel við. Sú tilfinning mín var rétt, hann tók mér og dætrum mínum tveimur opnum örmum og fljót- lega breyttist handabandið í faðmlag. Ég áttaði mig reyndar fljótt á því að ég var ekki einn um það að líka vel við þennan öðling enda fékk fjölskylda hans og fjöl- margir vinir að njóta þeirra miklu mannkosta sem hann Árni Togga bjó yfir. Hann var með einstaka skapgerð og sjálfsvit- und, hafði góða nærveru og síð- ast en ekki síst var hann afskap- lega skemmtilegur. Húmor hans var einstakur og birtist oftar en ekki í hnyttnum tilsvörum en þau lét hann falla alveg fram á sinn síðasta dag, ég mun sakna þeirra. Ég mun einnig sakna allra góðu stundanna sem við átt- um saman, ekki síst þeirra þegar hann kom við hjá okkur á Heið- arbrúninni á leið sinni á einhvern af þeim fjölmörgu fundum sem hann var alltaf að fara á í Kefla- víkinni sinni. Þá mætti hann oft- ar en ekki drellifínn, settist við eldhúsborðið og spjallaði við okkur um allt og ekkert. Sér- staklega hafði hann gaman af því að spjalla við afastrákana sína sem höfðu mikið dálæti á afa Árna, söknuður þeirra er mikill. „Er Ragnheiður heima?“ spurði hann ævinlega þegar hann mætti í þessar heimsóknir, en á þessum tíma var hún á kafi í pólitík og því oft ekki heima. „Nú jæja,“ sagði hann og vonbrigðin leyndu sér ekki þegar hún var ekki á staðnum. Það leyndi sér heldur ekki hversu stoltur hann var af Ragnheiði dóttur sinni, samband þeirra var bæði fallegt og einlægt. Mér er ávallt minnisstætt hversu vel tengdapabbi hugsaði um tengdamóður mína sem lengi glímdi við hinn illvíga sjúkdóm alzheimer, ást hans og umhyggja fyrir henni kom þar berlega í ljós. Hún kvaddi allt of snemma en nú eru þau sameinuð á ný. Nú verða kertin tvö sem við munum tendra á leiði þeirra í kirkjugarð- inum í Keflavík sem er hinum megin við götuna þar sem við Ragnheiður búum með strákana okkar. Við sjáum leiði þeirra út um eldhúsgluggann og það verða góðar og fallegar minningar sem munu kvikna þegar litið verður yfir til þeirra. Blessuð sé minning þeirra beggja. Guðjón Ingi Guðjónsson. Afi Árni, eins og hann hefur allt- af heitið fyrir mér, er ein af fyr- irmyndum mínum. Þegar ég var krakki man ég eft- ir því þegar ég fór alltaf til hans í pössun. Alltaf sama rútínan, sem þurfti ekki að breytast, því mér fannst hún fullkomin. Sund, McDo- nalds og ís. Það gat bara hreinlega ekki orðið betra. Ég man líka eftir því þegar ég var í pössun og við vorum bara heima hjá honum. Fyrir sjö ára trítil eins og mig var ekki alveg nóg fyrir mig að sitja í sófanum og horfa út um gluggann. En þegar ég lít til baka núna myndi ég gera hvað sem er til að fá smá pásu frá öllu sem er í gangi og bara sitja með afa í sófanum hans og horfa með honum á gullfallega útsýnið úr íbúðinni hans. Ég kunni nefnilega alltaf meira og meira að meta hann eftir sem tímanum leið. Og á þessu ári var hann orðinn mér eins kær og hann hafði nokkurn tímann ver- ið. Og eitt besta ráð sem ég hef fengið kom frá afa, að maður lendir bara einni flugvél í einu. Árni Þ. Þorgrímsson Elsku hjartans Steini minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, STEINAR SIGURÐSSON arkitekt, Ljárskógum 10, lést miðvikudaginn 13. nóvember. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Helga Sigurjónsdóttir Sigurjón Árni Kristmannss. Þorbjörg Anna Steinarsd. Hannes Ólafur Gestsson Kristjana Björk Steinarsd. Einar Ísfjörð Una Margrét Hannesdóttir Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Lækjargötu 34a, lést mánudaginn 25. nóvember. Áslaug verður jarðsungin miðvikudaginn 4. desember klukkan 13 frá Hafnarfjarðarkirkju. Helga Snæbjörnsdóttir Bjarni Snæbjörnsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Árni Snæbjörnsson Katrín Guðný Alfreðsdóttir Magnús Snæbjörnsson Ásrún Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNÞÓRA H. SIGURÐARDÓTTIR, Adda, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. desember klukkan 15. Bjarni J. Bjarnason Auður Bjarnadóttir Tryggvi Hafstein Bjarni Þór Hafstein Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST G. SIGURÐSSON, vélstjóri, skipatæknifræðingur og útgerðarmaður í Hafnarfirði, lést í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Guðrún Helga Lárusdóttir Jenný Ágústsdóttir Halldór Kristjánsson Ólafía Lára Ágústsdóttir Snorri Hauksson Helga Ágústsdóttir Ólafur Skúli Indriðason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURVIN G. GUNNARSSON matreiðslumeistari, Miðvangi 41, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 27. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Hermann Gunnarsson Gréta Bjarnadóttir Hjálmar Gunnarsson Guðrún E. Melsted Kristófer Gunnarsson Aldís Sigurðardóttir Magnea Gunnarsdóttir Sigurður G. Gunnarsson og aðrir ástvinir Það var ekki fjöl- mennur hópur Ís- lendinga sem dvaldi í V-Berlín við nám eða störf á árunum um 1970 en þeir sem þangað sóttu á þeim ár- um fundu fyrir vini í hjónunum Joachim og Þórdísi Osterhorn. Jochen, eins og hann var kallaður, hafði ungur farið til Íslands til að afla sér fjár eftir nám í tannlækn- ingum. Hér kynntist hann Þórdísi Helgu Jónsdóttur sem varð ævi- félagi hans. Hann var alla tíð mik- ill Íslandsvinur og eftir að hann lét af störfum í Berlín settust þau hjón að á Íslandi. Íslendingunum í Berlín var Jochen dýrmætur og Joachim Osterhorn ✝ Heinz TheodorJoachim Oster- horn fæddist 13. desember 1936. Hann lést 18. nóv- ember 2019. Útförin fór fram 26. nóvember 2019. hjálpsamur félagi. Gestrisni þeirra hjóna þar og síðar hér heima var ein- stök og einlæg. Joch- en var ætíð hrókur alls fagnaðar, spaug- samur og velviljaður og skorti aldrei um- ræðuefni því hann fylgdist vel með því sem fram fór í heimalöndum sínum. Jochen ferðaðist mikið um landið flest sumur eftir að hann settist hér að, þekkti það vel og kunni að meta það. Við undirritaðir sem nutum félagsskapar hans á náms- árum okkar í Berlín og síðar hér á landi sendum dætrum hans og venslafólki þeirra samúðarkveðj- ur um leið og við þökkum honum að leiðarlokum viðkynningu og vináttu. Indriði H. Þorláksson, Sigurður Þórðarson, Þórarinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.