Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 32
Útgáfu viðamikillar bókar um mynd-
listarferil Sigríðar Björnsdóttur,
sem einnig er kunn sem braut-
ryðjandi í listþerapíu, verður
fagnað í Ásmundarsal í dag kl.
18. Í bókinni er fjöldi verka frá
árunum 1950-2019. Megingrein
bókarinnar skrifar Aðalsteinn Ing-
ólfsson og fjallar hún um einstök
tímabil á ferli Sigríðar, helstu áhrifa-
valda, og sérstöðu í myndlistinni.
Fagna útgáfu bókar
um myndverk Sigríðar
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins á
mínum ferli og hef ég verið í ellefu
ár eða svo í meistaraflokki. Við get-
um þakkað fyrir að ekki séu gefin
þrjú stig fyrir sigur eins og í fót-
boltanum,“ segir Tandri Már Kon-
ráðsson, leikmaður Stjörnunnar
sem gerði sitt fimmta jafntefli í Ol-
ís-deildinni á laugardag þegar liðið
mætti Aftureldingu. »26
Fimmta jafnteflið
í þrettán leikjum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Fram hefur þriggja stiga forskot á
toppi Olís-deildar kvenna í hand-
knattleik eftir góðan sigur á Ís-
lands- og bikarmeisturum Vals í
Safamýri í gær, 24:19. Sigur Fram
var sannfærandi en forföll settu
svip sinn á Valsliðið. Hafa Framarar
þá unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum
sínum í deildinni. Valur er
þremur stigum á
eftir og
Stjarnan
fimm
stigum.
»27
Fram náði þriggja
stiga forskoti á Val
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í tilefni 60 ára afmælis Þóris Jökuls
Þorsteinssonar, sóknarprests og að-
stoðarprófasts í Larvíkurprófasts-
dæmi í Noregi, kom út afmælisritið
Jökla með greinum sem nokkrir sam-
ferðamenn hans og kollegar skrifuðu.
Umfjöllunarefnið er kristin kirkja,
trú og guðfræði.
Þórir tók fyrst að sér prestsþjón-
ustu í Noregi vorið 2013 og hefur ver-
ið í föstu starfi í Larvíkurprófasts-
dæmi undanfarin nær sex ár. Áður
var hann sendiráðsprestur í Kaup-
mannahöfn, prestur fyrir Íslendinga í
Danmörku í nær áratug, og þar áður
sóknarprestur á Selfossi.
„Það er aldrei auðvelt að koma inn
í nýtt umhverfi, alltaf áskorun,“ segir
hann. Bætir við að þó hann hafi verið
altalandi á dönsku sé danska ekki
norska. „En fólkið tók sérstaklega vel
á móti mér og það gerði útslagið.
Þetta hefur verið ánægjuleg sam-
fylgd og ég kann vel við mig.“
Þórir segir að í bankahruninu hafi
íslenska kirkjan ákveðið að leggja
niður embættin í útlöndum til þess að
spara peninga. „Þá breyttist ég í túr-
ista yfir nótt.“ Þar sem Danir vilji
danskmenntaða presta hafi ekki verið
um auðugan garð að gresja í Dan-
mörku og ekki hafi staðan verið betri
á Íslandi. Hann hafi heyrt af íslensk-
um prestum, sem hafi fengið embætti
í Noregi og látið vel af og því ákveðið
að láta á það reyna. „Þetta varð
niðurstaðan og ég sé ekki eftir því að
hafa komið hingað.“ Hann bætir við
að tala megi með allskonar hætti um
prestskap og kristilega þjónustu, en
dýrmætast sé að mæta fólki sem
þiggur prestinn sem þjón sinn. „Fólk
hefur komið óumbeðið og fært mér
hlöss af eldiviði til að tryggja að
prestinum verði ekki kalt,“ segir
hann um viðmótið.
Valinn hópur
Vinir Þóris stungu upp á við hann
að gefa út fyrrnefnt afmælisrit og tók
hann áskoruninni. „Ég stóð að miklu
leyti í þessu sjálfur og fékk nokkra
vini og kunningja sem hafa reynst
mér vel og haft þýðingu í lífi mínu, til
þess að skrifa.“
Greinahöfundar eru Kristján
Valur Ingólfsson, biskup emeritus,
sem ritar inngangsorð, Jan Otto
Myrseth, biskup í Tunsberg-
biskupsdæmi í Noregi, Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur,
Stefán Karlsson, guðfræðingur og
framhaldsskólakennari, Kristinn
Ólason, sóknarprestur í Noregi,
Gunnlaugur Andreas Jónsson pró-
fessor, Jón Sigurðsson, fyrrverandi
ritstjóri, skólastjóri, seðlabanka-
stjóri og ráðherra, og Gunnar Jó-
hannesson sóknarprestur. Jón
Pálsson, guðfræðingur, rithöf-
undur og þýðandi, er ritstjóri bók-
arinnar og í henni er smásaga eftir
hann. Eins eru þar nokkrar vísur af
trúarlegum toga eftir afmælis-
barnið, en Höfundaútgáfan ann-
aðist úgáfuna.
„Mér finnst bókin vera perla, af-
skaplega vel lukkuð,“ segir Þórir.
„Hún á erindi við samtímann. Rætt
er um stöðu kirkjunnar og trúar-
innar og áskoranir sem við stöndum
frammi fyrir. Fræðigreinar eru á því
máli að allir geta dýpkað skilning
sinn með því að lesa þær.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestur Þórir Jökull Þorsteinsson hefur verið í föstu starfi í Larvíkurprófastsdæmi í Noregi undanfarin nær sex ár.
Staða kirkju og trúar
Jökla tilefni 60 ára afmælis Þóris Jökuls Þorsteinssonar
Segir ritið vera perlu og eiga erindi við samtímann
Enzymedica býður uppá öflugustu
meltingarensímin á markaðnum en
einungis eitt hylki með máltíð getur
öllu breytt.
Betri melting – betri líðan
l Ensím eru nauðsynleg fyrir
meltingu og öll efnaskipti líkamans.
l Betri melting, meiri orka, betri líðan!
l 100% vegan hylki.
l Digest Basic hentar fyrir börn
Gleðilega
meltingu
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.