Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þjóðgarðurinn stöðvi landnýtingu
Óljós ávinningur af hálendisþjóðgarði Sveitarfélög og einkaaðilar geta betur Óttast skrifræði og
þunglamalegt stjórnkerfi Sjálfbærni sé leiðarljós og orkan frá virkjunum á fjöllum er umhverfisvæn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hugmyndum um hálendisþjóðgarð
ber að taka með fyrirvara enda er
ávinningurinn
óljós. Náttúru-
vernd á öræfum
landsins er for-
gangsverkefni en
það starf mætti
fyrst efla með
svæðisbundnu
samstarfi sveitar-
félaga. Ríkið á að
vinna áfram að
uppbyggingu
stofnvega og flýta orkuskiptum. Að-
gerðir er varða umgengni, byggingu
og rekstur þjónustusmiðstöðva og
fleira eru dæmi um verkefni sem
sveitarfélög eða einkaaðilar gætu
sinnt betur. Þetta segir Páll Gíslason
hjá Fannborg í Kerlingarfjöllum.
Þrengt eða stöðvað
Frumvörp umhverfisráðherra um
hálendisþjóðgarð og þjóðgarðastofn-
un voru birt á samráðsgátt stjórn-
valda nýlega. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu á dögunum á garð-
urinn að ná yfir um 30% landsins,
það er allar þjóðlendur sem eru ofan
hálendisbrúnarinnar. Skiptar skoð-
anir hafa verið um málið, til dæmis
meðal sveitarstjórnarmanna og
meðal þeirra sem nytja hálendið. Á
vettvangi sveitarfélaganna er meðal
annars gagnrýnt að skipulagsvald
þeirra verði skert, það er að fylgja
stjórnunar- og verndaráætlunum
sem í þjóðgarðinum gilda.
Páll Gíslason hefur um árabil unn-
ið að margvíslegum verkefnum
tengdum umhverfismálum á Kerl-
ingarfjallasvæðinu og rekur þar
ferðaþjónustu. Hann segir margt í
frumvarpinu um þjóðgarðinn vera
gott. Almennur vilji sé meðal þjóð-
arinnar til verndar hálendisins með
sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi.
„Ég sé ekki ábata af þunglama-
legu stjórnkerfi þar sem ofuráhersla
er lögð á að stöðva nýtingu fallvatna,
en það virðist markmiðið. Blönduð
landnýting áfram væri farsælli, þar
sem þróa má samspil landbúnaðar,
ferðaþjónustu og afþreyingar og
orkuvinnslu,“ segir Páll og heldur
áfram. „Í frumvarpsdrögunum
greini ég sterkan vilja til að þrengja
eða stöðva frekari nýtingu lands, það
er þróun orkuvinnslu og ferðaþjón-
ustu. Slíkt tel ég hvorki mæta nú-
tímakröfum um sjálfbærni né hug-
myndum um afþreyingarmöguleika.
Virkjanir og uppistöðulón á hálend-
inu geta stungið í augun, en á móti
kemur að orkan sem þaðan fæst er
umhverfisvæn og skilar samfélaginu
miklu.“
Fyrirheitin eru léttvæg
Áætlað hefur verið að kostnaður
við rekstur væntanlegs hálendis-
þjóðgarðs verði um þrír milljarðar
kr. á ári. Umhverfisráðherra segist
þó vilja yfirfara þá tölu áður en al-
hæfingar séu gefnar út. Margt geti
breyst.
„Rekstrarkostnaður verður mikill
og heyrst hafa fullyrðingar um mik-
inn ábata. En á hverju er byggt?
Bent er á að hver króna sem ríkið
hafi varið til annars þjóðgarðs, hafi
skilað sér að minnsta kosti tuttugu-
falt. Ég hvorki sé né trúi að hægt sé
að fullyrða, án haldbærra raka, að
hið sama verði uppi á teningnum í
fyrirhuguðum hálendisþjóðgarði,“
segir Páll og ennfremur. „Fögur fyr-
irheit um fjárveitingar eru líka létt-
væg, þegar innviðaframkvæmdir
sem og grunnstarfsemi hins opin-
bera, til dæmis mennta- og heil-
brigðisþjónusta eru í svelti. Ég ótt-
ast því að stofnun þjóðgarðs þýði að
skrifræði aukist sem og völd stofn-
unar í Reykjavík sem gæti fljótlega
orðið fjárvana.“
Páll Gíslason
Það var nóg að gera hjá pylsu-, ís
og kaffisölum þessi jólin, jafnvel á
sjálft aðfangadagskvöld. Færst hef-
ur í aukana að matsölustaðir mið-
svæðis ákveði að halda dyrum sín-
um opnum á aðfangadagskvöld og
jóladag.
