Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 36

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 ✝ Sigurður Ei-ríksson fæddist 22. mars 1928 í Fíflholts-Vestur- hjáleigu í Vestur- Landeyjum. Hann lést 14. desember 2019 á Hjúkrunar- heimilinu Ljós- heimum, Selfossi. Foreldrar Sig- urðar voru Eiríkur Björnsson bóndi, f. 1887, d. 1943, og Þórunn Guð- mundsdóttir húsfreyja, f. 1888, d. 1972. Alsystir Sigurðar var Vilborg, f. 1923, d. 2015, hálf- bróðir samfeðra var Ársæll Ei- ríksson, f. 1915, d. 2007, og hálfbróðir sammæðra var Markús Hjálmarsson, f. 1918, d 2010. Hinn 26. desember 1953 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðfinnu Sveinsdóttur, f. 15.6. 1928, frá Efri-Kvíhólma, Vestur-Eyja- fjöllum. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónasson, f. 1902, d. 1981, verkamaður og síðar bóndi að Rotum undir Vestur- Eyjaföllum og Ragnhildur Jó- hannsdóttir húsfreyja, f. 1904, d. 1972. Sigurður og Guðfinna eign- uðust fimm börn. Trausti, f. 12.12. 1950. Viðar, f. 30.4. 1952, hennar er Sigvard A. Sigurðs- son Hammer, börn þeirra eru Berglind Ósk, f. 11.12. 1985, eiginmaður Eiríkur Ingvi Jóns- son, Bjarki Þór, f. 16.9. 1989, sambýliskona Linzi Trosh og Sandra Sif, f. 2.6. 1992, sam- býlismaður Guðmundur H. Björgvinsson. Barnabörnin eru sex. Sigurður ólst upp í Fíflholts- Vesturhjáleigu. Á uppvaxtarár- unum hjálpaði hann til við bú- störfin heima við. Seinna sem ungur maður vann hann við hin ýmsu störf, m.a. í vélsmiðju í Reykjavík og hélt hann þá til hjá Vilborgu systur sinni. Eftir það vann hann lengi á skurð- gröfu víða um sveitir í Rang- árvalla- og Skaftafellssýslu. Ár- ið 1946 kynntist Sigurður Guðfinnu en þá voru þau við störf í Sláturhúsinu á Hellu. Þau felldu strax hugi saman. Leið þeirra lá síðar til Vest- mannaeyja þar sem hann starf- aði hjá Ísfélaginu. Árið 1950 fluttu þau að Indriðakoti undir V-Eyjafjöllum og hófu þar bú- skap, bjuggu þar í tíu ár en þá fluttust þau að Ormskoti í sömu sveit. Árið 1965 brugðu þau búi og fluttust á Eyrarbakka. Þar vann hann m.a. við hafnargerð, smíðar o.fl. Síðar keypti hann vörubíl og starfaði sjálfstætt í mörg ár. Útför Sigurðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 28. desember 2019, klukkan 13. Einar Bragi, f. 18.7. 1953, d. 15.7. 2018, Svandís Ragna, f. 5.9. 1954, og Eygló Alda, f. 17.11. 1964. Trausti er kvæntur Sigríði Sæmundsdóttur, sonur þeirra er Sigmundur Unnar, f. 28.9. 1971. Unn- usta Anna Sól- mundsdóttir. Barnabörnin eru þrjú. Viðar, sambýliskona hans er Guðbjörg Bjarnadóttir, börn Viðars eru Sigurður Grétar, f. 7.9. 1978, sambýliskona Britta Magdalena. Viðar Þór, f. 7.10. 1981, og Ólöf Valborg, f. 26.6. 1996, sambýlismaður Arnar Freyr. Barnabörnin eru sjö. Einar Bragi kvæntist Soffíu A. Jóhannsdóttur, börn þeirra eru Guðfinna Kristín, f. 18.6. 1975, sambýlismaður Eggert Bergmann, Jóhanna Sigrún, f. 24.12. 1979, sambýlismaður Kristinn Helgason, Jóhann Freyr, f. 19.2. 1983, og Þórunn Ósk, f. 25.7. 1988. Barnabörnin eru níu. Svandís Ragna, sambýlis- maður hennar var Árni Alex- andersson en hann er látinn. Eygló Alda, sambýlismaður Í dag er sorg og mikill sökn- uður í hjarta mínu er ég kveð elsku besta pabba minn. En jafn- framt er mér þakklæti ofarlega í huga því það er ekki sjálfgefið að fá að hafa pabba sinn svona lengi hjá sér. Pabbi minn var jafn fal- legur að utan sem innan. Góður, skemmtilegur og fróður. Hann vildi öllum vel jafnt mönnum sem dýrum. Alla tíð var hann stoltur af sinni konu og hennar dugnaði, mátti hann það svo sannarlega. Nú er bara að ylja sér við allar góðu minningarnar um besta pabba í heimi. Við vorum alla tíð mjög náin og ekki hvað síst nú í seinni tíð. Þegar ég var barn taldi ég að ekki mætti tala eftir kvöld- bænirnar, er mér minnisstætt at- vik frá því að ég var lítil stelpa, ég var að festa svefn en þá heyrði ég í pabba frammi í eldhúsi, hann var þá kominn heim eftir nokk- urra daga fjarveru vegna vinnu. Ég þaut fram til að hitta hann og knúsa, áttaði mig svo á að ég var búin að fara með bænirnar svo ég varð að að fara með þær aftur. Pabbi minn var einstakur dýra- vinur. Kindur voru í miklu