Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
England
Leicester – Everton................................. 2:1
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Ever-
ton og lék allan leikinn.
Burnley – Crystal Palace........................ 0:2
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Newcastle – Manchester City ................. 2:2
Chelsea – West Ham................................ 0:1
Liverpool – Brighton ............................... 2:1
Tottenham – Bournemouth..................... 3:2
Southampton – Watford .......................... 2:1
Norwich – Arsenal.................................... 2:2
Wolves – Sheffield United ....................... 1:1
Manchester United – Aston Villa ........... 2:2
Staðan:
Liverpool 14 13 1 0 32:12 40
Leicester 14 10 2 2 33:9 32
Manch.City 14 9 2 3 39:16 29
Chelsea 14 8 2 4 28:20 26
Tottenham 14 5 5 4 24:21 20
Wolves 14 4 8 2 19:17 20
Sheffield Utd 14 4 7 3 17:13 19
Arsenal 14 4 7 3 20:21 19
Manch.Utd 14 4 6 4 21:17 18
Burnley 14 5 3 6 20:20 18
Crystal Palace 14 5 3 6 13:18 18
Bournemouth 14 4 4 6 18:20 16
West Ham 14 4 4 6 17:23 16
Newcastle 14 4 4 6 13:22 16
Aston Villa 14 4 3 7 21:22 15
Brighton 14 4 3 7 16:21 15
Everton 14 4 2 8 14:22 14
Southampton 14 3 3 8 15:32 12
Norwich 14 3 2 9 15:30 11
Watford 14 1 5 8 9:28 8
Rússland
Akhmat Grozní – Rubin Kazan.............. 1:1
Viðar Örn Kjartansson lék síðustu 17
mínúturnar með Rubin Kazan og lagði upp
jöfnunarmarkið.
Grikkland
Larissa – Volos......................................... 2:1
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa sem er í sjötta sæti.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hleðsluhöllin: Selfoss – FH................. 19.30
Í KVÖLD!
Olísdeild karla
ÍR – Fjölnir ........................................... 36:29
Fram – Valur ........................................ 18:31
HK – Haukar ........................................ 26:28
KA – Afturelding.................................. 25:28
Staðan:
Haukar 12 9 3 0 333:302 21
Afturelding 12 9 1 2 334:307 19
ÍR 12 7 2 3 364:334 16
Valur 12 7 1 4 320:275 15
Selfoss 11 7 1 3 338:328 15
FH 11 6 2 3 310:295 14
ÍBV 12 6 1 5 335:320 13
KA 12 4 1 7 329:345 9
Stjarnan 12 2 4 6 308:326 8
Fram 12 3 1 8 291:320 7
Fjölnir 12 2 1 9 309:364 5
HK 12 0 0 12 294:349 0
Olísdeild kvenna
Valur – Haukar..................................... 29:15
Fram – Afturelding.............................. 40:19
HK – KA/Þór ........................................ 32:27
Staðan:
Fram 10 9 0 1 321:208 18
Valur 10 8 1 1 280:204 17
Stjarnan 10 5 3 2 243:220 13
HK 10 4 2 4 264:274 10
KA/Þór 10 5 0 5 245:280 10
Haukar 10 3 1 6 209:250 7
ÍBV 10 2 1 7 205:245 5
Afturelding 10 0 0 10 184:270 0
Meistaradeild karla
GOG – Dinamo Búkarest .................... 31:32
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk
fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson eitt.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í
marki GOG sem endaði í 3. sæti D-riðils og
komst ekki áfram.
Svíþjóð
Lugi – Kristianstad ............................. 28:32
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Guðmundsson
skoraði ekki. Lið þeirra er í fjórða sæti.
Dominos-deild kvenna
Breiðablik – Keflavík ........................... 71:75
Valur – KR ............................................ 74:68
Skallagrímur – Snæfell ........................ 76:65
Haukar – Grindavík ............................. 70:60
Staðan:
Valur 10 10 0 866:636 20
KR 10 7 3 765:677 14
Keflavík 10 7 3 744:690 14
Skallagrímur 10 7 3 703:651 14
Haukar 10 5 5 663:670 10
Snæfell 10 2 8 653:762 4
Breiðablik 10 2 8 619:766 4
Grindavík 10 0 10 626:787 0
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur vann 74:68-heimasigur á KR í
toppslag Dominos-deildar kvenna í
körfubolta í gær. Eftir tíu leiki eru
Valskonur ósigraðar og með fullt hús
stiga á toppi deildarinnar. Valsliðið er
þó ekki ósigrandi, það sýndi KR-liðið
í gær. Með smá skynsemi og meiri
trú hefði KR getað unnið toppliðið.
KR náði níu stiga forskoti í seinni
hálfleik en Valur tryggði sér sigurinn
með 25:12-sigri í fjórða leikhluta. KR
fraus og fór að verja forskotið er
staðan var orðin vænleg og skammt
var eftir. Það dugar ekki gegn liði
eins og Val sem nýtir sér hiklaust
veikleikamerki anstæðinganna.
