Morgunblaðið - 09.12.2019, Side 15

Morgunblaðið - 09.12.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Við Reykjavíkurtjörn Mikið mannlíf var við ísilagða Tjörnina í gær. Notuðu sumir tækifærið til þess að skauta á meðan aðrir renndu sér bara á sínum venjulegu kuldaskóm. Árni Sæberg Framsækin stefnu- mótun í samgöngu- málum og mennta- málum er eitt af mikilvægustu verkefn- unum á næstu árum. Þannig verður lands- byggðin álitlegur kostur fyrir ein- staklinga og fyrirtæki þar sem blómlegt at- vinnulíf getur þrifist. Mikil tækifæri liggja í því að efla innviði sem eru til staðar, t.a.m. í höfnum og hafnarmannvirkjum um allt land, og styðja þannig betur við strandsiglingar, útflutning sjáv- arafurða og landbúnaðarafurða og aukna nýsköpun. Ný og öflug fyrirtæki hafa tækifæri til þess að vaxa og dafna í slíkum aðstæðum. Tækifærin eru víða á landsbyggð- inni þar sem sterk og vel fjár- mögnuð fyrirtæki eru með rætur. Stjórnvöld þurfa hins vegar að sinna þessum málum og móta framtíðarsýn til langrar framtíðar fyrir landsbyggðina í þeim mála- flokkum þar sem verðmæti auð- linda landsins á eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Fram undir miðja tuttugustu öldina fóru vöruflutningar til landsbyggðarinnar að mestu leyti fram sjó- leiðina með strönd- inni, enda vegir víða bágbornir á þeim tíma. Með batnandi vegakerfi og auknum kröfum um stuttan flutningstíma færðust vöruflutningar í aukn- um mæli af sjó og yfir á vegi landsins. Á síðustu áratugum hefur vega- kerfi landsins tekið miklum fram- förum. Í árslok 2014 voru tæpir 5.000 km af bundnu slitlagi en að- eins um 300 km fyrir um fjórum áratugum. Miklar breytingar hafa orðið á flutningum á Íslandi síðast- liðna þrjá áratugi, en strandflutn- ingum var sinnt af Ríkisskipum í byrjun tíunda áratugarins sem gerðu út þrjú skip, Öskju, Esju og Heklu, sem höfðu viðkomu í tutt- ugu höfnum hringinn í kringum landið. Árið 1992 voru Ríkisskip lögð niður þar sem útgerðin þótti óhagkvæm í rekstri. Samskip keyptu tvö af skipum Ríkisskipa auk þess sem gert var ráð fyrir að Samskip og Eimskip tækju við stórum hluta af þeim flutningum. Á árinu 1994 var verðlagning flutn- ingsþjónustu gefin frjáls en hún hafði áður verið undir verðlags- ákvæðum. Afleiðingin var aukin samkeppni og samþjöppun en skipafélögin buðu upp á fjölbreytt- ari þjónustu og urðu ráðandi í landflutningum. Fljótlega fór að draga úr áætlunarsiglingum í kringum landið og var þeim hætt að lokum. Samskip hættu árið 2000 og Eimskip árið 2004. Frá þeim tíma hefur innanlandsflutningum aðallega verið sinnt með landflutn- ingum og skipafélögin, auk ann- arra vöruflutningafyrirtækja, byggt upp þéttriðið net sem þjónar flestum byggðum landsins með daglegum ferðum flutningabifreiða. Með bættu vegakerfi og betri samgöngum eru landflutningar orðnir fýsilegri kostur. Flutningar með vöruflutningabifreiðum hafa aukist mjög auk þess sem fyrir- tæki hafa sameinast og stækkað með mikilli samþjöppun aðila á flutningamarkaði. Samfara þessum breytingum hefur flutningskostn- aður aukist verulega umfram hækkun verðlags. Strandflutningar eru þjóðhagslega hagkvæmir Mörg hagræn sjónarmið mæla með því að þungaflutningar séu skattlagðir með sérstökum hætti vegna mikils slits sem þeir valda á vegakerfi Íslands. Það er talið að kostnaður vegna tjóns á þjóð- vegum landsins nemi 800-900 millj. kr. á hverju ári vegna þungaflutn- inga fyrir utan þá miklu hættu sem þungabifreiðar valda í um- ferðinni á þjóðvegum landsins. Einn helsti kostur landflutninga umfram flutninga með gámaskip- um er aukin tíðni vöruafhendinga og ávinningur í þjónustustigi og afhendingarhraða. Aukin tíðni vörusendinga gerir fyrirtækjum á landsbyggðinni kleift að minnka vörubirgðir og lækka verð til neyt- enda. Í arðsemismati á strandflutning- um og landflutningum er hægt að komast að niðurstöðu um að strandflutningar séu arðsamari en landflutningar þegar horft er til lengri tíma. Hagkvæmnin felst í lægri flutningsgjöldum fyrir þjóð- félagið í formi lægri samfélags- kostnaðar. Það er óumdeilt að stórir vöruflutningabílar slíta veg- um á við hundruð smábíla. Hægt er að rökstyðja að sumar vöruteg- undir henta vel til að flytja með strandflutningum, t.a.m. bygging- arvörur, iðnaðarvörur og fullunnar fiskafurðir. Dagvara, ferskvörur og rekstrarvörur munu alltaf krefjast hraða og sveigjanleika í flutningum sem landflutningar bjóða. Stóru skipafélögin byrjuðu að bjóða aftur upp á strandflutninga árið 2013 í tengslum við millilandasiglingar og eftirspurn var töluvert meiri en búist var við í upphafi. Strand- flutningar eru umhverfis- og sam- félagsmál og þjóðhagslega hag- kvæmir þegar horft til lengri tíma með tilliti til sjálfbærni og sam- félagskostnaðar. Eftir Albert Þór Jónsson »Mikil tækifæri liggja í því að efla innviði sem eru til staðar … og styðja þannig betur við strandsiglingar, útflutn- ing sjávarafurða og landbúnaðarafurða og aukna nýsköpun. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Strandflutningar lækka samfélagskostnað og auka verðmætasköpun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.