Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
í öllum verslunum
www.kronan.is
Sjá
nánar á
kronan.is
Í DAG
OPIÐ
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir nýstúdent
hefur staðið í ströngu á árinu sem er að líða.
Hún er í forystu þess unga fólks sem hefur látið
að sér kveða í aðgerðum þar sem stjórnvöld og
aðrir hafa verið hvattir til aðgerða í loftslags-
málum. Verkföll og fjölmennir mótmælafundir
voru á Austurvelli alla föstudaga í haust og voru
vöktu athygli. Boðskapurinn var líka alveg skýr;
ný kynslóð hefur sterkar skoðanir á umhverf-
ismálum og telur nauðsyn að stemma stigu við
loftslagsbreytingum af völdum mannfólksins.
Fyrst og síðast er Gunnhildur þó öflugur
námsmaður. Fáum dögum fyrir jól brautskráð-
ist hún með stúdentspróf frá Tækniskólanum –
skóla atvinnulífsins eftir aðeins fimm anna nám.
Við skólann var hún á námsbrautinni K2, en þar
er skólaárið tekið í fjórum lotum í stað tveggja
anna. Einnig eru á brautinni ýmis tækifæri fyrir
klára krakka sem til dæmis vilja flýta námi
sínu.
Skipulag og gleði
„Í grunnskóla tók ég áfanga í stærðfræði
framhaldsskólans og tvo forritunaráfanga á
hverri önn þegar í Tækniskólann kom. Þar fékk
ég sömuleiðis píanónám mitt metið. Allt þetta
gerði ég af miklum námsáhuga,“ segir Gunn-
hildur. „Nú í haust sá ég síðan að ég átti sáralít-
ið eftir af námi til stúdentsprófs og ákvað þá að
hespa þessu af. Margir héldu að ég væri á
skipulagðri hraðferð, en satt að segja var það
alveg óvart að mér tókst að ljúka náminu svona
fljótt. Mikilvægt er að skipuleggja sig vel og
finna gleði og ánægju í viðfangsefnum sínum.“
Á námsbrautinni K2 er áhersla lögð á vísinda-
greinar, sjálfstæð vinnubrögð og frumlega
hugsun. Námið þykir vera góður undirbúningur
fyrir framhaldsnám í tækni- og vísindagreinum
sem og á sviði viðskipta og nýsköpunar. Þetta
segir Gunnhildur að sér hafi strax þótt spenn-
andi og því hafi hún valið Tækniskólann, sem sé
sveigjanlegur og þar ýtt undir allt frumkvæði
nemenda. Til dæmis hafi hún ásamt fjórum
bekkjarsystkinum sínum efnt síðasta sumar til
vélmennasmiðju sem hafi verið lærdómsríkt.
Þetta tengist svo loftslagsmálunum sem þurfti
að leysa þverfaglega. Tæknimenntun sé því
málið, í svo mörgu tilliti.
Leggja lítið eitt af mörkum
Mörg ólík sjónarmið eru uppi í umræðu líð-
andi stundar um umhverfismál. Sumir tala um
loftslagsbreytingar en aðrir, til dæmis Gunn-
hildur, telur orðið hamfarahlýnun betra og
meira lýsandi hugtak. Heimurinn standi nú and-
spænis miklum breytingum í náttúrufari sem
valda muni miklum skaða.
„Mér finnst dapurlegt að umræðan á netinu
um þessi mikilvægu mál einkennist nú af deilum
um veruleika og staðreyndir, jafnvel þó að ham-
farahlýnun sé margsönnuð með vísindalegum
aðferðum,“ segir Gunnhildur sem neitar því að
vera hin íslenskra Gréta Thunberg. Vakning og
verkföll vegna loftslagsmála séu komi til af
áhuga ungs fólks sem vilji breyta veröldinni til
góðs.
„Mín persóna kemur loftslagsbreytingum lítið
við. Ég vil beina athyglinni að kröfum ungs
fólks og aðgerðum, enda eru miklir hagsmunir í
húfi. Hvert okkar getur lagt lítið eitt af mörkum
og þar er einfaldast að draga úr neyslu, skipta
yfir í umhverfisvænan ferðamáta og mataræði
og svo mætti áfram telja.“
Viljum breyta veröldinni
Gunnhildur Fríða í fararbroddi ungs fólks í loftlagsmálum Tók stúdentspróf
á mettíma Tæknimenntun og tækifæri Dapurlega er deilt um staðreyndir
Nýstúdent Mikilvægt er að skipuleggja sig vel
og finna gleði og ánægju í viðfangsefnum sínum,
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hér í viðtalinu.