Helena Sverrisdóttir átti slakan
leik og skoraði aðeins fjögur stig og
hitti úr einu af ellefu skotum sínum
utan af velli. Það er hins vegar mikið
sigurhugarfar komið inn í Valsliðið,
sem neitar að játa sig sigrað þrátt
fyrir snúna stöðu. Kiana Johnson,
sem spilaði með KR á síðustu leiktíð,
tók til sinna ráða undir lokin og átti
stærstan þátt í því að Valsliðið er enn
taplaust. Valur er nú með sex stiga
forskot á næstu lið og verður erfitt að
sjá liðið misstíga sig nægilega mikið
til að önnur lið eigi möguleika á deild-
armeistaratitlinum. Í úrslitakeppn-
inni er hins vegar hægt að vinna
Valsliðið. Nái Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari KR, að telja sínu lið trú
um að það geti unnið Val er það ekki
óvinnandi verk.
Þrjú jöfn að elta Val
KR er með 14 stig, sex stigum
minna en Valur. Skallagrímur og
Keflavík nýttu sér tap KR-inga og
fóru upp að hlið þeirra. Eru þau nú
þrjú jöfn með 14 stig. Skallagrímur
hefur komið liða mest á óvart og var
76:65-sigurinn á Snæfelli á heimavelli
sá fimmti í síðustu sex leikjum.
Skallagrímur á ekki bara fína mögu-
leika á sæti í úrslitakeppninni heldur
getur liðið einnig barist um annað
sæti deildarinnar. Mikil vinna hefur
verið lögð í að gera Skallagrímsliðið
sem sterkast og eru Borgnesingar
með fjóra erlenda leikmenn á sínum
snærum. Skoruðu þeir alls 69 af stig-
unum 76 og skoruðu íslenskir leik-
menn því aðeins fimm stig. Það er
slæm þróun fyrir íslenska landsliðið,
en deildarkeppnin snýst um árangur
og honum er Skallagrímur að ná.
Fjórir í röð hjá Keflavík
Eftir tvö töp í röð í lok október hef-
ur Keflavík svarað með fjórum sigr-
um í röð. Sá fjórði kom gegn Breiða-
bliki á útivelli, 75:71. Keflavík þurfti
svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum
og hefði Breiðablik getað jafnað met-
in undir lokin. Keflavík vann í fram-
lengingu gegn Haukum í síðustu um-
ferð og hefur því lent í erfiðleikum
með lið í neðri hluta deildarinnar.
Það er hins vegar styrkleikamerki að
standa uppi sem sigurvegari, líka
þegar þú getur spilað betur. Keflavík
missti marga sterka leikmenn fyrir
tímabilið og er að spila mjög vel úr
sínum málum. Úr því sem komið er
væri allt annað en sæti í úrslita-
keppninni vonbrigði.
Kærkomin líflína fyrir Hauka
Eftir fjóra tapleiki í röð höfðu
Haukar betur gegn Grindavík á
heimavelli, 70:60. Grindavík var yfir
allan fyrri hálfleikinn en Haukar
voru sterkari í þeim seinni. Haukar
eru fjórum stigum frá sæti í úrslita-
keppninni og sigurinn heldur vonum
þeirra á lífi. Haukar verða að vinna
Breiðablik og Snæfell í næstu leikj-
um til að halda í við fjögur efstu sæt-
in. Liðin fyrir ofan tapa ekki mörgum
stigum.
Valskonur
ekki ósigrandi
KR átti góða möguleika gegn Val
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðarendi KR-ingurinn Danielle Rodriguez fer framhjá Valskonunni Dag-
björtu Dögg Karlsdóttur í uppgjöri liðanna á Hlíðarenda í gær.
an 13 að íslenskum tíma. Þá eru
það sjálfir heimsmeistararnir,
Frakkar, sem mæta sigurliði um-
spilsins á Puskás-leikvanginum.
Þriðji og síðasti leikurinn yrði
svo gegn Þjóðverjum, einhverri
sigursælustu þjóð knattspyrnusög-
urnnar. Sá leikur færi fram á
heimavelli þýska liðsins í Münc-
hen, á Allianz-leikvanginum,
miðvikudagskvöldið 24. júní
klukkan 19 að íslenskum tíma.
Í þessari skrýtnu lokakeppni EM
sem fer fram víðsvegar um Evr-
ópu gat íslenska liðið og stuðn-
ingsmenn þess verið óheppnari
með ferðalög. Tveir leikir í Búda-
pest og þaðan í einn leik í Münc-
hen er ekki slæmt ferðaplan.
Hinir fimm riðlarnir eru þannig
skipaðir:
A: Ítalía, Sviss, Tyrkland og Wales.
B: Belgía, Rússland, Danmörk og
Finnland.
