Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Einn af þekkt-
ustu leikstjórum,
höfundum og
háðfuglum Bret-
lands síðustu
hálfu öld, Jonat-
han Miller, sem
var læknir að
mennt, er látinn
85 ára að aldri.
Millers er með-
al annars minnst
sem eins helsta leikstjórans við
Natinal Theatre á áttunda áratugn-
um og einnig setti hann upp róm-
aðar óperusýningar, meðal annars
við English National Opera. Þá
stýrði hann vinsælum þáttum á
BBC, sendi frá sér bækur og var
vinsæll samfélagsrýnir.
Hinn fjölhæfi
Miller látinn
Jonathan
Miller
»Sýning á ljósmyndaverkinu Bráðnun jökla 1999/2019 eftir Ólaf Elíasson var
opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á fimmtudaginn var. Fjöl-
menni var við opnunina, en verkið, sem einnig er sýnt í Tate Modern í London,
sýnir hversu mjög jöklar landsins hafa hörfað á síðustu tveimur áratugum.
Fjölmenni var við opnun sýningar á verkum Ólafs Elíassonar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jöklasýn Stungið saman nefjum með jöklapör eftir Ólaf fyrir aftan.
Gestir Meðal viðstaddra voru Arna Schram, Birna Schram og Svanborg
Sigmarsdóttir. Margir hlýddu á samtal Ólafs og Andra Snæs Magnasonar.
Tímalínur Sláandi er að sjá í verkunum hversu mjög jöklar landsins hafa hörfað á aðeins tveimur áratugum. www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is