Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
28. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.83 122.41 122.12
Sterlingspund 158.23 158.99 158.61
Kanadadalur 92.61 93.15 92.88
Dönsk króna 18.068 18.174 18.121
Norsk króna 13.594 13.674 13.634
Sænsk króna 12.928 13.004 12.966
Svissn. franki 124.17 124.87 124.52
Japanskt jen 1.1131 1.1197 1.1164
SDR 167.64 168.64 168.14
Evra 135.02 135.78 135.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.545
Hrávöruverð
Gull 1490.85 ($/únsa)
Ál 1790.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.27 ($/fatið) Brent
● Allir fulltrúar
peningastefnu-
nefndar Seðla-
banka Íslands
studdu tillögu Ás-
geirs Jónssonar
seðlabankastjóra
um að halda stýri-
vöxtum óbreyttum
í desember. Þetta
kemur fram í fund-
argerð nefnd-
arinnar sem birt hefur verið á vef
Seðlabankans en nefndin fundaði um
vaxtaákvörðunina 9. og 10. desember
síðastliðinn. Ákvörðun nefndarinnar
leiðir til þess að vextir á sjö daga
bundnum innlánum haldast í 3% fram
á nýtt ár.
Í fundargerðinni kemur fram að
nefndin hafi talið rétt að staldra við en
hún hefur lækkað vexti um 1,5 pró-
sentur á árinu 2019. Nú hafi verið
ástæða til að sjá hver áhrifin af þeim
hækkunum verði á komandi vikum,
enda slaki í þjóðfélaginu „tiltölulega
lítill“.
Ásamt seðlabankastjóra eiga sæti í
peningastefnunefnd þau Rannveig Sig-
urðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri,
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræð-
ingur bankans, Gylfi Zoëga prófessor
og Katrín Ólafsdóttir lektor.
Allir nefndarmenn
studdu tillöguna
Ásgeir
Jónsson
STUTT
vitnar að minnsta kosti um áhugaleysi
á því sviði.“
Hugsað í þágu neytenda
Arnar segir að fyrirliggjandi frum-
varp dómsmálaráðherra um að heim-
ila íslenskum innflytjendum að selja
vín beint til neytenda muni í sjálfu sér
ekki breyta öllu fyrir Sante eða önnur
fyrirtæki í sama geira.
„Ég veit ekki hversu miklu þetta
breytir fyrir mig en það er heldur
ekki það sem máli skiptir. Það sem
þetta mun gera fyrir viðskiptavinina
er miklu áhugaverðara. Það er
tvennt. Verðið mun lækka og úrvalið
aukast. Það er loforð.“
Af hverju mun verðið lækka?
„Það er vegna þess að þá fækkar
milliliðunum. Það er ekki flókið.“
En munu innflytjendurnir ekki ein-
faldlega taka þann mismun til sín?
„Ég á erfitt með að sjá það fyrir
mér. Þegar heilbrigð samkeppni virk-
ar þá held ég að menn skili þessari
lækkun til neytenda. Stutta svarið er
því nei.“
Gæti þetta þá orðið lækkun upp á
15 til 18 prósent eins og maður hefur
heyrt skrafað um?
„Já, jafnvel meira. Vegna þess að
menn þurfa ekki annað en að sjá verð
á sumu víni hjá Costco sem er sömu
gerðar og verið er að bjóða í ÁTVR.
Vissulega hefur Costco nú þegar haft
þau áhrif að verð á víni í Fríhöfninni
og í ÁTVR hefur lækkað en það yrði
enn meira afgerandi með netverslun-
inni. Ég nefni sem dæmi að eitt ónefnt
lúxuskampavín var hér áður selt á
tveir-fyrir-einn-tilboði í ÁTVR. Þú
borgaðir fyrir tvær flöskur en fékkst
eina. Þegar Costco kom inn á mark-
aðinn var þetta vín boðið á rúmlega 16
þúsund krónur þar en þá var verð-
miðinn ríflega 30 þúsund í ÁTVR. Nú
er verðið komið í 22.999 krónur.“
„Verðið mun lækka og úr-
valið aukast – það er loforð“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vínmenning Arnar Sigurðsson flytur nú inn kampavín frá þremur framleiðendum og áhuginn vex sífellt.
