Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Jólapeysudagur - Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfisalurinn er opinn milli 9:30-11:30 - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Félagsvist kl.13:00 - Myndlist kl.13:00 - Jólabíó kl.13:15, ELF - Kaffi kl.14:30-15:00 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir vel- komnir – Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12:30. Félagsvist með vin- ningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13:00. Boccia kl. 10:30. Gönguhópur kl. 10:30. Myndlist kl. 13:00. Dalbraut 27 Píla kl. 14 í parketsal. Fylgt í sundleikfimi í Laugardals- laug, kl. 8:30 frá Dalbraut 27. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga ef veður leyfir kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlistarnámskeið kl. 12:30-15:30. Handavinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um hverfið kl. 13:00. Handaband kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl. 15:30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Jólafrí Zumba Gullsmára Postulínshópur kl. 9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handavinna og Bridge kl. 13.00. Félagsvist kl. 20.00. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9 – 14. Jóga kl. 10:00 – 11:00. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12:30-14:00. Prjónaklúbbur kl. 14:00-16:00. Námskeið í olíumálun kl. 14:00-18:00, nokkur sæti laus. Námskeiðið kostar 5.500 kr, litir og pennslar á staðnum en striga þarf að koma með. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00-12.00, Kl 9.00 Myndmennt, kl 11.00 Gaflarakórinn, kl 13.00 Félagsvist Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með Carynu kl. 8:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Ragnheiði kl. 11:10. Jóga með Ragnheiði kl. 12:05. Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Bíó í Sambíó Kringlunni kl 14:00. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, ganga kl 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Skartgripagerð kl 13 í Borgum, félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing kl. 16 í Borgum í umsjón Kristínar kórstjóra. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11.00. Handavinna, prjón, föndur ofl. í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Allir velkomnir. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. fasteignir Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Þórey HrefnaProppé fædd- ist á Borðeyri við Hrútafjörð 17. október 1925. Hún lést á heimili sínu 22. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru El- ínborg Katrín Sveinsdóttir sím- stöðvarstjóri og Ólafur Jónsson húsasmiður. Systkini Þóreyjar eru Yngvi, f. 1922, d. 2005, Sveinn, f. 1924, d. 2018, Björgvin, f. 1924, d. 2017, Höskuldur, f. 1927, Jónas, f. 1928, d. 1928, Jónas, f. 1929, d. 2016, Sylvía, f. 1931, Ingi- björg, f. 1932, Sigríður, f. 1935, d. 2017, Ólöf, f. 1937, María, f. 1939, Guðrún, f. urjónsdóttir og þeirra börn eru Eyrún Ósk, Sigrún Ólöf, Magnús Þór og Sigurjón Em- il. Barnabörn Þóreyjar eru tíu. Þórey fluttist 11 ára gömul til Þingeyrar við Dýrafjörð með fjölskyldu sinni og fór fljótlega að létta undir við heimilisstörfin þar sem barn- margt var í heimili. Einnig aðstoðaði hún móður sína á símstöðinni sem var rekin frá heimilinu. Þórey kynntist Magnúsi eiginmanni sínum á Þingeyri og fluttust þau síðar til Reykjavíkur. Hún vann á Landssímanum þangað til börnin tvö fæddust. En þegar þau voru kominn á legg starfaði hún í fyrirtæki þeirra hjóna, Stálsmiðju Magnúsar Proppé, í rúm 20 ár. Þórey og Magnús bjuggu lengst af í Skipasundi 55 en síðustu árin í Gullsmára 11 í Kópavogi. Útför Þóreyjar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 2. desember 2019, klukkan 13. 