Leit að Rimu Grunskyté Feliksas-
dóttur, konu sem talið er að hafi
fallið í sjóinn við Dyrhólaey, hefur
enn ekki borið árangur. Rimu hefur
verið saknað síðan á föstudags-
kvöldið 20. desember en björg-
unarsveitir á Suðurlandi hófu leit
að henni á snemma á Þorláks-
messu. Leitarsvæðið nær frá Vík
og að Skógum og beinist leitarstarf
að sjónum og ströndinni.
Vont veður og lélegt skyggni
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurlandi, sagði í samtali við
mbl.is í gær að leiðinlegt veður og
lítið skyggni á svæðinu hefði gert
leitarfólki erfitt fyrir. Tók hann
jafnframt fram að björgunarsveitin
Víkverji hefði farið yfir svæðið í
gær. Ætlaði lögregla að kanna
hvort aðstæður væru fyrir leit í dag
og á laugardag.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Dyrhólaey Leit björgunarsveita við
Dyrhólaey lauk án árangurs í gær.
Leit að Rimu
árangurslaus
Met var slegið í árlegu kirkjuhlaupi
TKS, Trimmklúbbs Seltjarnarness,
sem haldið var níunda árið í röð í
gær á öðrum degi jóla, en 470 manns
tóku þátt í hlaupinu. Mikið vatn hef-
ur runnið til sjávar síðan fyrsta
kirkjuhlaup TKS fór fram en þá
tóku 70 manns þátt. Síðan þá hefur
hlaupið orðið hluti af jólahefð fjöl-
margra en þess má geta að forseti
Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er
einn þeirra sem sprettu úr spori með
klúbbnum í gær. Þetta staðfestir
Kristinn Ingvarsson, formaður TKS,
í samtali við Morgunblaðið.
Hlaupaleiðin, sem er rúmir 14
kílómetrar, liggur framhjá 13
kirkjum og byrjar og endar við Sel-
tjarnarneskirkju.
„Þetta er bara svona rólegt og af-
slappað, engin skráningargjöld og
engin tímataka. Bara ást og um-
hyggja,“ segir Kristinn.
„Þetta var algjörlega stórkostleg
upplifun. Allir að faðmast og kyss-
ast. Við erum svo fallega væmin og
sæt á þessum tíma, á jólunum.“
470 í kirkju-
hlaupi TKS
Forseti Íslands var
meðal hlaupara í gær
Á undanförnum árum hefur Gunn-
hildur sinnt félagsmálum með ýmsu
móti, meðal annars sem formaður
Nemendasambands Tækniskólans
og Sambands íslenskra framhalds-
skólanema, setið í ungmennaráði
Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna og svo mætti áfram telja.
„Ég heyri oft stjórnmálamenn tala
um mikilvægi samráðs við ungt fólk.
Þegar við fylgjum því eftir með því
að til dæmis óska eftir fundi til að
kynna kröfur okkar þá er hljóðið oft
annað,“ segir Gunnhildur og ítrekar
mikilvægi lofslagsmála en inntak
þeirra sé í raun framtíðin og líf unga
fólksins.
„Í september fórum við sem staðið
höfum að loftlagsverkföllum á fund
með ríkisstjórninni þar sem við
kynntum kröfur okkar. Einnig þá
tillögu að lýst yrði yfir neyðar-
ástandi í loftslagsmálum með öllum
þeim aðgerðum sem því myndu
fylgja. Ráðherrarnir vissulega
hlustuðu en eyddu svo tímanum í að
tala um hvaða aðgerðir væri nú þeg-
ar komnar af stað. Þá voru þau ekki
tilbúin að gefa út yfirlýsingu um
neyðarástand sem voru vonbrigði,“
segir Gunnhildur sem stefnir næsta
haust á háskólanám í umhverfis-
fræðum, við háskóla annaðhvort í
Evrópu eða Bandaríkjunum.
„Núna í vor ætla ég að vinna,
ferðast og reyna að efla loftslags-
verkföllin og halda áfram barátt-
unni. Ef einhver lesenda vill standa
að byltingu með mér þá á sá hinn
sami endilega hafa samband og taka
þátt í þeim mikilvægu verkefnum
sem þarf að sinna,“ segir Gunn-
hildur Fríða Hallgrímsdóttir að síð-
ustu.
Bylting og baráttan áfram
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Athöfn Endalok Okjökuls sl. sumar.
Þar flutti Mary Robinson, fv. Ír-
landsforseti, ávarp og Gunnhildur
Fríða Hallgrímsdóttir, sem hér er
til vinstri, einnig.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótmæli Ungt fólk efndi til loftslagsverkfalla alla föstudaga nú í haust.
Svör og afstaða ráðamanna veldur ungu fólki vonbrigðum