Netverslun með áfengi mun koma neytendum vel Breytti kampavínsmarkaðnum
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nái frumvarp dómsmálaráðherra um
heimild til handa íslenskum vínsölum
til sölu á vörum sínum á netinu fram
að ganga mun það lækka áfengisverð
til muna og auka úrval. Þetta segir
Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, en
hann hefur á síðustu árum sérhæft sig
í innflutningi á gæðavíni frá Búrgúndí
og Champagne í Frakklandi.
Fyrir nokkrum árum fékk Arnar
eigendur veitingastaðarins Snaps í lið
mér sér og tóku þeir að bjóða kampa-
vín frá fjölskyldufyrirtækinu Drap-
pier á mun lægra verði en þekktist á
veitingahúsum hér á landi á þeim
tíma. Nú er það breytt.
Salan tók við sér og nú flytur Sante
á bilinu átta og tíu þúsund flöskur frá
Drappier til landsins á ári hverju.
Arnar segir að fyrrnefnd laga-
breyting gæti enn breytt menning-
unni kringum kampavínsneyslu hér á
landi.
Spurður út í ástæður þess að svo lít-
ið úrval sé af kampavíni í verslunum
ÁTVR segir Arnar að fyrir því séu
ýmsar ástæður og ekki aðeins við
ÁTVR að sakast í þeim efnum.
„Hefðbundið verslunarrými býður
bara upp á að mest seldu vörurnar séu
á boðstólum. Það veldur því að úrvalið
er jafn hræðilegt og raun ber vitni.
Það má rifja upp að þegar Costco hóf
sölu á áfengi hér á landi svaraði að-
stoðarforstjóri einokunarfyrirtækis-
ins ÁTVR því til að fyrirtækið skipti
sér ekki af verðlagningu vörunnar,
það væri ákveðið af innflytjendum.
Líklega er sama viðhorf uppi þegar
kemur að fjölbreytni í vöruvali, eða
hvað? Viðhorf aðstoðarforstjórans
Íslenska fyrirtækið IS Seafood, sem
sérhæfir sig í sölu íslenskra sjávar-
afurða í Kína, hefur ásamt markaðs-
setningarfyrirtækinu Acorn Fresh
gert samning við
JD.com, risa í
kínverskri net-
sölu, um stofnun
íslenskrar net-
verslunar með
sjávarafurðir í
Kína.
Íslenski skál-
inn (e. Iceland
Fresh Pavilion) á
vef JD.com mun
á kínverska
markaðnum selja atlantshafslax,
bleikju, lúðu, skarkola, krabba og
rækju sem er veidd eða unnin af ís-
lenskum framleiðendum, að því er
fram kemur í umfjöllun Under-
current News (UN). Þar segir að
vörurnar verði seldar í stykkjatali,
meðal annars í gjafaöskjum. Þá
munu gjafaöskjurnar kosta á bilinu
599 til 999 kínversk yuan eða því
sem nemur um 10.400 til 17.400 ís-
lenskar krónur.
Er blaðamaður leitaði viðbragða
Birgis Stefánssonar, framkvæmda-
stjóra og stofnanda IS Seafood, vildi
hann ekkert segja um málið og sagð-
ist ekki vilja tjá sig í fjölmiðlum um
viðskipti sín.
JD.com er fyrirferðarmikið fyrir-
tæki í Kína og nam velta fyrirtækis-
ins um átta þúsund milljörðum
króna í fyrra. Þá hefur meðal annars
Google fjárfest 550 milljónum
bandaríkjadala í fyrirtækinu jafn-
virði 67 milljarða króna.
Hefur UN eftir Gunnari Snorra
Gunnarssyni, sendiherra Íslands í
Kína, að hann fagni samningnum og
að hann hlakki til að sjá fleiri ís-
lenskar vörur í kínverskri netversl-
un.
Ísland undirritaði fríverslunar-
samning við Kína árið 2013 og var
fyrsta sending með tollfrjálsan
ferskan fisk send af stað í september
síðastliðnum. Þá var lax frá Arctic
Fish sendur til landsins. gso@mbl.is
Íslenskur fiskur hjá
kínverskum netrisa
Samningur um íslenskan söluskála
Birgir
Stefánsson
Skjáskot/JD.com
Skálinn Netverslunin í gagnið.
Áskrifendur Morgunblaðsins
geta nálgast ítarlegra viðtal við
Arnar Sigurðsson um kampavíns-
markaðinn á mbl.is.