Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
SÉRSTÖK FORSÝNING
30. DES KL. 22.20
Klassískir
tónleikar ársins
Tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, Ríkarður Örn Páls-
son, rýndi á árinu sem senn er að líða í sinfóníutónleika,
kammertónleika og óperuverk. Hann velur hér hápunkta
ársins úr hópi þeirra viðburða sem hann skrifaði um.
Kammertónleikar í Eldborg Hörpu 20. október
Joshua Bell á fiðlu og Alessio Bax á píanó. Verk
eftir F. Schubert, C. Franck, J.S. Bach, E. Ysaye,
C. Schumann, H. Wieniawski og F. Chopin.
„Verkefnaval kvöldsins var nokkuð vítt og
spannaði allt frá síðbarokki til síðróman-
tíkur. Fyrst sjaldheyrt en krefjandi Rondó í
h-moll D 895 frá næstsíðasta aldursári Schu-
berts, er flutt var með neistandi tilþrifum.
[…] Kastaði leikur Bells þar [í sónötu eftir
Ysaye] sannkölluðum tólfum með lýtalausri
tæknifimi og heillandi innlifun – og af
þvílíkum þrótti að stappaði nærri suðupunkti
eftir viðbrögðum hlustenda að dæma.“
Af þýðum þrótti
Kammertónleikar í Norðurljósum 24. febrúar
Strokkvartettinn Siggi flutti verk eftir W.A. Mozart,
A. Webern, Í. Stravinskíj og L. van Beethoven.
„ [D]agskráin var ekki aðeins sérlega fjöl-
breytt heldur í ofanálag flutt af viðtækum
glæsibrag. T.a.m. – svo aðeins ein hlið sé
nefnd – að styrkleikablæ; einn af mörgum
,parametrum‘ sem hurfu í rafmengun rokk-
væðingar. Hugsanlega fremsti strokkvartett
landsmanna í dag, „Siggi“, lék sér nefnilega
ósjaldan að því að laða fram jafnt dulúð sem
kímni með því að gæla við fíngerðustu styrk-
brigði þá tilefni gafst […] Þar sem víðar birt-
ist fáguð spilamennska Siggverja fram í
fingurgóma. Þó skorti hvorki kraft né rögg
þegar með þurfti.“
Steinaldardaður
Íslenska óperan í Eldborg Hörpu 9. mars
La traviata eftir Giuseppe Verdi. Leikstjóri: Oriol
Tomas. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarna-
son. Aðalhlutverk: Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar
Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson.
„Og þó að framlag flestra einsöngvara, ásamt
eldhressum söng Óperukórsins (að ógleymd-
um sveiflandi dansi), stæði í mörgu upp úr,
ber ekki sízt að nefna sérlega hnitmiðaðan
leik hljómsveitar, jafnt að styrkrænu sam-
vægi sem hrynrænni skerpu, er hlaut að upp-
hefja flest á sviði í sannfærandi heildar-
upplifun. […] Einsöngvarar hinna þriggja
aðalhlutverka […] stóðu sig oftast afburðavel
og náðu að draga fram persónueinkenni sín
af tilhöfðandi fjölbreytni. […] Undirtektir
voru eftir því hlýjar. Enda ekki að sökum að
spyrja. Íslenzka óperan lifir enn – og eftir
þessu að dæma á bullandi uppleið!“
Tímalaus samhygð
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg 7. nóv.
Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó og Radovan
Vlatkovic á horn. Stjórnandi Daníel Bjarnason.
Verk eftir Edvard Grieg, Daníel Bjarnason, Wolf-
gang Amadeus Mozart og Jean Sibelius.
„Það var því jafn óvænt sem ánægjuleg upp-
lifun að víða leifturspræk tónsmíðin [Proces-
sions] leyfði sér ekki aðeins „gamaldags“
melódísk tilþrif og tónala harmóník annað
slagið, heldur einnig púlshryn ásamt nærri
gerzkri dulúð til ágóða fyrir skerpandi and-
stæður – oft í litríkri orkestrun er sameinaði
fornt og nýtt í sannfærandi heild með allt frá
bljúgri blíðu í krassandi ómstreitur.“
Framrás til
landsuðurs
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg 24. október
Matthew Truscott konsertmeistari á fiðlu. Stjórnandi
Matthew Halls. Verk eftir Bach, Muffat, Händel,
Walpurgis, von Braunschweig-Wolfenbüttel og Haydn.
„Við hæfi fámenn hljómsveit (26) lék […] stand-
andi (burtséð frá sellistum og semballeikara) og
ekki laust við að hafi örvað þrótt og snerpu und-
ir stjórn enska konsertmeistarans. Allavega
flugu forleikur og sex eftirfarandi franskir
dansþættir áreynslulaust um Eldborg af smit-
andi þokka. […] Landi Truscotts, Matthew
Halls, sá síðan um hljómsveitarstjórn það sem
eftir var og sýndi innsæja túlkun […] með víð-
feðmum styrkbrigðum“
Glóir í gleymdum
glæðum
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg 23. maí
Jean-Yves Thibaudet á píanó. Stjórnandi Osmos
Vänskä. Verk eftir Kaija Saariaho, James Mac-
Millan og Ludwig van Beethoven.
„Furðu litríkt nútímaverk á okkar rímlausu
skeggöld, glæsilega stjórnað og spilað af
hrífandi natni og innlifun. Kunnu hlust-
endur að sama skapi gott að meta eftir und-
irtektum að dæma, og þakkaði Thibaudet
fyrir sig með aukalagi, Pavönu Ravels fyrir
látna Spánarprinsessu, af óhætt að segja
víðfeðmri snilld. […] Osmo brást né heldur
hér frekar en áður. Blessunarlega laust við
nútískumótaðar tempóýkjur uppruna-
hyggju fék verkið að njóta sín til skáld-
legrar fullnustu með m.a. spennuþrunginni
lágdýnamík […]“
Talnaband á fullu fjöri