Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður
í handknattleik, átti enn einn stórleik-
inn á tímabilinu er Lemgo vann 29:24-
sigur á Nordhorn í þýsku 1. deildinni.
Íslenski hornamaðurinn var marka-
hæstur á vellinum með ellefu mörk og
komu fjögur þeirra af vítalínunni.
Bjarki er markahæsti maður deild-
arinnar með 123 mörk, tíu mörkum
meira en Uwe Gensheimer hjá Rhein-
Neckar Löwen.
Alexander Petersson skoraði eitt
mark fyrir Rhein-Neckar Löwen sem
vann 28:21-heimasigur gegn Göpp-
ingen í þýsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gær. Kristján Andrésson er þjálf-
ari Rhein-Neckar Löwen sem fer með
sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar
í 24 stig eftir sextán leiki. Ljónin eru
með jafn mörg stig og Flensburg og
topplið Kiel sem vann 29:27-
heimasigur gegn Minden.
Keflavík tryggði sér síðasta sætið í
undanúrslitum Geysisbikars kvenna í
körfuknattleik er liðið vann sannfær-
andi útisigur á grönnum sínum í Njarð-
vík, 88:59, í gær. Njarðvík leikur í 1.
deild og Keflavík í úrvalsdeild. Daniela
Wallen skoraði 17 stig og tók 11 frá-
köst fyrir Keflavík. Á laugardag kom-
ust KR, Valur og Haukar einnig í
undanúrslitin sem fram fara í Laug-
ardalshöll.
María Finnbogadóttir og Katla
Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi
Akureyrar, sem báðar eru í B-
landsliðshópi Íslands í alpagreinum,
náðu ágætis árangri á alþjóðlegum
mótum, FIS-mótum, í Austurríki og á
Ítalíu á laugardag en þær bættu báðar
FIS-stigin sín verulega. María hafnaði í
ellefta sæti á móti í Austurríki þar sem
hún fékk 45,22 FIS-stig en Katla Björg
hafnaði í níunda sæti á móti á Ítalíu
þarsem hún fékk 69,77 FIS-stig.
Vladimir Kolek og Sami Lehtinen,
landsliðsþjálfarar karla í íshokkíi, hafa
valið lokahópinn sem tekur þátt í und-
ankeppni Ólympíuleikanna 2022 í
Rúmeníu 12.-15. desember 2019. Þátt-
tökulönd auk Íslands eru Rúmenía, Ísr-
ael og Kirgistan. Sigurvegarar riðilsins
taka þátt í þriðju umferð undan-
keppninnar í febrúar á næsta ári.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Kirgistan
fimmtudaginn 12. desember klukkan
13, annar leikurinn gegn Ísrael er dag-
inn eftir á sama tíma og er lokaleik-
urinn gegn Rúmeníu klukkan 17 næst-
komandi sunnudag. Hópinn er að finna
mbl.is/sport.
Kolos Kovalivka vann sannfærandi
4:0-heimasigur á SK Dnipro-1 í úkra-
ínsku úrvalsdeildinni í fótbolta um
helgina. Árni Vilhjálmsson fór á kost-
um í liði Kovalivka. Árni skoraði fyrsta
markið úr víti á 14. mínútu og var
staðan í hálfleik 1:0. Árni var aftur á
ferðinni á 52. mínútu og
breytti stöðunni í 2:0.
Kovalivka bætti við
tveimur mörkum
og vann sann-
færandi sig-
ur. Íslenski
framherjinn
hefur farið vel
af stað með Ko-
valivka og skor-
að þrjú mörk í
þremur leikjum
síðan hann gekk í
raðir félagsins frá
Nieciecza í Pól-
landi.
Eitt
ogannað
Í SAFAMÝRI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Lið Fram hefur verið afar sannfær-
andi í Olís-deild kvenna í handknatt-
leik sem af er tímabilinu. Framarar
undirstrikuðu það með sannfærandi
sigri á Íslands- og bikarmeisturum
Vals 24:19 á heimavelli í laugardag.
