Morgunblaðið - 02.12.2019, Síða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilnefningar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna 2019 voru
kynntar í 31. sinn við hátíðlega at-
höfn á Kjarvalsstöðum í gær. Til-
nefnt er í flokki fræðibóka og rita
almenns efnis, barna- og ung-
mennabóka og fagurbókmennta, en
fimm bækur eru tilnefndar í hverj-
um flokki. Formenn dómnefndanna
þriggja, sem valið hafa tilnefning-
arnar, munu í framhaldinu koma
saman ásamt Ingunni Ásdísar-
dóttur, sem er forsetaskipaður for-
maður, og velja einn verðlaunahafa
úr hverjum flokki.
Verðlaunin verða afhent á Bessa-
stöðum um mánaðamótin janúar-
febrúar á komandi ári af forseta
Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.
Verðlaunaupphæðin er ein milljón
króna fyrir hvert verðlaunaverk.
Tilnefningar í flokki fræðibóka
og rita almenns efnis
Stjörnur og stórveldi á leik-
sviðum Reykjavíkur 1925-1965 eftir
Jón Viðar Jónsson sem Skrudda
gefur út
Lífgrös og leyndir dómar –
Lækningar, töfrar og trú í sögulegu
ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðar-
dóttur sem Vaka-Helgafell gefur út
Síldarárin 1867-1969 eftir Pál
Baldvin Baldvinsson sem JPV út-
gáfa gefur út
Jakobína – saga skálds og konu
eftir Sigríði Kristínu Þorgríms-
dóttur sem Mál og menning gefur
út
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á
Íslandi eftir Unni Birnu Karls-
dóttur sem Sögufélag gefur út
Dómnefnd skipuðu Árni Sigurðs-
son, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og
Knútur Hafsteinsson, formaður
nefndar.
Tilnefningar í flokki
barna- og ungmennabóka
Nærbuxnanjósnararnir eftir
Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og
menning gefur út
Langelstur að eilífu eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur sem Bóka-
beitan gefur út
Nornin eftir Hildi Knútsdóttur
sem JPV útgáfa gefur út
Egill spámaður eftir Lani Yama-
moto sem Angústúra gefur út
Kjarval – málarinn sem fór sín-
ar eigin leiðir eftir Margréti
Tryggvadóttur sem Iðunn gefur út
Dómnefnd skipuðu Anna Þor-
björg Ingólfsdóttir, formaður
nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og
Þórlindur Kjartansson.
Tilnefningar í flokki
fagurbókmennta
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæ-
björnsdóttur sem Benedikt bóka-
útgáfa gefur út
Staða pundsins eftir Braga
Ólafsson sem Bjartur gefur út
Aðferðir til að lifa af eftir Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur sem
Bjartur gefur út
Selta – Apókrýfa úr ævi land-
læknis eftir Sölva Björn Sigurðs-
son sem Sögur útgáfa gefur út
Dimmumót eftir Steinunni
Sigurðardóttur sem Mál og menn-
ing gefur út
Dómnefnd skipuðu Bergsteinn
Sigurðsson, formaður nefndar,
Ragnhildur Richter og Stein-
grímur Þórðarson.
Níu af 15 tilnefnd áður
Samkvæmt upplýsingum frá
Félagi íslenskra bókaútgefenda
voru í ár samtals lagðar fram 135
bækur frá 36 útgefendum í öllum
flokkunum þremur. Í flokki fræði-
bóka og rita almenns efnis voru
lögð fram 40 verk frá 21 útgef-
anda. Í flokki barna og ungmenna
voru lögð fram alls 38 verk frá 16
útgefendum. Í flokki fagur-
bókmennta voru lögð fram 57 verk
frá 14 útgefendum.
