Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 26
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Óhætt er að segja að lið Stjörnunnar virðist eiga tölvuert inni í Olísdeild karla í handknattleik. Sex leikmenn voru á sjúkralistanum hjá liðinu þeg- ar það gerði jafntefli gegn Aftureld- ingu 30:30 í spennuleik í Mosfells- bænum. Leikmenn beggja liða hafa verið haldnir talsverðri spennufíkn á tímabilinu. Flestir leikir hafa verið spennandi hjá Aftureldingu og Stjarnan hefur gert fimm jafntefli í fyrstu þrettán umferðunum. Þótt liðið hafi oft leikið ágætlega hefur það aðeins unnið tvo leiki og er í 8. sæti. „Mér finnst við hafa tapað stigi í Mosfellsbænum í þeim skilningi að við hefðum getað náð báðum stig- unum. Ég horfði á leikinn aftur í morgun og við vorum pínu klaufar. Aðallega í vörninni því ekki er mikið hægt að setja út á sóknina í leiknum. Mér finnst að við eigum að sýna betri varnarleik en þetta,“ sagði Tandri Már Konráðsson þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Skoraði hann 9 mörk í leiknum og kom Stjörnunni yfir á lokamín- útunni en Þorsteinn Gauti Hjálm- arsson jafnaði fyrir Aftureldingu undir lok leiksins. Hans tíunda mark í leiknum. Afturelding er í öðru sæti í deildinni með 20 stig, þremur á eft- ir Haukum sem eru ósigraðir. Hauk- ar unnu KA sannfærandi 28:22. Deildin mjög skemmtileg Í síðustu umferð fyrir vetrarfríið í deildinni mun Stjarnan glíma við Haukana og Tandri hlakkar til þess að takast á við toppliðið. „Já, klárlega. Ég á von á að breiddin verði aðeins meiri í þeim leik. Ef við getum spilað jafn góða vörn og við gerðum gegn ÍBV eigum við möguleika gegn öllum liðum í deildinni. Þetta er ótrúlega skemmtileg deild og getumunurinn á liðunum er ekki svo mikill þótt tafl- an sýni stundum annað. Maður get- ur aldrei slakað á gegn neinum and- stæðingi og einbeitingin þarf að vera til staðar. Við hlökkum til að mæta Haukum á heimavelli í síðasta leik fyrir jól og vonandi geta einhverjir þeirra sem verið hafa meiddir tekið þátt í leiknum. Við höfum sýnt að mikil stígandi er í okkar leik ef frá er talinn leikurinn gegn Val. Þegar við verðum með fullmannað lið held ég að við verðum mjög hættulegir.“ Hjálpar að gefin séu tvö stig fyrir sigur en ekki þrjú Blaðamaður færir í tal við Tandra öll jafnteflin hjá Stjörnunni og Garðbæingurinn tekur undir að fimm jafntefli í þrettán leikjum séu mjög athyglisverð staða. „Ég hef aldrei lent í öðru eins á mínum ferli og hef ég verið í ellefu ár eða svo í meistaraflokki. Það væri forvitnilegt að vita hvert metið sé yf- ir flest jafntefli í efstu deild. Við get- um þakkað fyrir að ekki séu gefin þrjú stig fyrir sigur eins og í fótbolt- anum. Þá væri þetta enn verra en það er mjög fúlt að gera jafntefli. Því fylgir einkennileg tilfinning og kannski svipuð þeirri að tapa úrslita- leik. Þú færð verðlaun en ert fúll yfir niðurstöðunni,“ sagði Tandri. Íslandsmeistararnir frá Selfossi eru í 3. sæti með 17 stig eftir góðan útisigur á ÍR í Austurbergi 31:29. Komust upp fyrir ÍR með sigrinum en Breiðhyltingar eru með 16 stig eins og FH. Jafntefli varð í Eyjum hjá ÍBV og Fram 23:23. ÍBV er í 7. sæti með 14 stig en Fram í 10. sæti með 8 stig. Fram er stigi á eftir KA og Stjörnunni. HK fékk sín fyrstu stig með sigri á Fjölni, 30:29. Tandri hefur ekki lent í öðru eins  Jafnteflin hjá Stjörnunni orðin fimm Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Breiðholti Selfyssingurinn Magnús Öder Einarsson reynir að halda ÍR- ingnum Björgvini Þór Hólmgeirssyni niðri í orðsins fyllstu merkingu. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 England Everton – Chelsea ................................... 3:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Tottenham – Burnley.............................. 5:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Bournemouth – Liverpool ....................... 0:3 Watford – Crystal Palace ........................ 0:0 Manch. City – Manch. Utd ...................... 1:2 Aston Villa – Leicester ............................ 1:4 Newcastle – Southampton....................... 2:1 Norwich – Sheffield United..................... 1:2 Brighton – Wolves.................................... 2:2 Staðan: Liverpool 16 15 1 0 40:14 46 Leicester 16 12 2 2 39:10 38 Manch.City 16 10 2 4 44:19 32 Chelsea 16 9 2 5 31:24 29 Manch.Utd 16 6 6 4 25:19 24 Wolves 16 5 9 2 23:19 24 Tottenham 16 6 5 5 30:23 23 Sheffield Utd 16 5 7 4 19:16 22 Crystal Palace 16 6 4 6 14:18 22 Newcastle 16 6 4 6 17:23 22 Arsenal 15 4 7 4 21:23 19 Brighton 16 5 4 7 20:24 19 Burnley 16 5 3 8 21:29 18 Everton 16 5 2 9 19:28 17 Bournemouth 16 4 4 8 18:24 16 West Ham 15 4 4 7 17:25 16 Aston Villa 16 4 3 9 23:28 15 Southampton 16 4 3 9 18:35 15 Norwich 16 3 2 11 17:34 11 Watford 16 1 6 9 9:30 9 Þýskaland Sand – Wolfsburg .................................... 0:4  Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Wolfsburg. Leverkusen – Essen ................................ 2:0  Sandra María Jessen var tekin af velli á lokamínútunni hjá Leverkusen. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – FH...................... 19.30 Enski boltinn á Síminn Sport West Ham – Arsenal ................................. 20 Í KVÖLD! HANDBOLTI Olísdeild karla ÍR – Selfoss ........................................... 29:31 ÍBV – Fram........................................... 23:23 Haukar – KA......................................... 28:22 Afturelding – Stjarnan......................... 30:30 Fjölnir – HK ......................................... 29:30 Staðan: Haukar 13 10 3 0 361:324 23 Afturelding 13 9 2 2 364:337 20 Selfoss 13 8 1 4 400:394 17 FH 12 7 2 3 347:326 16 ÍR 13 7 2 4 393:365 16 Valur 12 7 1 4 320:275 15 ÍBV 13 6 2 5 358:343 14 Stjarnan 13 2 5 6 338:356 9 KA 13 4 1 8 351:373 9 Fram 13 3 2 8 314:343 8 Fjölnir 13 2 1 10 338:394 5 HK 13 1 0 12 324:378 2 Olísdeild kvenna ÍBV – HK .............................................. 33:29 Fram – Valur ........................................ 24:19 KA/Þór – Haukar ................................. 21:27 Afturelding – Stjarnan......................... 21:31 Staðan: Fram 11 10 0 1 345:227 20 Valur 11 8 1 2 299:228 17 Stjarnan 11 6 3 2 274:241 15 HK 11 4 2 5 293:307 10 KA/Þór 11 5 0 6 266:307 10 Haukar 11 4 1 6 236:271 9 ÍBV 11 3 1 7 238:274 7 Afturelding 11 0 0 11 205:301 0 Grill 66 deild kvenna Fram U – Selfoss.................................. 26:21 Valur U – HK U.................................... 26:19 Geysisbikar karla 16-liða úrslit: Vestri – Fjölnir ..................................... 68:85 Njarðvík – Keflavík.............................. 68:73 Geysisbikar kvenna 8-liða úrslit: Tindastóll – Haukar ........................... 59:126 Snæfell – Valur ..................................... 62:69 Fjölnir – KR.......................................... 60:79 Njarðvík – Keflavík.............................. 59:88 1. deild karla Sindri – Höttur ..................................... 69:89 Álftanes – Hamar ............................... 93:104 Breiðablik – Skallagrímur ................. 131:89 Snæfell – Selfoss................................. 81:104 1. deild kvenna Keflavík b – ÍR...................................... 75:67 KÖRFUBOLTI Anton Sveinn McKee, úr SH, lauk EM í Glasgow á viðeigandi nótum og tók þátt í því að setja Íslandsmet í boðsundi, 4x50 metra fjórsundi, ásamt Kolbeini Hrafnkelssyni, Kristni Þórarinssyni og Dadó Fenri Jasmínusyni. Syntu þeir á 1:36,97 mínútum. Anton hafnaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi á laugardaginn og setti Norðurlandamet en hann synti á 56,79 sekúndum. Anton keppti þrívegis í úrslitum í mótinu, setti tvö Norðurlandamet og sjö Ís- landsmet. kris@mbl.is Norðurlandamet hjá Antoni Ljósmynd/Simone Castrovillari Methafi Anton Sveinn McKee er með keppnisrétt á ÓL 2020. Samúel Kári Friðjónsson varð í gær norskur bikarmeistari í knatt- spyrnu þegar Viking vann 1:0-sigur gegn Haugesund í úrslitaleik á Ul- levaal, þjóðarleikvangi Norðmanna í Ósló. Það var Zlatko Tripic sem skoraði sigurmarkið á 51. mínútu úr vítaspyrnu. Samúel hóf leikinn á varamannabekknum en kom inná á 76. mínútu. Axel Óskar Andrésson lék ekki með Viking vegna meiðsla.  Aron Sigurðarson skoraði bæði mörk Start sem vann Lillestrøm 2:1 á heimavelli í fyrri leik liðanna í úr- slitaeinvígi um sæti í efstu deild. Bikarmeistari á Ullevaal Morgunblaðið/Eggert Noregur Samúel Kári Friðjónsson vann bikar um helgina. Meistararnir frá 2016, Leicester City, halda sínu striki í ensku úrvals- deildinni. Liðið hefur spilað frábær- lega síðustu tvo mánuðina eða svo og um helgina vann liðið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Leicester heim- sótti Aston Villa og vann 4:1 stór- sigur. Leicester hefur safnað saman 38 stigum í fyrstu sextán umferð- unum og markatalan er 39:10. Enski landsliðsmaðurinn Jamie Vardy skoraði tvívegis og hefur skorað í átta leikjum í röð. Tímabilið 2015-2016 skoraði hann í ellefu leikj- um í röð og hann er allt eins líklegur til að ná því aftur. Þrátt fyrir þessa frammistöðu Leicester þá mun liðið ekki endur- taka leikinn frá 2016 nema toppliðið Liverpool taki upp á því að gefa eft- ir. Liverpool er átta stigum ofar en Leicester og nú með fjórtán stiga forskot á núverandi meistara í Man- chester City. Lið Liverpool er enn taplaust og takist liðinu að komast vel í gegnum hina krefjandi leikja- törn í kringum jól og áramót þá ætti liðinu að takast að ná í sinn fyrsta meistaratitil síðan 1990. Liverpool lenti ekki í neinum vandræðum gegn Bournemouth á útivelli og vann 3:0. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur auk þess dreift álaginu ágæt- lega að undanförnu og því ætti liðið að geta haldið dampi þegar líður á tímabilið. Liverpool hafði betur í fyrri viðureigninni gegn Leicester. Liðin mættust fyrir tveimur mán- uðum á Anfield og vann Liverpool 2:1 með sigurmarki James Milner úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Liver- pool hefur aðeins tapað tveimur stig- um í fyrstu sextán leikjunum. City er svo gott sem úr leik í kapphlaupinu um titilinn en liðið tapaði á laugardaginn fyrir United 2:1 í grannaslagnum í Manchester og það á heimavelli. United er með 24 stig í 5. sæti. Marcus Rashford og Anthony Martial komu United í 2:0 í fyrri hálfleik en Nicolas Otamendi minnkaði muninn fyrir City í þeim síðari. Óvæntur sigur Everton Chelsea sem er í 4. sæti tapaði býsna óvænt fyrir Everton í Liver- pool. Stjóralaust lið Everton vann 3:1 og lék Gylfi Þór Sigurðsson allan leikinn með Everton. Ekki vantaði þó mann með sterka nærveru á hlið- arlínuna en harðjaxlinn Duncan Ferguson stýrir Everton-liðinu tímabundið. Hinum umtalaða José Mourinho hefur tekist að kveikja neista hjá Tottenham Hotspur. Liðið hefur náð sér á strik og er nú stigi á eftir Unit- ed og Wolves. Tottenham burstaði Burnley 5:0 í London en Burnley saknar enn Jóhanns Bergs Guð- mundssonar sem er meiddur. Mesta athygli vakti frábært mark Heung- Min Son eftir einstaklingsframtak og mikinn sprett. Mourinho var lauf- léttur að leiknum loknum og sagði son sinn aldrei kalla Son annað en Sonaldo. kris@mbl.is Áttundi sigur Leicester í röð  Því miður fyrir meistarana 2016 þá gefur Liverpool hins vegar ekkert eftir AFP Fögnuður Jamie Vardy er (marka)hrókur alls fagnaðar hjá Leicester. Hann hefur sýnt að framganga hans 2015-16 var ekki einangrað tilvik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.