Fram er í efsta sæti deildarinnar
með 20 stig og er nú með þriggja
stiga forskot á Val. Fram hefur unn-
ið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum.
„Ég er í fyrsta lagi ánægður með
að vera á toppnum. Ég er einnig af-
ar ánægður með að við erum líka í
efsta sæti í Grill66-deildinni vegna
þess að þar eru ungu leikmennirnir
okkar. Þær eru á varamannabekkn-
um í meistaraflokki en þær eru
einnig efstar og við erum að byggja
upp til framtíðar þar. Ég er mjög
ánægður með að vera á toppnum á
báðum stöðum og finnst það flott,“
sagði Stefán Arnarson, þjálfari
Fram, þegar Morgunblaðið ræddi
við hann.
Að loknum fyrri hálfleik var stað-
an 11:10 fyrir Fram. Í upphafi síðari
hálfleiks var vörnin hjá Fram afar
öflug og tókst að setja sóknarleik
Vals úr skorðum. Framarar nýttu
sér það og náðu fimm marka for-
skoti. Lögðu þar grunninn að sigr-
inum en Val tókst ekki að hleypa
verulegri spennu í leikinn á loka-
kaflanum.
„Við spiluðum nokkuð vel á heild-
ina litið. Við spiluðum góða vörn,
sérstaklega í seinni hálfleik. Hafdís
varði það sem kom á markið og við
fengum hraðaupphlaup. Eftir það
varð þetta auðveldara. Þegar for-
skotið var orðið fimm mörk þá var
mér farið að líða ágætlega,“ sagði
Stefán ennfremur.
Meiri andlegur styrkur?
Sjálfstraustið er gott í Framliðinu
um þessar mundir og Þórey Rósa
Stefánsdóttir gat þess í viðtali á
mbl.is að leikmenn liðsins væru and-
lega sterkari en á síðasta tímabili.
Góður heildarbragur var á frammi-
stöðunni hjá Fram að þessu sinni.
Vörnin gekk betur hjá Val en
sóknin en leikmenn liðsins voru þó
stundum lengi að skila sér til baka í
vörnina. Rétt er að geta þess að lið
meistaranna var laskað. Arna Sif
Pálsdóttir glímir við hnémeiðsli og
þarf að hvíla næstu vikurnar. Þá fór
Lovísa Thompson meidd af velli á 8.
mínútu en hún varð fyrir meiðslum
á æfingu fyrir helgi. Ekki er því
heppilegt að dæma Valsliðið af þess-
um leik en þó er ljóst að Fram hefur
verið besta liðið á Íslandsmótinu til
þessa. Hvar þessi lið verða stödd
þegar líður á veturinn skiptir hins
vegar mestu máli en almennt er bú-
ist við því að þau muni takast á í úr-
slitarimmu um titilinn þegar þar að
kemur.
Toppliðið sannfærandi
Fram með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar Nokkuð öruggur sigur
á Íslands- og bikarmeisturunum Fram á toppnum í tveimur deildum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimasigur Framarinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í skotfæri en til varnar er Íris Björk Símonardóttir.
Gott gengi Keflvíkinga í körfu-
knattleik karla heldur áfram. Liðið
er komið í 8-liða úrslit í Geysis-
bikarnum eftir sigur á erkifjend-
unum í Njarðvík á útivelli 73:68.
Khalil Ullah Ahmad var stigahæst-
ur hjá Keflavík með 29 stig og
Wayne Martin hjá Njarðvík með 14
stig. Njarðvíkingar fengu mörg
tækifæri til að saxa á forskotið á
lokakaflanum en nýttu þau ekki.
