Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Stúdenta- myndatö urk Einstökminning Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hart var tekist á um Hvalárvirkjun á fjölmennum fundi Íslendinga á Kanaríeyjum síðastliðinn laugardag þar sem framtíð Árneshrepps var umræðuefnið. Tillaga þar sem hvatt var til uppbyggingar sauðfjár- ræktar, trilluútgerðar og ferðaþjón- ustu í stað Hvalárvirkjunar var felld með fjögurra atkvæða mun. Margt er til skemmtunar gert og einnig rætt um alvarleg málefni þegar Íslendingar á Kanaríeyjum koma saman. Fundirnir eru tengdir Framsóknarflokknum enda for- ystumennirnir virkir í þeim flokki þó að fundirnir séu öllum opnir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, er virkur í starfinu þegar hann dvelur í sólinni. Fundurinn á laugardag var hald- inn á veitingastaðnum El Duke á Ensku ströndinni. Sturla Þórðarson fundarstjóri lagði fyrir fundinn að ræða um framtíð Árneshrepps. Byggt verði á sauðfé og fiski „Hér dvelja systkini frá Dröng- um, Strandamenn og fleiri sem elska byggðina,“ segir Guðni þegar hann er spurður út í fundinn. Hann og Elías S. Kristinsson á Dröngum lögðu fram tillögu um að skora á ríkisstjórn og Alþingi að grípa til aðgerða til að tryggja búsetu og framtíð Árneshrepps. Þar var eink- um horft til þess að aðstoða ungt fólk við að byggja upp 10 jarðir og vera þar með sauðfjárbúskap og trilluútgerð sem grundvallaðist á auðlindum lands og sjávar, sem og ferðaþjónustu. Segir Guðni að þetta hafi orðið átakafundur, ekki síst vegna þess að í tillögunni kom fram það álit að Hvalárvirkjun mundi ekki bjarga byggðinni heldur mundi hún og öll sú eyðilegging sem henni fylgdi skaða byggðina og ósnortna náttúru til framtíðar. „Þetta urðu alvöruátök, en um- ræður málefnalegar. Menn komu með rök með og á móti. Ýmsir þeirra sem voru á móti tillögu okkar minntust á að Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði hefðu gert mikið gagn fyrir byggðirnar á Aust- urlandi. Við töldum aftur á móti að við þyrftum að velja ósnortið land því þar væri framtíð fyrir ferðaþjón- ustu sem menn væru tilbúnir að borga vel fyrir að njóta,“ segir Guðni. Margir sátu hjá Um 100 manns sóttu fundinn. Um helmingur þeirra tók ekki afstöðu til tillögunar sem var felld með 29 at- kvæðum gegn 25. „Þetta gerist, maður getur ekki alltaf unnið og ekki þýðir að gráta það. En ég tel að hugmyndin að byggja Árneshrepp aftur upp á grunni auðlindanna sem þar eru, með sauðfjárbúum og trill- um, sé athyglisverð,“ segir Guðni. Virkjanasinnar höfðu sigur  Átök á Kanarí um Hvalárvirkjun Ljósmynd/Aðsend Á fundi Elías S. Kristinsson og Sólveig Kristinsdóttir, systkini frá Dröngum í Árneshreppi, og Guðni Ágústsson. Guðni og Elías fluttu umdeilda tillögu.Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Gleði og þakklæti í anda aðvent- unnar lá í loftinu í Lindakirkju í gær þegar góðgerðarfélagið Bumbuloní veitti tólf fjölskyldum langveikra barna styrk upp á 233 þúsund krón- ur fyrir hverja fjölskyldu. Er þetta í fimmta skipti sem góðgerðarfélagið veitir styrkinn en nú hafa samtals 38 fjölskyldur fengið styrk frá félaginu frá upphafi. Bumbuloní var stofnað árið 2015 í minningu Björgvins Arn- ars, þá sex ára, sem lést 2013 úr sjaldgæfum sjúkdómi. Ásdís Gott- skálksdóttir, móðir Björgvins og stofnandi Bumbuloní, segir stundina hafa verið fallega og hafa einkennst af miklu þakklæti. Styrkjunum er safnað árið um kring, m.a. með sölu á jólakortum og tækifæriskortum með teikningu eft- ir Björgvin. „Maður finnur að þetta er allt þess virði. Þetta er mjög mikil vinna og allt unnið í sjálfboðastarfi en svo uppsker maður fyrir jólin að geta gefið af sér til þessara fjölskyldna sem eiga um sárt að binda,“ segir Ásdís. „Jólin eru fjárfrekasti mánuður ársins og það er ekki létt að vera með langveikt barn. Það er mjög mikil yfirlega og foreldrar eru að ganga í gegnum rosalega erfiðleika og sorg oft á tíðum og þurfa að vera frá vinnu. Svo venjulega er mikil þörf á fjármagni, sérstaklega í des- ember,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Tólf fjölskyldur langveikra barna fengu styrk upp á 233 þúsund krónur hver við styrkveitingu góðgerðarfélagsins Bumbaloní í Lindakirkju í gær. Styrktu langveik börn á aðventunni  Fjölskyldurnar fullar af þakklæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.