Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 40
Hljómsveitin Árstíðir heldur árlega hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Eins og undanfarin ár leika fé- lagarnir frumsamin lög af öllum breiðskífum Árstíða í bland við há- tíðar- og jólalög úr ýmsum áttum. Sveitin er nýkomin úr mánaðar- löngu ferðalagi um Evrópu þar sem leikið var í 10 löndum. Árlegir hátíðartón- leikar Árstíða í kvöld FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „En það er ekki fundað sérstaklega um lífernið í kringum hátíðarnar. Menn í þessum gæðaflokki eru ekki í neinu rugli og þeim er treyst til að borða almennilega,“ segir Martin Hermannsson, atvinnumaður í körfuknattleik, meðal annars í við- tali í blaðinu í dag. Leikjaálagið set- ur svip sinn á hátíðahöldin hjá Ís- lendingnum í Berlín. »31 Ekki sérstakar reglur varðandi jólasteikina ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóel Kristjánsson, 17 ára húsasmíða- nemi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, var efstur íslenskra nemenda í evrópskri ræðukeppni í sölu- mennsku, „European Voice of Sa- les“, sem fram fór á Ítalíu fyrir skömmu. Þar með tryggði hann sér þátttökurétt í úrslitakeppninni í Noregi í maí á næsta ári. „Þetta var skemmtilegt, gaman var að verða efstur og ég hlakka mikið til úr- slitakeppninnar,“ segir hann. FB tekur þátt í fjölmörgum al- þjóðlegum verkefnum og á í sam- starfi við margar Evrópuþjóðir. Fyrrnefnt verkefni, sem er í anda frumkvöðlabúða, er alfarið greitt af Erasmus+ og er til tveggja ára. Það hófst í Finnlandi og hefur síðan ver- ið í Portúgal og á Ítalíu, verður á Ís- landi í mars og lýkur í Noregi í vor. Þrír nemendur í FB hafa verið valdir til þátttöku í frumkvöðlabúð- unum á hverjum stað. Jóel, Axel Örn Arnarson á húsasmiðabraut og Kristín Nicole Canada á opinni braut, sem öll eru 17 ára, voru í hópi 15 keppenda við Como-vatn, en ásamt þeim voru nemendur frá fyrr- nefndum þjóðum auk kennara í hópnum. Lærdómsríkt Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, al- þjóðafulltrúi FB, og Ásgerður Bergsdóttir íslenskukennari voru ís- lensku nemendunum til halds og trausts. Ágústa segir að verkefnið felist í því að heimsækja frumkvöðla og nemendur fái síðan tengda „vöru“ til að „selja“ fjölmennum hópi áheyr- enda í tveggja mínútna ræðu. Á Ítal- íu hafi þau heimsótt glæsilegt fimm stjarna hótel og skoðað sig um í verslun þess sem selji einungis 100% náttúrulega vænar vörur. Þau hafi síðan hitt ungan frumkvöðul sem hafi meðal annars náð langt í tísku- bransanum. Hann hafi frætt þau um starfið og í kjölfarið hafi þau fengið það verkefni að sannfæra dómara í tveggja mínútna langri ræðu um að selja bæri tiltekna 100% náttúrulega væna vöru í lúxusverslun hótelsins. „Það er ekki sjálfgefið fyrir 17 ára krakka að standa frammi fyrir hópi fólks og sannfæra viðstadda um ágæti einhverrar vöru á tveimur mínútum,“ segir Ágústa. „Þetta er áskorun og nemendur læra mikið af þessu, þátttakan er mjög lærdóms- rík.“ Jóel segir að árangurinn hafi kom- ið sér á óvart þó að markmiðið hafi verið að komast í úrslitakeppnina. „Ég fékk það verkefni að selja tösku úr fiskiroði,“ segir hann um ræðuna. Bætir við að hann hafi fengið verk- efnið daginn fyrir flutninginn og því bara kynnt sér viðfangsefnið þar. „Í raun er ekkert hægt að undirbúa sig nema æfa sig í að tala fyrir framan fólk. Þetta snýst um að hafa sjálfs- traust og tala skýrt.“ Búðirnar á Íslandi verða 2.-6. mars og þegar þessu verkefni lýkur í vor er stefna FB að halda áfram á sömu braut. Ljósmynd/Ágústa Unnur Gunnarsdóttir Við Como-vatn Axel Örn Arnarson, Kristín Nicole Canada og Jóel Kristjánsson, nemendur í FB. Sannfærandi sölumaður  Jóel Kristjánsson, 17 ára húsasmíðanemi í FB, efstur ís- lenskra nemenda í evrópskri ræðukeppni og komst í úrslit ER HAFIN! ALLT AÐ 70% AF VÖLDUM VÖRUM 27. des. - 6. feb. Útsalan ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Virkir dagar 11-18:30 og helgar 12-18 LOKAÐ 31. desember og 1. janúar Tónlistarmaðurinn Auður kemur fram ásamt fjögurra manna hljóm- sveit sinni á tvennum tónleikum í Gamla bíói í kvöld, 27. desember, og hefjast þeir klukkan 19.30 og 22. Auður gaf út sína aðra hljómplötu, Afsakanir, fyrir rúmlega ári og var hún valin plata ársins á Ís- lensku tónlist- arverðlaununum. Hefur Auður fylgt plötunni og nýjum lögum eftir með tónleikum víða um land á árinu sem er að líða, auk þess sem hann kom fram á Hróars- keldu í Danmörku í sumar. Auður kemur fram í Gamla bíói í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.