Morgunblaðið - 09.12.2019, Page 11

Morgunblaðið - 09.12.2019, Page 11
BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidargudjons@gmail.com Fyrir sex árum hófu óstýrilátar risaeðlur að vera með óvænt uppátæki í aðdraganda jóla á heimili þeirra Óla Arnar Atlasonar og Kar- enar G. Elísabetardóttur á Rekagranda í Reykjavík. Að sögn Óla Arnar hafa risaeðlurnar verið hluti af lífi þeirra og barnanna, Helga Júlíusar 11 ára, Sigríðar Kristínar 9 ára og Einars Atla 5 ára, síðustu árin. Risaeðlurnar hafa lagt það í vana sinn að vera með alls konar uppátæki þegar heimilisfólk er farið að sofa. Byrja þær á uppá- tækjum sínum ár hvert 1. desember en hætta athæfi sínu 10. desember og er það að sögn Óla vegna þess að risaeðlurnar eru hræddar við jólasveinana og þær vilji ekki vera á stjái á sama tíma og þeir. „Þær eru alltaf með eitthvert vesen og það er kærkom- ið þegar þær finna að jólasveinarnir eru að koma. Fyrst um sinn voru þær svolítið ag- gressívar og krakkarnir okkar, Helgi og Sig- ríður, voru fimm og þriggja ára þegar risa- eðlurnar byrjuðu á þessu. Þau voru pínulítið hrædd við þær og við heyrðum stundum í þeim þegar þau báðu risaeðlurnar um að hætta þessu athæfi sínu,“ segir Óli. Vildu henda risaeðlunum Fyrsta árið tóku risaðelurnar upp á því að brjóta aðventukertin og að sögn Óla vildu krakkarnir setja þær í búr eða henda þeim. „Hvað er í gangi, mamma! Ég held að við verðum bara að henda þessum risaeðlum í ruslið, þær eru eitthvað brjálaðar,“ sagði Helgi árið 2013. „Þegar risaeðlurnar varalituðu sig með rándýra varalitnum hennar Karenar þá fannst krökkunum það mjög fyndið en í hvert skipti sem þær skemmdu eitthvað þá fannst krökkunum það óþægilegt og voru jafnvel reið út í þær,“ segir Óli. Í dag er Helgi orðinn 11 ára. Að sögn Óla þykir honum alltaf jafn spennandi að koma fram á morgnana til þess að sjá hverju risa- eðlurnar hafa tekið upp á. Meðal þess sem risaeðlurnar hafa gert er að þekja húsið að innan með klósettpappír. „Svo þola þær ekki fjölpóst og hafa tekið hann, rifið hann í tætlur og dreift út um öll gólf,“ segir Óli. Hann segir að risaeðlurnar hafi róast í seinni tíð. „Í gær bjuggu þær til leikvöll og voru að reyna að fá vasapening fyrir að passa litlu risaeðlurnar,“ segir Óli. Hann segir að risaeðlurnar séu klárar og skemmtilegar og þær endutaki sig sjaldan. Um daginn var Big Lebowski-þema hjá þeim, en í kvikmyndinni er m.a. frægt keilu- atriði sem þær léku eftir. Að sögn Óla er ein risaeðlan Tyr- annosaurus Rex talsvert meiri kjáni en hinar eðlurnar. „Hann misskilur allt. Eitt árið fóru þær í samstarf við bílana og Bubba Byggi og byggðu piparkökuhús. Þá hélt Rex á teikn- ingu af Stonehenge. Það er dæmigert fyrir Rex. Yfirleitt eru allir að vinna vel saman, nema Rex, hann er alltaf á skjön við hina og er pínu taktlaus miðað við það sem er í gangi,“ segir Óli. Hluti af heimilishaldinu Hann segir að krakkarnir furði sig ekki á því hvers vegna aðrir glími ekki við þennan risaeðluvanda. „Þetta mál hefur aldrei komið upp. Krökkunum finnst bara eðlilegt að þetta sé hérna heima. Svo er ýmislegt úr umhverf- inu sem hefur styrkt þessa sögu, eins og t.d. leikföngin úr Toy Story. Þau lifnuðu við,“ segir Óli. Eilíft vesen á risaeðlunum Kvef Risaeðlurnar þurfa að fara vel með sig. Þær geta veikst eins og aðrir. Villibráðarkvöld Risaeðlurnar gerðu eitt sinn vel við sig og höfðu villibráðarkvöld.  Uppátækjasamar risaeðlur eru orðnar eðlilegur hluti heimilishalds fjölskyldu á Rekagranda í að- draganda jóla  Dreifðu klósettpappír um allt hús og brutu aðventukerti  Rex er fremur taktlaus Óli Örn Atlason FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 LEIKFÖNG úr silki Fyrsta silkið! Naghringur úr tré með áföstum silkiklút í regnboga- lit. Litlir fingur ná auðveldlega taki á hringnum og fær barnið að upplifa andstæðurnar í harða trénu og mjúka silkinu. Leiksilki Leiksilki fyrir hugmyndaríkan leik barns er eitt vinsælasta waldorf leikfangið, notað í leikskólum og skólum um allan heim. Silkið er notað í búninga, til að byggja virki, sem himinn eða gras og margt fleira. Létt og flögrandi leikfang sem eykur ímyndunaraflið í skapandi leik. Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.