Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 100% Merino ull Flott og þægileg ullarnærföt við allar aðstæður Frábært verð Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns- sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Run.is Sam Edelman Loraine 22.990 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kría er gæfur fugl og nær sér von- andi fljótt,“ sagði Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, þegar Morgun- blaðið kom við á Bessastöðum í gær. Friðbjörn B. Möller, sem hefur starf- að í fimm ár á forsetasetrinu, fylgist vel með náttúrufari á Álftanesi og segir fuglalíf þar einstakt. „Það var fljótlega eftir hádegi sem ég sá fálkaungann hrekjast hér á túninu og kom strax í skjól. Hann hefði aldrei lifað nóttina af,“ segir Friðbjörn. Í gær kom Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur að Bessastöðum og athugaði fálkann, sem er 1,6 kg að þyngd, horaður og með grútarbrák í vængjum. Að öðru leyti í góðum mál- um og ætti að verða fleygur að nýju eftir áramót. Þetta er kvenfugl sem kom úr eggi í vor og hefur verið gefið nafnið Kría af Aðalheiði Guðmunds- dóttur, konu Friðbjörns. Íslenskir fálkar voru fyrrum taldir gersemar og voru eftirsóttir sem gjafir til konunga í Evrópu. Segir sitt að á tímabili var fálkinn skjaldar- merki Íslands. Voru fálkarnir fang- aðir hér innanlands og fluttir í Fálka- húsið á Bessastöðum, sem var reist á 17. öld og stóð fram til 1763. Fengu erlendir konungar þá íslenska lifandi fálka og árið 1764 voru 210 fluttir úr landi. Fálkinn er staðfugl á Íslandi og tal- ið er að 300-400 pör verpi hér. Helst lifir fálkinn á rjúpu og heldur sig mik- ið til dæmis við Ásbyrgi og Jökuls- árgljúfur. Kría í góðu skjóli á Bessastöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Augnsamband Kría, en svo heitir þessi fálkaungi, er að skríða saman eftir góða aðhlynningu og ekki bar á öðru í gær en vel færi á með henni og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Fálki 300 til 400 pör verpa á Íslandi.  Fálkaungi verður fleygur á nýju ári  1,6 kg kvenfugl með grút í vængjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.