Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pelosi, for-seti full-trúadeild-
ar bandaríska
þingsins, var aug-
ljóslega mjög hik-
andi við að hoppa
út í það fen sem
glannaleg ákæra gegn for-
setanum til embættismissis
gæti leitt hana og flokk
hennar í. En hún hikaði of
lengi, missti loks allt vald á
stöðunni. Það varð henni
mikið áfall að hún fékk eng-
an af tæplega tvö hundruð
þingmönnum repúblikana í
deildinni til að styðja ákær-
una (the impeachment) við
atkvæðagreiðsluna, en „lek-
ar“ gengu um að það kynni
að gerast í allstórum stíl.
Ekki batnaði það þegar það
kom í ljós að fáeinir flokks-
menn hennar hlupu undan
merkjum og einn þeirra
sagði sig úr flokknum og
gekk til liðs við flokk repú-
blikana.
Það hefur ekki orðið til að
bæta úr illa tefldri skák
þingforsetans, að hún hefur
enn ekki treyst sér til þess
að senda ákæruna sína yfir í
öldungadeild þingsins, sem
samkvæmt fyrirmælum í
stjórnarskrá fer með dóms-
málið sem hún hefur stofnað
til. Nú lætur Pelosi eins og
deildin sem dæma skal í mál-
inu fái ekki ákæruna til með-
ferðar nema hún, Pelosi, fái
að ráða málsmeðferðinni í
þeirri deild!
Öldungadeildin hefur ekki
verið að biðja um þessa
delluákæru og Pelosi hefur
ekki meiri lögsögu yfir öld-
ungadeildinni en hún hefur
yfir hreppsnefnd á Íslandi.
Skoðanakannanir benda nú
ótvírætt til þess að almenn-
ingur, og á þessum árstíma
heitir hann tilvonandi kjós-
endur, hafi sífellt verri bifur
á þessum skrípaleik.
Ekki batnaði það þegar
þingforsetinn sagði á fundi
með blaðamönnum að það
væri fráleitt að málatilbún-
aður hennar og flokks henn-
ar væri í skötulíki. Hún sagði
að þvert á móti væri hann
mjög vel unninn, enda hefðu
hún og hennar félagar unnið
að ákærunni í tvö og hálft ár!
Þarna datt frúin á hálu svell-
inu. Sennilega verið búin að
gleyma því að ákæran snýst
ekki lengur um slitna spun-
ann um samsæri sem þeir
Pútín og Trump áttu að hafa
staðið fyrir í þeim tilgangi að
hafa sigurinn í forsetakjör-
inu síðast af Hillary Clinton,
sem var að mati
demókrata þing-
lýsur sigurvegari
frá því að hún
bauð sig fram.
Rússagald-
urinn sá er fyrir
löngu gufaður
upp og reyndar til umfangs-
mikillar lögreglurannsóknar
og ákæran nú er vegna sím-
tals sem forsetinn átti við
starfsbróður sinn í Kiev fyr-
ir aðeins sex mánuðum.
Þegar „litli símamað-
urinn“ hafði upplýst demó-
krata um að hann hefði það
eftir manni sem segðist hafa
það eftir öruggum heim-
ildum að Trump hefði sagt
eitthvað hræðilegt við
kollegann í síma fór ákæran í
gang. Tilkynnt var að Trump
yrði ákærður til embættis-
missis fyrir landaráð, mútur
og fyrir að þvælast fyrir
„rannsókn demókrata“ á
þingi.
Eftir málsmeðferð í full-
trúadeildinni voru smámálin
tvö, landráð og mútur, ekki
lengur með. Eftir stóð þá að-
eins sá hroðalegi glæpur að
Trump hefði neitað, með vís-
un í þrígreiningu valdsins,
að heimila að starfsmenn
hans sætu tugum saman í
yfirheyrslum um ekkert í
þinginu, og neyddust til að
kosta til þess hver maður
milljónum eða tugmilljónum
í lögfræðiaðstoð úr eigin
vasa.
Enda væri beiðnin um
slíkar yfirheyrslur eins og
hver önnur vitleysa. Allt
þetta fólk átti að yfirheyra
um hvað hefði falist í samtal-
inu. Það hefði jú verið ríkis-
leyndarmál og vitnisburður
því eina leiðin til að nálgast
innihald þess. En vandinn
fyrir demókrata í þessum
efnum er sá, að Trump lét
skrifa upp hið fræga samtal
frá orði til orðs og sendi
demókrötum það! Botninn er
því dottinn úr kröfunni um
yfirheyrslur og illa rifin leik-
tjöldin hanga ein eftir.