Einn af þeim veitingastöðum sem
bættust í hóp þeirra sem hafa opið
á jóladag er reyndar ísbúð, Ísbúðin
Valdís. Þar var nóg að gera frá hálf-
tólf fyrir hádegi og fram til ellefu
um kvöldið, að sögn eigandans,
Gylfa Þórs Valdimarssonar. Hann
segir að ferðamönnum þyki sérstakt
að sjá ísbúð opna á þessum tíma,
þegar veturinn standi sem hæst og
jafnvel jólin sjálf. Það sé upplifun
að fara í ísbúð á Íslandi á jólum.
„Ég man þegar ég var að læra
kokkinn á sínum tíma 1997. Þá var
ég að vinna á aðfangadag á Hótel
Loftleiðum með tárin í augunum
frammi í sal að bera fram kjöt
klukkan sex fyrir þessar tuttugu
hræður sem þar voru. Þá hugsaði
maður hvað þetta lið væri eiginlega
að gera, hvort það gæti ekki verið
heima hjá sér á jólunum. Þetta er
búið að snúast dálítið við þar sem
sífellt fleiri sækja veitingastaði um
jólin,“ segir Gylfi.
Einhver þurfti að fæða fólkið
Bæjarins bestu eru sannarlega
engir nýgræðingar í því að hafa op-
ið yfir jólin. Síðastliðin fimm ár hef-
ur pylsusalan haft lúgu sína opna
gestum og gangandi á jólum og nú
er svo komið að þar eru hefð-
bundnir afgreiðslutímar alla daga
ársins.
Þegar Bæjarins bestu tóku upp á
þessu á sínum tíma flykktist fólk í
lúguna.
„Við ákváðum að hafa opið vegna
þess að það var eiginlega ekkert op-
ið og einhver þurfti að gefa öllu
þessu fólki að borða,“ segir Baldur
Ingi Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Bæjarins bestu.
Í ár komu margir í lúgu Bæjarins
bestu en þó aðeins færri en í fyrra.
Baldur segir að það skýrist líklega
af því að færri ferðamenn séu á
landinu í ár en á síðasta ári.
ragnhildur@mbl.is
Gæddu sér á pylsum og ís á jólunum
Ferðamenn flykktust á þá staði sem stóðu opnir á aðfangadagskvöld og jóladag Sérstök upplifun
að fara í ísbúð á jólum „Einhver þurfti að gefa öllu þessu fólki að borða,“ segir framkvæmdastjóri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valdís Viðskiptavinir Valdísar víla það ekki fyrir sér að borða utan dyra.
Verð á mjólkur-
lítranum hækkar
nú um áramótin
um þrjár krónur, í
135 kr. úr 132 kr.
Þetta gerist sam-
kvæmt ákvörðun
verðlagsnefndar
búvara um að
hækkun lág-
marksverðs
mjólkur til bænda og heildsöluverðs
á mjólk og mjólkurafurðum. Lág-
marksverð mjólkur til bænda frá
framleiðanda hækkar um 2,5%, úr
90,48 kr. í 92,74 kr. Hækkun á verði
til neytenda er sama hlutfallstala.
„Síðasta verðhækkun var 1. sept-
ember 2018 og verðbólga síðan þá er
4%. Á þessum tæplega eina og hálfa
ári sem síðan er liðið hafa gjaldaliðir í
rekstri kúabænda hækkað um 5,9%
og vinnslu- og dreifingarkostnaður
um 5,2%. Hækkunin er því innan við
helmingur þess sem þarf, svo fylgt sé
verðlagsþróun,“ segir Ari Edwald,
forstjóri Mjólkursamsölunnar.
„Þessi hækkun er skref í rétta átt,
en við væntum að í framtíðinni verði
fyrr brugðist við með verðbreyt-
ingum þegar forsendur eru fyrir
þeim,“ segir Arnar Árnason á
Hranastöðum í Eyjafirði, formaður
Landssambands kúabænda.
sbs@mbl.is
Mjólkurverð
hækkað
Ari Edwald
3 krónur Fylgir
ekki verðlagsþróun
Eftir letilíf og veislur um hátíðar fannst mörgum
gott að hreyfa sig í gær, á öðrum degi jóla og
fóru í sund. Laugarnar í Reykjavík og Kópavogi
voru opnar og fóru margir þangað. Sumir komu
til þess helst að svamla í heitum pottunum og
börnin til að busla. Margir tóku líka góðan sund-
sprett fullir fyrirheita um góða ástundun á næst-
unni, vitandi að líkamsrækt hverju nafni sem
hún nefnist er góð bæði fyrir líkamann og sálina.
Margir fóru í jólasund í Laugardalslauginni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon