Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 18

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is Jólaball fyrir starfsfólk og stúdenta Háskóla Íslands og fjöl- skyldur þeirra var haldið á Háskólatorgi í gær, líkt og undan- farin jól. Langleggur og Skjóða mættu á svæðið og skemmtu ungum sem öldnum. Dansað var í kringum jólatréð og bættust nokkrir jólasveinar í hópinn sem höfðu í fórum sínum ýmis- legt góðgæti. Var stemningin góð eins og sjá má. Langleggur og Skjóða skemmtu börnum á jólaballi HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Efnt hefur verið til hönnunarsam- keppni um byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík. Nýja heimilið mun leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Með til- komu þess fjölgar um sex hjúkrunar- rými á svæðinu. Heilbrigðisráðu- neytið og sveitar- félögin Norður- þing, Skútustaða- hreppur, Þing- eyjarsveit og Tjörneshreppur standa saman að byggingu heimilis- ins sem áætlað er að kosti 2,5 til 2,7 milljarða króna. Stokkið inn í 21. öldina „Það er búið að bíða ansi lengi eftir þessu,“ segir Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík. Hann bendir á að dvalarheimilið Hvammur sé barn síns tíma. Það hafi þó tekið við hlutverki hjúkrun- arheimilis. „Þetta er risastórt skref í þeirri þjónustu sem við getum veitt eldri borgurum, stökkvum með þessu inn í 21. öldina. Allur aðbúnaður verður til samræmis við núgildandi viðmið. Við hlökkum mikið til að geta boðið íbúum og starfsfólki upp á betri að- stöðu,“ segir Kristján. Stefnt er að því að framkvæmdir verði boðnar út á árinu 2021, að lok- inni hönnun, og nýtt heimili verði tekið í notkun undir lok ársins 2023. Lóð nýja heimilisins verður í hlíð- inni fyrir ofan Hvamm. Þaðan er út- sýni yfir bæinn, flóann og Kinnar- fjöll og vonast Kristján til að hönnuðirnir nýti sér það. Áfram þjónusta í Hvammi Nýja heimilið verður tengt við Hvamm. Ekki hefur verið ákveðið hvert hlutverk gamla hjúkrunar- heimilisins verður. Kristján segir að sveitarfélögin séu að hefja stefnu- mótunarvinnu fyrir það. Hann seg- ist þó gera ráð fyrir að búseturéttar- íbúðum í Hvammi fjölgi en fyrir eru í húsinu þannig íbúðir sem eldri borgarar geta keypt. Þá verði þar hugsanlega frekari þjónusta við eldri íbúa. Hanna nýtt hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Húsavík Fallegt útsýni er frá lóð nýja hjúkrunarheimilisins yfir Húsavík, höfnina þar sem allt iðar af lífi vegna hvalaskoðunar og Skjálfandaflóa.  Þjónusta við eldri borgara á Húsavík tekur stakkaskiptum þegar nýtt hjúkrunar- heimili leysir Hvamm af hólmi  Hafin vinna við stefnumótun fyrir eldra húsið Kristján Þór Magnússon Húsvíkingar eru að eignast nýtt skíðasvæði. Skíðalyftan sem var niðri í bæ hefur verið flutt í Reyð- arárhnjúk sem er við Þeista- reykjaveg, nokkra kílómetra frá Húsavík. Kristján Þór Magnússon, bæjar- stjóri á Húsavík, segir að fyrir- tæki og einstaklingar í bænum hafi lagt þessu verkefni mikið lið og gert sveitarfélaginu kleift að koma lyftunni upp með hag- kvæmum hætti. Hann segir að Húsvíkingar komist oft á skíði og ánægja ríki með framtakið. Til stóð að opna svæðið form- lega í gær en ekki varð af því vegna rigningar. Sýni þolinmæði í upphafi Í tilkynningu á vef Norðurþings er bent á að enn sem komið er bjóði aðstæður ekki upp á mikla umferð og bílastæði hafi ekki ver- ið undirbúin fyrir fjölda bíla. Fólk er því beðið að sýna þolinmæði og nærgætni á svæðinu. helgi@mbl.is Húsvíking- ar fá nýtt skíðasvæði  Opnun frestað í gær vegna rigningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.