Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 30
30 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 England Everton – Burnley ................................... 1:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton.  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 68. mínútu. Tottenham – Brighton ............................. 2:1 Bournemouth – Arsenal .......................... 1:1 Aston Villa – Norwich .............................. 1:0 Chelsea – Southampton........................... 0:2 Crystal Palace – West Ham .................... 2:1 Sheffield United – Watford ..................... 1:1 Manchester Utd – Newcastle.................. 4:1 Leicester – Liverpool............................... 0:4 Staðan: Liverpool 18 17 1 0 46:14 52 Leicester 19 12 3 4 41:18 39 Manch.City 18 12 2 4 50:20 38 Chelsea 19 10 2 7 33:27 32 Sheffield Utd 19 7 8 4 23:17 29 Manch.Utd 19 7 7 5 30:23 28 Wolves 18 6 9 3 26:22 27 Tottenham 18 7 5 6 32:26 26 Crystal Palace 19 7 5 7 17:21 26 Newcastle 19 7 4 8 19:28 25 Arsenal 19 5 9 5 25:28 24 Burnley 19 7 3 9 23:30 24 Everton 19 6 4 9 21:29 22 Southampton 19 6 3 10 23:37 21 Brighton 18 5 5 8 21:26 20 Bournemouth 19 5 5 9 20:26 20 West Ham 18 5 4 9 20:30 19 Aston Villa 19 5 3 11 25:33 18 Watford 19 2 7 10 12:33 13 Norwich 19 3 3 13 19:38 12 B-deild: Cardiff – Millwall .................................... 1:1  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 73 mín- úturnar fyrir Millwall. Staða efstu liða: WBA 24 14 9 1 47:25 51 Leeds 24 14 5 5 36:16 47 Preston 24 12 5 7 36:27 41 Brentford 24 12 4 8 37:19 40 Ítalía B-deild: Entella – Spezia ....................................... 0:0  Sveinn Aron Guðjohnsen fór af velli í uppbótartíma hjá Spezia. KNATTSPYRNA Enski boltinn á Síminn Sport Wolves – Manchester City................... 19.45 Í KVÖLD! HANDBOLTI Þýskaland Göppingen – Kiel ................................. 26:27  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla. Lemgo – Erlangen............................... 34:32  Bjarki Már Elísson skoraði 14 mörk fyr- ir Lemgo.  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Bergischer – RN Löwen ..................... 26:29  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki.  Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr- ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Melsungen – Balingen ........................ 36:23  Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. Hannover-Burgdorf – Stuttgart ....... 32:19  Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart. Wetzlar – Ludwigshafen .................... 26:23  Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar. Nordhorn – Magdeburg ..................... 21:27  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. B-deild: Hamm – Bietigheim ............................ 33:36  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Lübeck-Schwartau – Krefeld ............ 30:23  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 1 mark fyrir Lübeck-Schwartau. Hamburg – Ferndorf .......................... 20:24  Aron Rafn Eðvarðsson varði 6 skot í marki Hamburg. Svíþjóð Helsingborg – Kristianstad................ 28:30  Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 2. Redbergslid – Alingsås....................... 25:25  Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Alingsås. Evrópudeildin Alba Berlín ........................................... 81:56  Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín með 18 stig og gaf auk þess 3 stoðsendingar. NBA-deildin Toronto – Boston.............................. 102:118 Philadelphia – Milwaukee................ 121:109 Golden State – Houston................... 116:104 LA Lakers – LA Clippers................ 106:111 Denver – New Orleans..................... 100:112 KÖRFUBOLTI ENSKI BOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Spurningin virðist vera hvenær, en ekki hvort Liverpool verður enskur meistari í fótbolta á tíma- bilinu eftir þriggja áratuga bið. Lið- ið vann enn og aftur í ensku úrvals- deildinni í gærkvöldi, og það sannfærandi á útivelli gegn Leicest- er sem situr í öðru sæti, 4:0. Sig- urinn hefði getað orðið enn stærri, en því betri sem andstæðingurinn er, því betur virðist Liverpool spila. Liðið gerir nóg gegn minni spá- mönnum og sýna svo sparihliðarnar í stóru leikjunum. Það er erfitt að sjá nokkurt lið stöðva hraðferð Liv- erpool í áttina að Englands- meistaratitlinum. Leicester virtist mæta Liverpool á góðum tímapunkti, þar sem topp- liðið fór til Katar í síðustu viku að spila í heimsbikar félagsliða. Það var ekki að sjá ryð hjá lærisveinum Jürgen Klopp, þar sem það var með ólíkindum að staðan væri bara 1:0 í hálfleik. Liverpool skapaði sér hvert góða færið á fætur öðru og að lokum átti Leicester einfaldlega engin svör. Trent Alexander-Arnold er orðinn einn besti bakvörður heims. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði svo fjórða markið sjálfur til að full- komna magnaðan leik. Liverpool á leik til góða og getur því náð sextán stiga forskoti á keppi- nauta sína. Staðan er svo góð að meira að segja svartsýnustu menn eru væntanlega farnir í það minnsta að íhuga að setja kampavínið inn í kæli. Haldi Liverpool áfram að spila líkt og liðið gerði í gær, mun ekkert lið komast nálægt liðinu þegar upp er staðið. Leicester hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum að liðið er klassa fyrir neðan Manchester City og Liv- erpool og getur Brendan Rodgers farið að einbeita sér að því að ná einu af fjórum efstu sætunum, sem væri samt sem áður magnaður árangur. United í miklu stuði Manchester United átti einn sinn besta leik á tímabilinu er liðið keyrði algjörlega Newcastle á heimavelli og vann að lokum 4:1-sigur. Matt Long- staff skoraði sitt annað mark á ferl- inum og sitt annað mark gegn Unit- ed er hann kom Newcastle yfir snemma leiks, en United svaraði af miklum krafti og hefði sigurinn get- að orðið miklu stærri. Sigurinn var afar kærkominn hjá United, þar sem liðið hefur átt í miklum erfiðleikum með liðin fyrir neðan sig. Lærisveinar Ole Gunnars Sol- skjær eru komnir í heljarinnar bar- áttu um sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem Chelsea og Sheffield United misstigu sig bæði. United er nú með 28 stig, aðeins fjórum minna en Chelsea, sem er í fjórða sæti. Che- lesa hefur tapað þremur af síðustu fjórum og haldi United-menn áfram á sigurbraut á næstu vikum, gæti fjórða sætið orðið þeirra innan skamms. Ancelotti byrjar vel Carlo Ancelotti fer vel af stað með Everton. Liðið vann 1:0-sigur á Burnley á heimavelli og spilaði Gylfi Þór Sigurðsson allan leikinn. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 20 mínúturnar með Burnley, hans fyrstu mínútur í deildinni í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. Everton var miklu sterkari aðilinn og lék Gylfi Þór mjög vel á miðjunni. Leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir það sem koma skal hjá Ancelotti og Everton. Mikel Arteta fer ekki eins vel af stað með Arsenal. Hann var á hliðar- línunni í fyrsta skipti er liðið gerði 1:1-jafntefli við Bournemouth á úti- velli. Arsenal var miklu meira með boltann, en leikmenn liðsins eru sennilega búnir að gleyma hvernig á að vinna fótboltaleiki. Arsenal er að- eins með einn sigur í síðustu fjórtán leikjum og á Arteta mikið verk fyrir höndum. Spurning hvenær en ekki hvort?  Liverpool ekki í neinum vandræðum með Leicester  Forskotið orðið 13 stig AFP Óstöðvandi Trent Alexander-Arnold skoraði eitt og lagði upp tvö. Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Millwall og var á sínum stað í gær þegar liðið fór til Wales og heimsótti Cardiff City í ensku B- deildinni í knattspyrnu. Liðin gerðu 1:1 jafntefli og lék Jón fyrstu 73 mín- úturnar. Millwall gengur betur en búist var við fyrir tímabilið og er í 12. sæti eftir 24 leiki. Liðið hefur að- eins tapað sex sinnum en hefur hins vegar gert tíu jafntefli. Úrslitin í gær komu ef til vill ekki á óvart þar sem Cardiff hafði einnig gert níu jafntefli fyrir leikinn. Enn eitt jafnteflið hjá Millwall Morgunblaðið/Eggert Jafnt Jón Daði Böðvarsson var á ferðinni með Millwall. Spænsku meistararnir í Barcelona náðu ekki að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á árinu frek- ar en síðustu ár en liðið náði þó þeim áfanga að fara í gegnum árið án þess að tapa heimaleik. Mun þetta vera í sjöunda skipti í sögu félagsins sem Börsungar fara í gegnum almanaksár án þess að tapa á Nývangi. Fyrst var það árið 1957 en það er einmitt sama ár og Camp Nou- leikvangurinn var tekinn í notkun. Hin ártölin sem um ræðir eru 1959, 1968, 1974, 1975 og 2011. Barcelona tapaði ekki heimaleik AFP Sáttir Luis Suárez og Antoine Griezmann fagna marki. Bjarki Már Elísson hefur átt magn- að tímabil í þýsku 1. deildinni í hand- bolta og átti hann enn og aftur stór- leik í gær er Lemgo hafði betur gegn Erlangen á heimavelli, 34:32. Bjarki var óstöðvandi og skoraði 14 mörk og var frammistaða hans helsta ástæða þess að Lemgo fagn- aði sigri. Bjarki hefur verið á meðal allra markahæstu manna frá því tímabilið hófst og skoraði 13 mörk í deildarleik fyrr í vetur. Lemgo er í 13. sæti með 14 stig en Erlangen, sem Aðalsteinn Eyjólfs- son þjálfar, er í 10. sæti með 16 stig. Íslendingar áttust við þegar Rhein-Neckar Löwen vann útisigur gegn Bergischer 29:26. Fimm mörk frá Arnóri Þór Gunnarssyni fyrir heimaliðið dugðu ekki til sigurs. Al- exander Petersson, sem að öllum lík- indum mun leika með íslenska lands- liðinu á ný á EM í janúar, skoraði fjögur mörk fyrir Löwen. Kristján Andrésson stýrir RN Löwen sem er í 5. sæti en Bergischer í 12. sæti. Kiel og Hannover Burgdorf eru efst og jöfn með 30 stig. Gísli Krist- jánsson leikur með Kiel en er á sjúkralistanum vegna axlarmeiðsla. Núverandi meistarar í Flensburg eru einnig með 30 en hafa leikið ein- um leik fleira. Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar sem vann Lud- wigshafen 26:23. Ljósmynd/tbv-lemgo-lippe.de Markahæstur Bjarki Már Elísson svífur inn úr horninu hjá Lemgo. Bjarki Már fór hamförum  Skoraði 14 mörk í sigurleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.