Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is Jólaball fyrir starfsfólk og stúdenta Háskóla Íslands og fjöl- skyldur þeirra var haldið á Háskólatorgi í gær, líkt og undan- farin jól. Langleggur og Skjóða mættu á svæðið og skemmtu ungum sem öldnum. Dansað var í kringum jólatréð og bættust nokkrir jólasveinar í hópinn sem höfðu í fórum sínum ýmis- legt góðgæti. Var stemningin góð eins og sjá má. Langleggur og Skjóða skemmtu börnum á jólaballi HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Efnt hefur verið til hönnunarsam- keppni um byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík. Nýja heimilið mun leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Með til- komu þess fjölgar um sex hjúkrunar- rými á svæðinu. Heilbrigðisráðu- neytið og sveitar- félögin Norður- þing, Skútustaða- hreppur, Þing- eyjarsveit og Tjörneshreppur standa saman að byggingu heimilis- ins sem áætlað er að kosti 2,5 til 2,7 milljarða króna. Stokkið inn í 21. öldina „Það er búið að bíða ansi lengi eftir þessu,“ segir Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík. Hann bendir á að dvalarheimilið Hvammur sé barn síns tíma. Það hafi þó tekið við hlutverki hjúkrun- arheimilis. „Þetta er risastórt skref í þeirri þjónustu sem við getum veitt eldri borgurum, stökkvum með þessu inn í 21. öldina. Allur aðbúnaður verður til samræmis við núgildandi viðmið. Við hlökkum mikið til að geta boðið íbúum og starfsfólki upp á betri að- stöðu,“ segir Kristján. Stefnt er að því að framkvæmdir verði boðnar út á árinu 2021, að lok- inni hönnun, og nýtt heimili verði tekið í notkun undir lok ársins 2023. Lóð nýja heimilisins verður í hlíð- inni fyrir ofan Hvamm. Þaðan er út- sýni yfir bæinn, flóann og Kinnar- fjöll og vonast Kristján til að hönnuðirnir nýti sér það. Áfram þjónusta í Hvammi Nýja heimilið verður tengt við Hvamm. Ekki hefur verið ákveðið hvert hlutverk gamla hjúkrunar- heimilisins verður. Kristján segir að sveitarfélögin séu að hefja stefnu- mótunarvinnu fyrir það. Hann seg- ist þó gera ráð fyrir að búseturéttar- íbúðum í Hvammi fjölgi en fyrir eru í húsinu þannig íbúðir sem eldri borgarar geta keypt. Þá verði þar hugsanlega frekari þjónusta við eldri íbúa. Hanna nýtt hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Húsavík Fallegt útsýni er frá lóð nýja hjúkrunarheimilisins yfir Húsavík, höfnina þar sem allt iðar af lífi vegna hvalaskoðunar og Skjálfandaflóa.  Þjónusta við eldri borgara á Húsavík tekur stakkaskiptum þegar nýtt hjúkrunar- heimili leysir Hvamm af hólmi  Hafin vinna við stefnumótun fyrir eldra húsið Kristján Þór Magnússon Húsvíkingar eru að eignast nýtt skíðasvæði. Skíðalyftan sem var niðri í bæ hefur verið flutt í Reyð- arárhnjúk sem er við Þeista- reykjaveg, nokkra kílómetra frá Húsavík. Kristján Þór Magnússon, bæjar- stjóri á Húsavík, segir að fyrir- tæki og einstaklingar í bænum hafi lagt þessu verkefni mikið lið og gert sveitarfélaginu kleift að koma lyftunni upp með hag- kvæmum hætti. Hann segir að Húsvíkingar komist oft á skíði og ánægja ríki með framtakið. Til stóð að opna svæðið form- lega í gær en ekki varð af því vegna rigningar. Sýni þolinmæði í upphafi Í tilkynningu á vef Norðurþings er bent á að enn sem komið er bjóði aðstæður ekki upp á mikla umferð og bílastæði hafi ekki ver- ið undirbúin fyrir fjölda bíla. Fólk er því beðið að sýna þolinmæði og nærgætni á svæðinu. helgi@mbl.is Húsvíking- ar fá nýtt skíðasvæði  Opnun frestað í gær vegna rigningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.