1944, d. 1960. Hálfsystkini Þór- eyjar, börn Ólafs, eru Hrefna, f. 1915, d. 1918, Kjartan, f. 1918, d. 1991, Þórir, f. 1931, d. 1990. Hinn 17. júlí 1949 giftist Þórey Magnúsi Ragnari Proppé, f. 20.10. 1923, d. 11.3. 2001. Foreldrar hans voru El- ísabet Tómasdóttir Proppé og Anton Vilhelm Proppé, at- vinnurekandi á Þingeyri. Magnús og Þórey eignuðust tvö börn: 1) Elínborg, f. 1954, maki Vilhjálmur Óskarsson og börn þeirra eru Þórey og Gunnar Þór. 2) Ingólfur, f. 1956, maki Anna Jóhanna Sig- Nú er hefur hún kvatt þennan heim elskuleg tengdamóðir mín Þórey eða Gógó eins hennar nánustu kölluðu hana. Það er margs að minnast frá þessum nær 50 árum er kynni mín og Boggu dóttur hennar hófust. Fyrstu búskaparárin bjuggum við inni á heimili Gógó- ar og Magga og fæddist fyrsta barnið okkar meðan við bjugg- um þar sem að sjálfsögðu var skírt Þórey. Gógó var heima- vinnandi á þessum tíma og nut- um við góðs að því í pössun, en börnin kunnu vel að meta þeirra gæðastundir sem oft voru rifj- aðar upp á síðari árum. Það var einnig mikil stemning í kringum laxveiðina í Víkurá en þangað var farið nokkrum sinnum á sumri í fjölda ára og margar skemmti- og veiðisögur urðu til og ekki síst þar sem hún kom við sögu enda lunkinn veiðimaður. Gógó og Maggi stofnuðu fyrirtækið Stálsmíði Magnúsar Proppé og fór hún fljótlega að vinna við fyrirtækið og vann þar til starfsloka. Þau bjuggu í Skipasundi í nær 50 ár þar sem Gógó sinnti fjölskyldu sinni af stakri alúð. Hún var meistara- kokkur, iðin og skipulögð fram í fingurgóma en það lék allt í höndunum á henni. Á kvöldin þegar að búið var að ganga frá og sest fyrir framan sjónvarpið var handavinnan tekin upp, það var ekki bara horft á sjónvarpið. Gógó og Maggi bjuggu hjá okkur í nokkra mánuði áður en flutt var í Gullsmára og var það góður tími. Í Gullsmáranum eignuðust þau góða vini og ná- granna og nutu þess að taka þátt í öflugu félagsstarfi en Magnús féll frá árið 2001. Gógó bjó í Gullsmára þar til yfir lauk og hélt sínu reglulega heimilishaldi þó að ein væri eftir í heimili og mátti þar engu skeika. Hún tók áfram þátt í fé- lagsstarfi með vinkonum og sinnti sínum hugðarefnum svo sem handavinnu o.fl. Hún var svo lánsöm að halda skýrri hugsun og reisn fram að andláti þó að líkamleg heilsa væri farin að gefa sig undir það síðasta. Hvíl í friði, elsku Gógó. Minning þín lifi. Vilhjálmur (Villi). Elsku Þórey mín. Þó ég vissi að til þessarar stundar kæmi er maður aldrei tilbúinn til að kveðja. Síðustu ár finnst mér ég hafa kynnst þér betur og við urðum nánari en nokkru sinni fyrr. Ég á eftir að sakna þín og allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Anna. Elsku amma. Þegar við hugsum til baka koma margar góðar minningar upp í hugann. Ein af þeim er hversu vandvirk þú varst í allri handavinnu og þeir sem sjá verk eftir þig eru allir agn- dofa yfir því hversu vel gerð þau eru. Við systkinin erum svo lánsöm að eiga hluti sem þú hefur saumað eða heklað eins og dúka, myndir, smekki og ekki má gleyma jólasokk- unum sem munu alltaf prýða heimili okkar um jólin. Við systur höfum verið að prjóna og hekla og þú varst alltaf áhugasöm um það sem við vor- um að gera og alltaf tilbúin til þess að aðstoða okkur. Fyrir það erum við þér þakklátar, elsku amma. Við systkinin minnumst þess þegar við heimsóttum ykkur afa að þá varst þú alltaf búin að baka eitthvað góm- sætt. Við eigum margar uppá- haldsuppskriftir frá þér sem hafa markað sinn sess á af- mælishlaðborðum fjölskyld- unnar og í jólabakstrinum. Einnig er ógleymanleg Mal- lorca-ferðin sem við fjölskyld- an fórum í sumarið 2001 með þér og Diddu ömmu. Við syst- ur flugum út með ykkur og við gleymum því aldrei að þegar við lentum var 16 stiga hiti og grenjandi rigning. Ömmunum fannst þetta bara fínt að kom- ast í íslenskt veður en við syst- ur vorum ekki alveg sammála enda stefndum við að því að koma kaffibrúnar heim. Ferð- in var frábær og erum