Nú situr Pelosi með ákær-
una sína í fanginu og neitar
að afhenda hana þeim sem
samkvæmt stjórnarskránni á
að fjalla um hana, undir
fundarstjórn sjálfs forseta
Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Og kjósendur úr hennar eig-
inn ranni kunna henni ekki
lengur neinar þakkir.
Vonandi rætist þó úr
þessu og þá helst ekki seinna
en 26. mars nk. en þá ætlar
Pelosi að halda upp á
áttræðisafmæli sitt.
Símtalsákæran
á hendur Trump
gerir nú demó-
krötum minna
en ekkert gagn}
Búmerang á bakaleið
F
yrir sex hundruð árum orti Skáld
Sveinn í Heimsósóma: „Peningur
veitir völd en minnkar náðir“.
Það er ekki nýtt að á auðlegð séu
tvær hliðar. Veraldlegur auður
veitir sjaldnast sælu. Megas sagði í fallegu
lagi: „Jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem
er best, en svo þarf ég að greiða dýru verði
það sem er verst.“
Samt er það löngunin í peninga sem drífur
samfélagið áfram. Flestir vilja meira og
meira, helst meira en hinir. Fáir eru þó jafn
hreinskilnir og bandaríski rithöfundurinn
Gore Vidal sem sagði eitthvað á þessa leið: „Í
hvert skipti sem vini mínum gengur vel deyr
eitthvað inni í mér.“ Ekkert er jafn hræðilegt
og að vera „skilinn eftir“ meðan aðrir njóta
velgengni, jafnvel þó að maður hafi það ágætt.
Og það er vissulega átakanlegt að sjá auðnuleysingja
sem búa í sárri örbyrgð eða neyð. Fólk sem á ekki fyrir
mat, lifir á beiningum og á hvergi höfði sínu að halla. Við
segjum að hver sé sinnar gæfu smiður, en samt finnum
við til þegar við sjáum tötrasveina, eins og þegar Einar
skáld Benediktsson rétti betlara smápening sem var
„gnótt í hans hönd, en aska í minni“.
Margir tala um fátækt á Íslandi og hér eiga vissulega
ýmsir erfitt. En þeir hafa þó nauðþurftir, hér þarf eng-
inn að svelta eða sofa á víðavangi. Enn þann dag í dag
búa hundruð milljóna manna við sára fátækt; fá hvorki
vatn né rafmagn. Milli fátæktar og sárafátæktar er breið
gjá. Þrátt fyrir misskiptingu auðs fækkar þó stöðugt í
hópi þeirra sem líða sáran skort. Þróun-
araðstoð menntar og eykur jafnrétti milli
kynja. Frelsi og jafnrétti eru óaðskiljanleg,
en við þurfum líka að rækta bræðralagið.
Á jólum sendu margir vinum og ættingjum
kveðju í korti. Mér finnst það fallegur siður,
en sé að æ fleiri telja hann allt of dýran og
tímafrekan. Og það er rétt. Það er tímafrekt
að rækta vináttu, þó að það sé bara gert með
einu korti eða símtali. En er tímanum betur
varið í Netflix eða tölvuleik? Er ekki ráð að
taka öðru hvoru upp símann eða bregða sér í
heimsókn til frænda og vina? Lífið er svolítið
eins og spegill. Ef maður brosir framan í það,
brosir það á móti.
Margir leita hamingjunnar í frægð, völdum
eða auðlegð. Krónur og aurar kaupa fast-
eignir og hlutabréf, en vinátta, virðing og
traust verða ekki keypt eða metin til fjár. Verðmætustu
endurminningarnar eru sjaldnast um dýra hluti. Nei,
sælan er í leik við börn, kaffibolla við eldhúsborð for-
eldra eða frændfólks, gönguferð í rigningunni eða sól-
setri í sveitinni.
Í gömlu handriti segir: „Hinn góði maður, þótt hann
þjóni öðrum, er hann þó frjáls. En hinn illi maður, þótt
hann hafi konungsríki er hann þó þræll fastur á fótum,
eigi sem eins manns sé, heldur jafnmargra drottna sem
hann á löstu marga.“
Minnumst þessa og verum frjáls á nýju ári.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sitt er hvað, auður og auðna
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Það voru tvö banaslys á þessuári. Það er ekki algengt aðþað gerist,“ segir ÞorkellÁgústsson, verkfræðingur
og rannsóknarstjóri flugsviðs rann-
sóknarnefndar samgönguslysa
(RNSA), í samtali við Morgunblaðið
um árið sem senn er liðið.
Eins og Þorkell nefnir hefur ár-
ið 2019 verið óvenju sorglegt í sögu-
legu samhengi hvað flugslys varðar
en á árinu hafa alls fjórir látist í
tveimur flugslysum hér á landi. Til
viðmiðunar létust engir í flugslysum
hérlendis á árunum 2016-2018.
