Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
100% Merino ull
Flott og þægileg
ullarnærföt
við allar aðstæður
Frábært verð
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins
Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland,
Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns-
sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði
Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum
Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Run.is
Sam Edelman Loraine
22.990 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kría er gæfur fugl og nær sér von-
andi fljótt,“ sagði Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands, þegar Morgun-
blaðið kom við á Bessastöðum í gær.
Friðbjörn B. Möller, sem hefur starf-
að í fimm ár á forsetasetrinu, fylgist
vel með náttúrufari á Álftanesi og
segir fuglalíf þar einstakt.
„Það var fljótlega eftir hádegi sem
ég sá fálkaungann hrekjast hér á
túninu og kom strax í skjól. Hann
hefði aldrei lifað nóttina af,“ segir
Friðbjörn.
Í gær kom Ólafur Karl Nielsen
fuglafræðingur að Bessastöðum og
athugaði fálkann, sem er 1,6 kg að
þyngd, horaður og með grútarbrák í
vængjum. Að öðru leyti í góðum mál-
um og ætti að verða fleygur að nýju
eftir áramót. Þetta er kvenfugl sem
kom úr eggi í vor og hefur verið gefið
nafnið Kría af Aðalheiði Guðmunds-
dóttur, konu Friðbjörns.
Íslenskir fálkar voru fyrrum taldir
gersemar og voru eftirsóttir sem
gjafir til konunga í Evrópu. Segir sitt
að á tímabili var fálkinn skjaldar-
merki Íslands. Voru fálkarnir fang-
aðir hér innanlands og fluttir í Fálka-
húsið á Bessastöðum, sem var reist á
17. öld og stóð fram til 1763. Fengu
erlendir konungar þá íslenska lifandi
fálka og árið 1764 voru 210 fluttir úr
landi.
Fálkinn er staðfugl á Íslandi og tal-
ið er að 300-400 pör verpi hér. Helst
lifir fálkinn á rjúpu og heldur sig mik-
ið til dæmis við Ásbyrgi og Jökuls-
árgljúfur.
Kría í góðu skjóli á Bessastöðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Augnsamband Kría, en svo heitir þessi fálkaungi, er að skríða saman eftir góða aðhlynningu og ekki bar á öðru í gær en vel færi á með henni og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Fálki 300 til 400 pör verpa á Íslandi.
Fálkaungi verður fleygur á nýju ári
1,6 kg kvenfugl með grút í vængjum