við systkinin lánsöm að eiga þessa minningu. Skötuveislan í Gullsmáran- um á Þorláksmessu mun seint gleymast þótt við systkinin fengjum reyndar alltaf pítsu, því alltaf var passað upp á að hafa aukarétt fyrir þá sem vildu ekki skötuna. Bogga frænka fór að taka að sér að bjóða heim í skötu síðustu árin og þegar þessi hefð hætti fannst okkur eitthvað vanta í jólaundirbúninginn. Jólahátíð- in hófst alltaf með skötuveislu og munum við minnast þess- arar hefðar með söknuði. Við hugsum til þín með hlýju í hjarta, elsku amma, og minnumst allra góðu stund- anna með þér. Þín Eyrún Ósk, Sigrún Ólöf, Magnús Þór og Sigurjón Emil. Þórey Hrefna Proppé HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Þú varst svo góð við okk- ur og gafst okkur alltaf nammi þegar við komum að heimsækja þig. Við eigum eftir að sakna þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Stefán Ingi, Svanhild- ur Anna, Sindri Fannar, Viktor Emil, Ingólfur Orri og Jakob Örn. Háa skilur hnetti, himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Ég hef alltaf þráð að eiga stóra fjölskyldu. Fyrir rúmum fjórum árum var ég svo heppin að finna stóru fjölskylduna mína. Það Auður Björnsdóttir og Magnús Vilhelm Stefánsson ✝ AuðurBjörns- dóttir fæddist 13. apríl 1932. Hún lést 5. nóvember 2019. Útför hennar fór fram 23. nóvember 2019. Magnús Vil- helm Stefáns- son fæddist 30. desember 1934. Hann lést 28. ágúst 2019. Útför hans fór fram frá Möðruvalla- klausturskirkju 6. september 2019. hafði tíðkast í tugi ára að Auður tengdamóðir mín syði mjólkur- graut á laugardögum. Ég var glöð og spennt þegar Björn ákvað að taka mig með í graut í Holta- teig 50 og kynna mig fyrir for- eldrum sínum. Hann lét nú samt foreldra sína ekki vita af auka- gestinum en móttökurnar voru hlýjar. Síðan þá hef ég tilheyrt fjölskyldunni frá Fagraskógi. Eftir 65 ára samfylgd gegnum lífið fylgjast sómahjónin úr Fagraskógi að inn í eilífðina. Frá- fall þeirra skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Magnús var að öllu leyti ótrúlegur maður. Hann hafði mikið innsæi og þó við hefð- um ekki fengið eins mikinn tíma til að kynnast og ég hefði viljað þá sá hann mig og þekkti. Það þýddi ekki að fela sársauka, þreytu eða annað fyrir Magnúsi því hann vissi. Hlý orð hans og enn hlýrri faðmur höfðu lækningamátt. Auði hefði ég einnig viljað fá að kynnast mikið fyrr og betur. Hún talaði ekki mikið um sjálfa sig og sín afrek en upphóf fólkið í kring- um sig. Fyrir unga konu, sem reynir að finna sig í öllum hliðum flókins fjölskyldulífs er varla hægt að hugsa sér yndislegri tengdamömmu. Það var alveg sama hvað var lagt á borð fyrir hana, alltaf hafði ég eldað þann besta mat sem hún hafði nokkurn tímann fengið, fært henni fínustu gjafirnar og þannig mætti telja lengi áfram. Allt sem fyrir hana og þau var gert kunnu þau svo sannarlega að meta. Alltaf svo já- kvæð og uppörvandi. Undanfarna daga og vikur hef ég heyrt margar sögur af foreldr- unum, ömmunni og afanum og vinunum Magnúsi og Auði. Þær hafa gefið mér enn betri mynd af hjónunum sem ég fæ að kalla tengdaforeldra mína. Þær sýna einnig fyrirmyndina sem þau voru fólkinu sínu og skýrir fyrir mér alla þá hlýju sem þau búa yf- ir. Elsku Magnús og Auður. Takk fyrir öll fallegu orðin, öll hlýju faðmlögin og kveðjuna sem yljaði mér alltaf „bless elskan“. Takk fyrir að vera fyrirmynd Björns míns sem geymir marga af ykkar eiginleikum. Takk fyrir að vera afi og amma stelpnanna okkar. Minning ykkar lifir. Nú skil ég stráin sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo kom hinn langi vetur. Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó, að vorið, það má sín betur. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna. Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stefánsson) Sigrún Ingveldur Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.