Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850
Verð kr.
15.960
TÆKNI A
FYRIR H
TVINNUMANNSIN
E I
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar
er létt og
meðfærilegt og
þú ert fljótari
að strauja en
nokkru sinni
fyrr.
eftir að einkaaðilar séu farnir að
auglýsa sína flugelda betur.
„En mér sýnist íþróttafélögum
vera að fækka í þessu. Það eru
meira einkaaðilarnir sem eru í allt
öðrum viðskiptum þess á milli,“ seg-
ir Jón Ingi.
Hann staðfestir þó að Landsbjörg
finni enn fyrir mikilli tryggð hjá
landsmönnum og kveðst vera bjart-
sýnn á flugeldavertíðina.
Atli Guðjónsson, stjórnarmaður
hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur, tekur
undir með Jóni og segist nokkuð
bjartsýnn á flugeldasöluna í ár en
ÍR hefur sölu flugelda á morgun.
Hann viðurkennir þó að markaður-
inn sé erfiður og samkeppnin mikil.
„Það minnkar alltaf arðbærnin á
þessu á hverju ári. Innkaupaverðið
hækkar alltaf og skatturinn en sölu-
verðið er alltaf mjög svipað þannig
að þetta skilar alltaf minna og
minna,“ segir Atli.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sala flugelda hefst í dag og hefst
þar með flugeldavertíð björg-
unarsveita, íþróttafélaga og einka-
aðila sem hafa staðið í ströngu við
undirbúning vertíðarinnar upp á
síðkastið. Er markaðurinn þekktur
fyrir að vera erfiður enda sam-
keppni mikil og heimilaður sölutími
stuttur en heimilt er að selja flug-
elda frá 28. desember til 6. janúar
ár hvert.
Nokkuð hefur komið upp í orð-
ræðu manna upp á síðkastið, sér í
lagi á samfélagsmiðlum, að fólk sé
hvatt til að styrkja björgunarsveitir
landsins með því að kaupa flugelda
af þeim fremur en af einkaaðilum
sem selji flugelda í hagnaðarskyni.
Einhver „fussar“ á hverju ári
Einar Ólafsson, sem rekur flug-
eldasöluna Alvöru flugeldar, segist
hafa orðið var við slíka orðræðu.
„Það er á hverju einasta ári sem
einhver „fussar“. Á Facebook er
einhver lítill, hávær hópur. En það
er ekkert sem kemur mér úr jafn-
vægi,“ segir Einar í samtali við
Morgunblaðið.
„Það er alveg sama í hverju það
er. Það eru alltaf einhverjir sem
hafa einhverjar skoðanir og þurfa
að láta þær í ljós með einhverjum
hávaða. Þannig er bara lífið,“ bætir
hann við.
„Það er einhver ástæða fyrir því
að menn fara til einkaaðila og kaupa
af þeim. Mig grunar að það sé verð-
lagið,“ segir Einar.
„Kúnninn hlýtur að ráða því hvort
hann tekur þátt í björgunarsveita-
starfi með því að kaupa þar eða
hvort hann kýs að gera það sjálfur
einhvers staðar annars staðar,“ seg-
ir hann.
Þrátt fyrir að staðfesta að sam-
keppni sé mikil á flugeldamark-
aðnum segist Einar finna fyrir að
flugeldasölum fari fækkandi með ár-
unum og kveðst sjálfur vera farinn
að minnka sína sölu hægt og rólega.
Verðmunur ástæðan
Aðspurður hvort einkaaðilar eigi
erfitt uppdráttar vegna vinsælda
flugelda björgunarsveitanna svarar
hann: „Það hefur alla tíð verið þann-
ig að það er minnihlutahópur sem
kaupir af einkaaðilum. Verðmunur
er ástæðan fyrir því að þessi hópur
er til.“
Jón Ingi Sigvaldason, markaðs-
og sölustjóri hjá Landsbjörg, segist
í samtali við Morgunblaðið telja
samkeppnina í ár afar svipaða og
undanfarin ár þó að hann hafi tekið
Kúnninn ræður hvar
hann kaupir flugelda
Flugeldasala hefst í dag Erfiður markaður fyrir marga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugeldasala Félagar í björgunarsveitunum í óðaönn í gær að undirbúa flugeldasöluna.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið stærsti inn-
flutningsaðili flugelda hér á landi árum saman en flug-
eldasala er helsta fjáröflun björgunarsveita.
Fjöldi íþróttafélaga um land allt selur einnig flug-
elda á ári hverju til fjáröflunar fyrir félögin og fjár-
magnar salan oft á tíðum barna- og unglingastörf
þeirra. Meðal íþróttafélaga sem bjóða upp á flugelda
eru ÍR, KR, Leiknir, Víkingur og Knattspyrnudeild Sel-
foss.
