Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  302. tölublað  107. árgangur  STRÁKAR ERU LÍKA TILFINN- INGAVERUR ÞAÐ SEM STÓÐ UPP ÚR Á ÁRINU KLÁRAÐI STÚDENTINN Á FIMM ÖNNUM KLASSÍKIN 2019 32 GUNNHILDUR FRÍÐA 10SIGGA DÖGG 12 Sannkölluð jólastemning var í Bláfjöllum á öðrum degi jóla í gær en í kringum tvö þúsund gestir sóttu skíðasvæðið. „Það var alveg magnað hvað þetta gerðist á stuttum tíma. Það hrúgaðist inn fólk. Við vorum búin að setja í gang alla- vega klukkan hálfellefu því fólk var komið hingað klukkan tíu og beið bara,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöll- um. Hann segir að þrátt fyrir að veðrið hafi versnað til muna eftir klukkan tvö hafi fæstir látið það á sig fá, hvorki full- orðnir né börn. »4 Fjölmargir skemmtu sér á skíðum á öðrum degi jóla Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Ekki er sýnilegur ábati af stofnun hálendisþjóðgarðs þegar ofur- áhersla er lögð á að stöðva nýtingu fallvatna eins og meginmarkmið virðist vera. Þetta segir Páll Gísla- son hjá Fannborg ehf. sem starf- rækir ferðaþjónustu í Kerlingar- fjöllun. Hann hefur ýmsar efa- semdir um stofnun þjóðgarðs sem nú er í undirbúningi, svo sem að ávinningurinn af starfseminni sé jafn mikill og sumir telji. Nær sé að fela sveitarfélögum og einkaaðilum umsjón og eftirlit með svæðum á hálendinu þar sem blönduð land- nýting sé farsæl leið. » 2 Efast um stofnun þjóðgarðs á hálendi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kerlingarfjöll Dulúð í Hveradölum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hagsmunir fjöldans verða að ráða þegar komið er upp mannvirkjum sem tryggja eiga öryggi og lífsgæði í byggðum landsins. Ekki gengur upp að réttur landeigenda sé svo sterkur að þeir hafi algert neit- unarvald um framkvæmdir í sínu eignarlandi skipti þær miklu fyrir almenning. Því þarf að endurskoða þá löggjöf sem gildir um helstu inn- viði samfélagsins og greina stöðuna með tilliti til þjóðaröryggis. Þetta segir Njáll Trausti Frið- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks í Norðausturkjördæmi, sem hefur óskað eftir skýrslu stjórn- valda um stöðu þessara mála. Til- efnið er þær raskanir sem urðu til dæmis í raforkumálum í óveðrinu nú í desember, þar sem rafmagns- laust var um lengri tíma á ýmsum stöðum á Norðurlandi. Slík var raunin á Dalvík og þar í kring eftir að íshlaðnar rafmagnlínur brustu. Njáll Trausti segir nauðsynlegt að styrkja allt flutningskerfi raf- orku á norðanverðu landinu, það er frá Blönduvirkjun að Fljótsdals- stöð. Í ofsaveðrinu á dögunum hafi staðið tæpt að rafmagn færi af Akureyri, sem á tímabili fékkst aðeins í með Kröflulínu 1. Nauðsyn- legt sé því að styrkja raforkuflutn- inga frá Blöndustöð til Akureyrar með línu í gegnum Skagafjörð en í héraði hefur verið mikil andstaða við þau áform. Orkuskortur sé nú vandamál í Eyjafirði. Styrkja þarf rétt og öryggi fjöldans  Þingmaður segir nauðsynlegt að styrkja raforkuflutninga MÞjóðaröryggi »4 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orka Rafmagnsmöstur í snjónum. Útlit er fyrir að um 231 þúsund tonn af úrgangi muni hafa borist SORPU bs. í lok árs samkvæmt bráðabirgða- áætlun SORPU. Er það 12% minna en í fyrra þegar sorpfyrirtækinu barst 263 þúsund tonn af úrgangi. Er þetta í fyrsta sinn sem magn úr- gangs sem berst til SORPU hefur dregist saman síðan 2013. Björn Halldórsson, framkvæmda- stjóri SORPU bs., staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið en hann segir að samdráttinn megi rekja að mestu til versnandi efnahagsástands í landinu. »6 Morgunblaðið/Þorkell Úrgangur SORPA býst við 231 þús- und tonnum af úrgangi í ár. Úrgangur 12% minni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.