Fjórir létust
Hinn 9. júní létust þrír í alvar-
legu flugslysi við flugvöllinn við
Múlakot í Fljótshlíð. Fólkið var um
borð í lítilli tveggja hreyfla einka-
flugvél en hún hrapaði til jarðar um
kílómetra frá flugbrautinni í Múla-
koti. Skömmu áður en slysið varð
hafði flugmaður flugvélarinnar æft
snertilendingar á vellinum. Þeir sem
létust voru hjón og sonur þeirra. Auk
þeirra voru í vélinni annar sonur
hjónanna og ung kona sem slösuðust
mikið.
Rúmum mánuði síðar varð ann-
að banaslys ársins þegar flugvél
hlekktist á í flugtaki á Haukadals-
flugvelli á Rangárvöllum hinn 27.
júlí. Sá sem lést var íslenskur karl-
maður á sjötugsaldri.
Stöðvaðist á hvolfi
Einungis tveimur dögum áður
hafði átt sér stað slys á sama flug-
velli, Haukadalsflugvelli á Rangár-
völlum, en þá hlekktist flugvél á í
lendingu. Vélin snerist í lendingunni
og við það hvolfdi henni og hún
stöðvaðist á hvolfi. Flugmaðurinn
var einn um borð og komst út
ómeiddur.
Hinn 20. júlí hlekktist lítilli fis-
vél á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi.
Var vélin komin nokkra metra upp í
loft þegar hún missti afl og brotlenti.
Tveir voru í vélinni og hlaut annar
minni háttar áverka.
Þá varð slys á Svefneyjum á
Breiðafirði hinn 15. ágúst þegar lítilli
flugvél hlekktist á í flugtaki. Tveir
voru um borð sem komust út óslas-
aðir.
Einnig varð slys 17. september
þegar lítil eins hreyfils flugvél brot-
lenti á Skálafelli. Flugmaðurinn var
einn í vélinni og var fluttur á bráða-
móttöku Landspítalans til aðhlynn-
ingar.
Átta flugslys í ár
Frá slysinu á Skálafelli í sept-
ember hafa engin bæst í hóp þeirra
sem RNSA skilgreinir sem flugslys.
Alls eru flugslysin árið 2019 orðin
átta talsins en í fyrra urðu engin slys.
Spurður um þetta segir Þorkell: „Ár-
ið í fyrra var svolítið sérstakt fyrir
þær sakir að þá var ekkert skráð slys
hjá okkur. Það hafði ekki gerst í 49
ár.“ Hann segir töluna sem nú liggur
fyrir, átta slys, þó ekki vera neitt sér-
staklega háa. „Það að það séu átta
slys núna er kannski í meira lagi, en
það er ekkert alveg á skjön við með-
altalið. Það hafa kannski verið um
sex eða sjö á ári. Þetta er svo lítið úr-
tak.“
Spurður frekar um málið segir
hann að ekki sé að merkja neina sér-
staka ástæðu fyrir því að í fyrra hafi
ekkert slys orðið en í ár átta. Þar ráði
í raun tilviljun ein. „Við erum í raun
ekkert óvön því að hér séu á bilinu
sex til átta slys.“ Frekar sé óvenju-
legt að hér verði engin flugslys.
Hann nefnir þó aftur að það sé
óvenjulegt að tvö banaslys eigi sér
stað á sama ári.
Tvö banaslys í flugi
óvenjulega mikið
Morgunblaðið/Hari
Á Skálafelli Frá rannsókn RNSA á vettvangi 17. september síðastliðinn. Er
það síðasta flugslys sem orðið hefur og verður vonandi það síðasta í ár.
Auk hinna átta flugslysa sem
hafa orðið á árinu hefur fjöldi til-
vika, sem eru skilgreind sem al-
varleg flugatvik, komið til rann-
sóknar hjá rannsóknarnefnd
samgönguslysa.
Í gær stóð fjöldi „alvarlegra
flugatvika“ í 15.
Þorkell segir að almennt megi
segja að það teljist alvarlegt
flugatvik, en ekki flugslys, þegar
„það er tilviljun að ekki varð
slys“.
Í reglugerð um störf rann-
sóknarnefndar samgönguslysa
eru nefnd dæmi um tilvik sem
talin eru dæmigerð fyrir alvarleg
flugatvik. Þar er sem dæmi nefnt
þegar naumlega var komið í veg
fyrir að flogið væri í jörð undir
fullri stjórn, þegar lent er á lok-
aðri eða upptekinni flugbraut,
þegar nauðsynlegt var að flug-
áhöfn gripi til súrefnis í neyð eða
þegar flugliðar verða ófærir um
að gegna störfum sínum í flugi.
Tilviljun að
ekki varð slys
15 ALVARLEG FLUGATVIK