uppá- haldi hjá honum og talaði hann alltaf um fé eða kindur, alls ekki rollur. Eftir að pabbi fór á hjúkr- unarheimilið Ljósheima fékk hann nokkrum sinnum kiðling í heimsókn, sem hann kunni svo sannarlega að meta, en það var yndislegri starfsstúlku að þakka. Það var einstakt samband á milli pabba og kisunnar Uno sem varð tæplega 18 ára og var mikið dekurdýr hjá foreldrum mínum. Þeir spjölluðu saman, fóru í göngutúra saman, lögðu sig sam- an, fóru í útilegu saman og svona mætti lengi telja. Þrátt fyrir hversu dekraður Uno var fékk hann ekki að fara í bílskúrinn ef þar voru mýs. Nei minn veiddi mýsnar lifandi og sleppti þeim síðan vestur á sandi. Músagildrur voru pyntingartæki sem átti ekki að líða. Margar svipaðar sögur rifjast upp, en þær lýsa vel hans fallega hjartalagi. Þá eru ófáar minningarnar tengdar útilegum, bústaðaferðum og ferðalögum um landið, bæði frá barnæsku minni og eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu. Hann þekkti landið okkar vel og var mikið gaman að ferðast með þeim mömmu. Hann var einstaklega minnugur allt fram á síðustu stundu og það ber að þakka. Kennitala segir nefnilega ekki allt eins og margur heldur. Marg- ar vísur og ljóð hef ég skrifað eft- ir honum síðustu ár ásamt ýms- um fróðleik sem annars væri líklega gleymdur. Það verður skrýtið fyrst um sinn að geta ekki bara spurt pabba. Ég trúi að elsku Einar minn hafi tekið á móti pabba okkar og nú séu þeir sameinaðir. Ég lofa að hugsa eins vel og ég get um elsku mömmu. En þangað til næst Guð geymi þig elsku besti minn. Þín dóttir, Eygló Alda. Með söknuð og miklu þakklæti í hjarta kveð ég þig, elsku tengdapabbi. Allt frá því við kynntumst hefur hógværð þín og manngæska verið mikil. Ekki minnist ég þess að þú hafir svo mikið sem byrst þig við nokkurn mann, en ef það hefur átt sér stað, hefur það ekki verið að ástæðulausu. Ég er sannfærður um að meiri dýra- og mannvinur er vandfundinn. Sagan af risa- stóra vikurhlassinu sem þú fluttir hér um árið fyrir ungu húsbyggj- endurna sem þú þekktir ekkert, og það án þess að taka krónu fyr- ir lýsir þér vel. Og þegar mýsnar gerðu sig heimakomnar í bíl- skúrnum hjá ykkur þá mátti ekki beita hefðbundnum gildrum eða hleypa kisa inn í bílskúrinn, nei það varð að ná þeim lifandi og fara með þær vestur á sand og sleppa þeim þar. Margar mjög góðar minningar á ég frá okkar samverustundum hvort sem við vorum heima á Garðafelli, í úti- legu eða í bústað einhvers staðar, alltaf já alltaf var gaman meira að segja þegar lyklarnir læstust inni í bíl í Borgarfirðinum. Og síðustu ár er ljúft að minnast allra góðu samverustundanna með þér á Bakkanum, Ljósheimum eða heima í Eyjum og hvað minni þitt var ótrúlega gott, mundir bæjar- og staðarnöfn hvort sem var á Ís- landi eða erlendis betur en við yngra fólkið, alveg fram á síðustu daga. Með þakklæti í hjarta kveð ég þig, elsku Siggi minn, og takk fyrir allt og allt. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. ... (Bubbi Morthens) Þinn tengdasonur, Sigvard. Elsku hjartans afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég er ekki tilbúin að kveðja þig og eru því þessi orð skrifuð með miklum trega. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu sem enginn mun ná að fylla upp í því þú varst engum líkur. Hjartalag þitt var einstakt, við fjölskyldan vorum ekki þau einu sem tókum eftir því og sannaðist það í hvert sinn sem ég var spurð að því hverra manna ég væri og ef sá sem spurði þekkti til þín var nóg að segja nafnið þitt og þá fékk ég að heyra ótal sögur um þig, elsku afi. Þær voru allar um það hve duglegur þú varst í vinnu, þolinmóður við þá sem voru að taka sín fyrstu skref í vinnu og góður vinur vina þinna. Mikið sem ég var montin í hvert sinn sem einhver hafði eitthvað um þig að segja, svo stolt að kalla þig afa minn. Ég vona að þú vitir hve mikið ég hef alltaf litið upp til þín og er svo þakklát fyrir þau rúm 27 ár sem við fengum saman og sér- staklega þakklát fyrir að hafa fengið að búa hjá þér og ömmu fyrstu árin mín í fjölbraut. Það gerði okkur enn nánari og mynd- aði það ómetanlegt samband á milli okkar, samband sem sást ekki endilega utan á okkur en dýrmæt tenging okkar á milli. Eins sárt og það er að reyna að sætta sig við að þú sért farinn þá hugga ég mig við dýrmætar minningar um tímann sem við áttum saman og þær ómetanlegu stundir Írisar Drafnar og Evu Berglindar með elsku afa lang. Við lofum að passa upp á elsku ömmu. Ég elska þig afi minn, þú veist það. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár- .minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar, elsku afi. Sandra Sif Sigvarðsdóttir og fjölskylda. Elsku hjartans afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði en með miklu þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að njóta þeirra for- réttinda að eiga þig að. Það er svo skrítið að eiga ekki eftir að stoppa hjá þér á leið minni í gegnum Selfoss, en það gerðum við alltaf og bjuggum til minningar sem ég á eftir að hlýja mér á. Það var einstaklega gam- an að heyra sögur og frásagnir um líf þitt. Það var með ólíkind- um hvað þú varst minnugur í þeim frásögnum en hugur þinn var alveg skír þó að líkaminn væri þreyttur. Þú varst með allt á hreinu, öll nöfn og öll smáatriði og gast frætt okkur um allt mögulegt. Það var alltaf gott að tala við þig elsku afi, og dýrmætasta afmæl- iskveðjan þetta árið var kveðjan frá þér, en mamma mín var hjá þér og rétti þér símann þar sem þú óskaðir mér til hamingju með daginn, spurðir svo hvernig allir hefðu það og hvort að það væru ekki allir hressir en fólkið þitt var alltaf ofarlega í huga þínum. Elsku afi, hefði ég vitað að þetta væri síðasta samtalið okkar, þá hefði ég reynt að hafa það lengra. Frá því ég man eftir mér hafa þú og amma verið mínir demantar, en ég man ekki eftir mörgum öðr- um fyrstu æviár mín fyrir utan foreldra mína en afa og ömmu og hversu dásamlegt það var að koma til ykkar á Garðafell. Það er það sama hjá mínum börnum, en afi lang og amma lang eru þeim mjög dýrmæt og finnst þeim ekki minna notalegt en mér að hjúfra sig í hálsakotið þitt og finna hlýjuna frá elsku afa lang. Mér finnst svo sárt að vera að skrifa síðustu kveðjuna mína til þín elsku afi, þó ég viti að þú verður alltaf með okkur þá er þetta þyngra en tárum tekur. Með ein- lægri þökk fyrir allt og allt. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Elsku heimsins besti afi minn, þú munt alltaf lifa í minningunni og sú minning er falleg. Berglind Ósk Sigvarðsdóttir og fjölskylda. Sigurður Eiríksson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og samúð við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og ömmu, ÞURÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Dalseli 17, sem lést 4. desember. Skúli Oddsson Ólafur Pétur Georgsson Ýrr Baldursdóttir Magnús Unnar Sandra Dís Jónsdóttir Þórunn Skúladóttir Auður Björk Kvaran Bergljót Sigurðardóttir Sigurveig Pétursdóttir Roine Hultgren Pétur Eggerz Pétursson Alda Arnardóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF EINARSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Engjaseli 52, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 13. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bogi Þórðarson Þórður Birgir Bogason Tinna Björk Baldvinsdóttir Einar Þór Bogason Jana Friðfinnsdóttir Aron Baldvin, Dara Sóllilja, Stígur Diljan, Snæfríður Eva, Tandri og Ýrr Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdmóðir og amma, ÞÓRA ALBERTA GUÐMUNDSDÓTTIR kennari, Glæsibæ 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju, mánudaginn 6. janúar klukkan 13. Bjarni Sighvatsson Kristján Guðni Bjarnason Ásdís Pétursdóttir Ingimar Guðjón Bjarnason Sólveig Fríða Jóhannsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FREYR ÞÓRARINSSON fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 21. desember. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju 7. janúar klukkan 15. Matthildur Guðný Guðmundsdóttir Þórólfur Jónsson Sigrún Valgarðsdóttir Össur Geirsson Saga Össurardóttir Anders Olsen Setså Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir Aðalsteinn Grétar Gestsson Freyþór Össurarson Sophie Louise Webb Freyja Matthildur og Sólbjartur Þór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.