Alls hafa níu af þeim 15 höf-
undum sem nú eru tilnefndir feng-
ið tilnefningar áður. Þetta eru þau
Jón Viðar Jónsson fyrir Leyndar-
mál frú Stefaníu 1997; Páll Baldvin
Baldvinsson fyrir Stríðsárin 1938-
1945 árið 2015; Hildur Knútsdóttir
fyrir Ljónið 2018 og Vetrarfrí
2015, en hún var tilnefnd ásamt
Þórdísi Gísladóttur fyrir Dodda –
bók sannleikans 2016 og hlaut
verðlaunin fyrir Vetrarhörkur
2016; Margrét Tryggvadóttir sem
var tilnefnd ásamt Lindu Ólafs-
dóttur fyrir Íslandsbók barnanna
2016; Bergþóra Snæbjörnsdóttir
fyrir Flórída 2017; Bragi Ólafsson
fyrir Handritið að kvikmynd Arnar
Featherby og Jóns Magnússonar
um uppnámið á veitingahúsinu eft-
ir Jenný Alexson 2010, Sendiherr-
ann 2006, Gæludýrin 2001 og
Hvíldardaga 1999; Guðrún Eva
Mínervudóttir fyrir Skegg Raspút-
íns 2016, fyrir Skaparann 2008 og
Fyrirlestur um hamingjuna 2000,
en hún hlaut verðlaunin fyrir Allt
með kossi vekur 2011; Sölvi Björn
Sigurðsson fyrir Stangveiðar á
Íslandi og Íslensk vatnabók: eða
yfirlit um fiskana og veiðimenn
þeirra og þær aðferðir sem þeir
beita til að ná þeim 2013 og Stein-
unn Sigurðardóttir fyrir Jójó 2011,
Góða elskhugann 2009, Sólskins-
hest 2005, Hugástir 1999 og Síð-
asta orðið 1990, en hún hlaut verð-
launin fyrir Hjartastað 1995. Alls
hafa því þrír höfundar í hópi til-
nefndra hlotið verðlaunin áður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundar Gleði ríkti í hópi fræðimanna, rithöfunda og skálda á Kjarvalsstöðum þegar upplýst var um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Fimmtán bækur tilnefndar
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 í þremur flokkum Verðlaunaféð ein
milljón í hverjum flokki Verðlaunin afhent á nýju ári Alls voru 135 bækur lagðar fram í ár
Yfirlitssýningin Mangfoldige former
eða Fjölbreytt form með verkum
Sigurjóns Ólafssonar sem opnuð var
í Listasafninu í Tønder í Danmörku
um miðjan september hlýtur fimm
stjörnur af sex mögulegum hjá Lars
Svanholm, myndlistarrýni danska
dagblaðsins Jyllands-Posten.
Svanholm segir um yfirgripsmikla
sýningu að ræða sem blási nýju lífi í
list listamanns sem fallið hafi í
gleymskunnar dá í Danmörku. Rifj-
ar hann upp að Sigurjón hafi búið,
lært og starfað í Danmörku í 17 ár
eða þar til hann fluttist alfarinn
heim til Íslands 1945. Á Danmerkur-
árunum hafi Sigurjón starfað náið
með listamönnum Cobra-hreyfing-
arinnar og listhópnum Linien. „Með-
an hann starfaði í Danmörku var oft
horft framhjá íslenskum bakgrunni
hans. Þegar hann eftir seinna stríð
flutti heim til Íslands virðist hann
hafa verið sniðgenginn í dönsku
listasögunni sem kom dönskum koll-
egum hans til góða,“ skrifar Svan-
holm í dómi sínum.
Bendir hann á að Sigurjón hafi
haft fjölbreytni að leiðarljósi jafnt í
efnisvali sem og mótífum. Svanholm
hrósar Listasafninu í Tønder fyrir
að beina kastljósi sínu að list Sigur-
jóns og tekur fram að sýningin
gagntaki auðveldlega áhorfendur.
Hrósar hann einnig 210 blaðsíðna
sýningarskránni sem gefin var út
samhliða sýningunni, þar sem hún
veiti mikilvægar upplýsingar um
listamanninn og list hans.
Sýningin stendur til 1. mars 2020.
Form Frá yfirlitssýningu Sigurjóns Ólafssonar í Listasafninu í Tønder.
Nýju lífi blásið í list
Sigurjóns í Danmörku
Superior herbergi
ÁRSHÁTÍÐIN ER HÁTÍÐ HÓPSINS
Superior herbergi
Setjum saman girnilegan veislumatseðil og allt sem þarf
fyrir vel heppnaða árshátíð. Hafðu samband og við
förum yfir árshátíðarmöguleikana með þér.
Pantanir í síma 483 4700
booking@hotelork.is
hotelork.is