Ýmsir einkasöluaðilar hafa einnig selt flugelda um
árabil en meðal þeirra eru flugeldasölurnar Alvöru
flugeldar, Púðurkerlingin og Stjörnuljós.
Fjölbreyttar flugeldasölur
FLUGELDAR FÁST VÍÐA Í ÁR
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við höfum verið að reyna að skila
um 1,5-1,6 milljörðum til okkar eig-
enda. Mér sýnist að það muni ganga
eftir á þessu ári,“ segir Stefán S.
Konráðsson, framkvæmdastjóri Ís-
lenskrar getspár, í samtali við
Morgunblaðið.
Spurður um árið sem er að líða
segir hann að flest sé óbreytt hvað
varðar venjur Íslendinga í kaupum
lottómiða. Íslendingar séu, líkt og
aðrir Norðurlandabúar, „stórpotta-
sækin þjóð“, og fleiri spili þegar
mikið er undir. Þá sækir yngra fólk
frekar í Eurojackpot og eldra fólk í
Lottó og Viking-Lottó.
Tugþúsundir í hverri viku
Stefán segir aðspurður að sam-
anborið við árið í fyrra sé um að
ræða lítilsháttar aukningu í sölu.
„Það voru stórir pottar sem komu á
árinu og það voru gríðarlega marg-
ir Íslendingar sem fengu vinninga.
Heilt yfir rekstrarárið erum við að
greiða um 2,8 milljarða í vinninga,“
bætir hann við, og heldur áfram:
„Það eru tugþúsundir Íslendinga
sem fá vinninga hjá okkur í hverri
viku.“
Fólk meðvitaðara eftir hrun
Spurður hvort margir vinningar
séu enn ósóttir svarar Stefán: „Nei.
Eftir að fleiri fóru að spila rafrænt
eru afar fáir ósóttir vinningar. Hér
fyrir mörgum árum stöfluðust upp
tugir milljóna í ósóttum vinningum.
Nú komum við langflestum vinn-
ingum út og erum mjög sátt með
það. Það skiptir miklu máli fyrir
rekstur eins og okkar að vinning-
arnir fari út til eigendanna.“ Segir
hann að ósóttir vinningar yfir árið
séu kannski nokkrar milljónir, sem
teljist afar lítið miðað við stærð
rekstrarins sem um ræðir.
Auk rafrænnar spilunar nefnir
Stefán þó einnig í þessu tilliti: „Eft-
ir efnahagshrunið er fólk miklu
meðvitaðara um miðana sína og
fylgist betur með.“
2,8 milljarðar
í vinninga í ár
Lítil breyting í lottómiðakaupum
Morgunblaðið/Kristinn
Lottómaðurinn Stefán segir Íslend-
inga vera stórpottasækna þjóð.
Talið er að barn foreldra sem hand-
teknir voru í aðgerðum lögreglu í
heimahúsi í Norðlingaholti í Reykja-
vík á jóladag hafi orðið fyrir eitrun
tengdri fíkniefnum.
Barnið var flutt á spítala og hefur
ástand þess verið talið alvarlegt, seg-
ir Karl Steinar Valsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, í samtali við
mbl.is í gær. Barnaverndaryfirvöld
hafa komið að þessu máli og hefur
lögregla verið þeim til aðstoðar. „Af-
skipti okkar komu til vegna þess að
það er grunur um að barnið hafi orð-
ið fyrir einhvers konar eitrun
tengdri fíkniefnum. Barnið var flutt í
alvarlegu ástandi á spítala,“ sagði
Karl Steinar. Umsátur var um heim-
ilið í Norðlingaholti á jóladag og sér-
sveit ríkislögreglustjóra á staðnum
enda hafði á fyrri stigum verið til-
kynnt um ólöglegt skotvopn þar inni.
Eftir að aðgerðum lauk var fólkið
sem var handtekið flutt í fangaklefa.
Ekki var óskað gæsluvarðhalds en
faðirinn var með dóm á bakinu og
hefur nú hafið afplánun hans.
Barn talið hafa orðið
fyrir fíkniefnaeitrun
Flutt í alvarlegu ástandi á sjúkrahús
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók í gærmorgun þrjá karl-
menn sem grunaðir eru um að
hafa stungið af eftir að hafa ekið
á fimm bifreiðir í miðbænum á
sjöunda tímanum í gærmorgun.
Samkvæmt tilkynningu frá lög-
reglu var tilkynnt að menn í ann-
arlegu ástandi hefðu gengið í
burtu frá árekstrinum, en þeir
voru handteknir í heimahúsi
skömmu síðar.
Eru þeir grunaðir um akstur
undir áhrifum fíkniefna og að
hafa stungið af eftir ákeyrsluna á
bifreiðirnar og voru vistaðir í
fangageymslu.
Handteknir
eftir að hafa
ekið á fimm bíla