Stjarnan, Tindastóll, Valur, Þór
Akureyri, Grindavík, Sindri, Fjöln-
ir og Keflavík eru einnig komin
áfram í 8-liða úrslit. kris@mbl.is
Keflavík vann
grannaslaginn
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfarinn Hjalti Þór Vihjálmsson
er að gera góða hluti í Keflavík.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr
Leyni, hafnaði í 71. sæti á stigalista
Evrópumótaraðarinnar í golfi. Hún
verður þar af leiðandi með takmark-
aðan keppnisrétt á mótaröðinni á
næsta ári. 70 efstu á stigalistanum
endurnýja fullan keppnisrétt fyrir
næsta ár og Valdís því aðeins einu
sæti frá því.
Valdís hafnaði í 50. sæti á loka-
móti mótaraðarinnar sem fram fór í
Kenía í Afríku. Lék hún hringina
fjóra á 76-74-69-77 og var samtals á
átta yfir pari. Valdís keppti á sextán
mótum á mótaröðinni. kris@mbl.is
Aðeins einu sæti
frá takmarkinu
Ljósmynd/LET
71. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir fær
takmarkaðan keppnisrétt.
Safamýri, Olísdeild kvenna, laug-
ardaginn 8. desember 2019.
Gangur leiksins: 1:1, 5:2, 6:5, 7:6,
8:8, 11:10, 14:10, 15:12, 18:15,
20:15, 22:16, 24:19.
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir
9/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4,
Steinunn Björnsdóttir 4, Hildur
Þorgeirsdóttir 3, Kristrún Stein-
þórsdóttir 2, Ragnheiður Júl-
íusdóttir 1, Perla Ruth Albersdóttir
1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir
11/1, Katrín Ósk Magnúsdóttir 1/1.
FRAM – VALUR 24:19
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Vals: Sandra Erlingsdóttir
5/3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4/2,
Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Díana
Dögg Magnúsdóttir 3, Lovísa
Thompson 1, Auður Ester Gests-
dóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Vig-
dís Birna Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Sím-
onardóttir 14.
Utan vallar: 6 mínútur
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson.
Áhorfendur: 243.
Þórir Hergeirsson og hans konur
eru í harðri baráttu um að komast í
undanúrslitin á heimsmeistaramóti
kvenna í handknattleik sem fram fer
í Kumamoto. Noregur er í geysilega
sterkum miðriðli en fór vel af stað í
honum í gær með því að vinna Dan-
mörku 22:19. Þýskaland vann Hol-
land 25:23 og er með 5 stig. Noregur
og Holland með 4 stig. Suður-Kórea
og Serbía eru með 2 stig og Dan-
mörk 1 stig en Dönum tókst að skilja
Evrópumeistara Frakka eftir og
komast í milliriðil.
Norðmenn eru búnir að mæta
Hollendingum þar sem liðin voru
saman í riðli. Noregur á eftir að leika
gegn Þýskalandi og S-Kóreu. Nor-
egur og Þýskaland mætast í síðustu
umferð milliriðilsins á miðvikudag
og sá leikur gæti orðið rosalegur.
Noregur hafði þriggja marka for-
skot að loknum fyrri hálfleik gegn
Dönum, 12:9, eftir að hafa skorað sex
síðustu mörkin í fyrri hálfleik.
Danir náðu aldrei að jafna í seinni
hálfleik en staðan var þó 20:19 þegar
þrjár mínútur voru eftir. Silja Sol-
berg, markvörður Norðmanna, var
valin maður leiksins en hún varði
mikilvæg skot á lokakaflanum.
Emilie Hegh Arntzen skoraði 5
mörk fyrir Noreg, Stine Bredal
Oftedal og Camilla Herrem 4 mörk
hvor. Hjá Dönum voru Lotte Grigel
og Mie Hojlund markahæstar með 4
mörk hvor.
Í milliriðli II er Rússland efst með
6 stig, Spánn er með 5 og Svartfjalla-
land 4. Svíþjóð kemur næst með 3
stig en Japan og Rúmenía eru án
stiga. kris@mbl.is
AFP
Þórir Stundum þarf að láta í sér
heyra á hliðarlínunni.
Noregur í mikilli baráttu