C: Úkraína, Holland, Austurríki,
D-umspil eða Rúmenía.
D: England, Króatía, Tékkland og
C-umspil.
E: Spánn, Pólland, Svíþjóð og B-
umspil.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Viðbrögð landsliðsfyrirliðans Ar-
ons Einars Gunnarssonar við riðla-
drættinum fyrir EM karla í fót-
bolta 2020 á laugardaginn eru
skiljanleg. „Ég ætla ekki að ljúga,
þetta lítur ekki vel út,“ sagði Aron
í viðtali við sjónvarpsstöðina beIN
Sports í Katar eftir dráttinn.
Ísland þarf að sjálfsögðu að
komast í gegnum umspilið 26. til
31. mars til að komast á EM. En
sigurliðið úr A-umspilinu, Ísland,
Rúmenía, Búlgaría eða Ungverja-
land, mætir þremur sannkölluðum
stórþjóðum í F-riðlinum á EM
næsta sumar.
Þá yrði byrjunin nákvæmlega
sú sama og á EM 2016, leikur
gegn Cristiano Ronaldo og fé-
lögum í Portúgal, sem nú eru
ríkjandi Evrópumeistarar. Sá leik-
ur fer fram í Búdapest þriðjudag-
inn 16. júní klukkan 16 að íslensk-
um tíma.
Annar leikurinn færi einnig
fram í Búdapest fjórum dögum
síðar, laugardaginn 20. júní klukk-
Tveir í Búdapest og einn í München
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Er Leicester City eina liðið sem
mögulega getur elt Liverpool og
veitt Jürgen Klopp og hans sigur-
sælu sveit keppni um enska meist-
aratitilinn í fótbolta í vetur?
Sigur Leicester á Gylfa Þór Sig-
urðssyni og samherjum í lánlausu
liði Everton, 2:1, í gær þýðir að
Brendan Rodgers og hans menn eru
áfram átta stigum á eftir Liverpool
en komnir þremur og sex stigum
framúr Manchester City og Chelsea
sem töpuðu stigum á laugardaginn.
Það er líka dálítill Liverpool-
bragur á liði Leicester sem virðist
hafa karakterinn og seigluna til að
knýja fram sigra á ögurstundu. Það
gerðu þeir gegn Everton í gær, allt
stefndi í að Gylfi og félagar væru á
leið heim með dýrmætt stig þegar
Kelechi Ihenanacho skoraði sigur-
mark Leicester á fjórðu mínútu í
uppbótartíma og þar féll VAR-
dómur með Leicester. Aðstoðar-
dómari hafði flaggað Ihenanacho
rangstæðan en VAR-sjáin fann út
að hann hefði verið hárfínt rétt-
stæður.
Vandræði Everton jukust enn því
liðið hefur aðeins unnið einn af síð-
ustu fimm leikjum og er tveimur
stigum fyrir ofan fallsæti. Næstu
leikir eru gegn Liverpool, Chelsea,
Manchester United og Arsenal og
því gætu Gylfi og samherjar hans
hæglega setið í fallsæti þegar jóla-
hátíðin gengur í garð.
Liverpool lenti í óvæntu basli
með Brighton á laugardaginn en
virtist á þægilegri siglingu eftir tvö
skallamörk frá Virgil van Dijk
snemma leiks. Alisson markvörður
var rekinn af velli seint í leiknum,
Brighton skoraði og sótti mjög á
lokakaflanum en Liverpool hélt út,
vann 2:1 og er því komið með þrett-
án sigra í fjórtán umferðum.
Jonjo Shelvey skoraði glæsilegt
jöfnunarmark fyrir Newcastle, 2:2,
gegn Manchester City á 88. mínútu.
Aaron Cresswell skoraði sigur-
mark West Ham í óvæntum útisigri
á Chelsea á Stamford Bridge, 1:0.
Tyrone Mings jafnaði fyrir
Aston Villa, 2:2, og tryggði liðinu
stig gegn Manchester United á Old
Trafford.
Dele Alli skoraði tvö mörk fyrir
Tottenham sem vann þriðja sig-
urinn í jafnmörgum leikjum undir
stjórn Josés Mourinhos, 3:2 gegn
Bournemouth.
Pierre-Emerick Aubameyang
jafnaði tvisvar fyrir Arsenal í 2:2-
jafntefli í Norwich, í fyrsta leik Ars-
enal undir stjórn Freddies Ljung-
bergs.
Quique Sánchez Flores var rek-
inn sem knattspyrnustjóri Watford í
gær, eftir aðeins 85 daga í starfi, en
liðið tapaði 2:1 fyrir Southampton í
botnslag.
Rodgers einn um að elta Klopp?
Leicester áfram 8 stigum á eftir Liverpool eftir sigurmark gegn Everton í uppbótartíma
AFP
England Wilfred Ndidi og Gylfi Þór Sigurðsson í leik Leicester og Everton.