Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
40 ára Atli ólst upp á
Seltjarnarnesi en býr í
Hafnarfirði. Hann er
menntaður leikari frá
Listaháskóla Íslands.
Atli er markaðsstjóri
Þjóðleikhússins,
skemmtikraftur, út-
varpsmaður og kennari við Bjórskólann.
Hann er nýhættur í stjórn Barnaheilla þar
sem hann sat í þrjú ár.
Maki: Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir, f.
1982, fasteignasali.
Börn: Ásmundur, f. 1999, Þórdís, f. 2006,
Maríanna, f. 2009, og Óskar Þór, f. 2017.
Foreldrar: Jóna Ágústa Ragnheiðar-
dóttir, f. 1957, búsett í Hafnarfirði, og
Albert Klemenzson, f. 1957, búsettur í
Kópavogi.
Atli Þór
Albertsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þín á því að láta engan mis-
nota tilfinningar þínar hvort heldur um er
að ræða vini og vandamenn eða aðra aðila.
Stundum er best að segja sem minnst.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki allt gull sem glóir og
margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til kast-
anna kemur. Gefðu þér tíma til þess að
sinna skrokknum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samskipti þín við vini þína gætu
gengið eitthvað stirðlega í dag. Draumar
þínir eru fallegir og því getur líf þitt hæg-
lega tekið jákvæða stefni á næstunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hinn tilfinningalegi titringur sem þú
skynjar er ekki bara í höfðinu á þér. Láttu
þér ekki til hugar koma að framkvæma
hluti, sem þú ert innst inni alfarið á móti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vilt alls ekki troða neinum um tær,
en stundum neyðist þú til þess. Fólk gerir
sér allt of oft ekki grein fyrir því hvað litlu
hlutirnir í lífinu skipta miklu máli.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Breytingar sem þú gerir á heimilinu
núna leiða hugsanlega til hagnaðar í fram-
tíðinni. Næsta ár verður þér gjöfult.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þörf þín fyrir að breyta til og taka þér
frí frá vinnu eykst. Bíddu til morguns með
að svara spurningu sem þú færð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Varastu að gagnrýna aðra um
of því þú ert nú svo sem fullkomin/n heldur.
Reyndu að sjá það góða í öðrum og hældu
fólki oftar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki aðra stela hug-
myndum þínum því þær eiga eftir að fleyta
þér langt. Einhver biður um ráð og þú ættir
að valda svarið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þú sért full/ur af krafti og
viljir drífa í hlutunum geturðu ekki ætlast til
þess að aðrir séu alltaf sama sinnis. Láttu
reyna á skipulagshæfileika þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig dreymir stóra drauma um
að ganga frá samningum, en þegar kemur
að því þá eru þeir framar öllum vonum.
Frændfólk þitt kemur þér á óvart.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú segir meiningu þína máttu
eiga von á að einhver valdabarátta gjósi
upp á vinnustað. Góður vinur hlustar og
dæmir ekki.
leikari. Má nefna Orion og Sigrúnu
Harðardóttur, Hljómsveit Hauks
Morthens, Lúdó sexett og Stefán en
einna eftirminnilegast finnst honum
samstarfið við Ragnar Bjarnason en
Hljóðfæraleikur hefur verið
aukabúgrein hjá Stefáni í um 50 ár
og hefur hann leikið með ýmsum
danshljómsveitum, ýmist sem
trommuleikari eða hljómborðs-
S
tefán Jökulsson fæddist í
Reykjavík 28. desember
1949 og voru æskuslóð-
irnar í Norðurmýrinni og
fyrsti skólinn Ísaksskóli.
„Ísak bjó skammt frá okkur og
stundum urðum við samferða yfir
Klambratúnið í skólann hans í Hlíð-
unum. Það þótti mér upphefð.“
Stefán lauk stúdentsprófi frá KÍ
1972 og stundaði þar kennslurétt-
indanám. Svo tók við nám í ensku og
sagnfræði við HÍ en MA-prófi í fjöl-
miðlafræði lauk hann við Leicester-
háskóla í Englandi árið 2000. „Ég
varð snemma grunnskólakennari og
kenndi íslensku og ensku í rúman
áratug, fyrst í Breiðholtsskóla, svo á
Hallormsstað og loks í Austurbæj-
arskóla. Á þessum árum öðlaðist ég
dýrmæta reynslu sem átti eftir að
koma sér vel í háskólakennslu
síðar.“
Árið 1984 urðu kaflaskil hjá Stef-
áni. Hann varð dagskrárgerðar-
maður á Rás 1 og næstu sex árin var
hann umsjónarmaður fjölmargra
þátta og þáttaraða, stjórnandi
morgunútvarps og leiðbeinandi á
námskeiðum fyrir starfsfólk. Nám-
skeiðin tengdust starfsnámi Stefáns
hjá BBC í London 1985 en þar lærði
hann dagskrárgerð fyrir útvarp og
lauk prófi sem snerist um stjórn og
rekstur útvarpsstöðva. „Ég held að
ég hafi aldrei lært eins mikið á stutt-
um tíma og ég gerði á nokkrum
mánuðum hjá BBC.“
Í tæpan áratug starfaði Stefán á
auglýsingastofum, lengst á Auglýs-
ingastofu Kristínar, AUK, þar sem
hann starfaði sem hugmynda- og
textasmiður. Hann var fyrsti rit-
stjóri Nýrra menntamála, fagtíma-
rits tvennra samtaka kennara, og
fékkst lengi við þýðingar hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Svo hefur hann þýtt tíu
bækur, einkum fyrir bókaútgáfuna
Örn & Örlyg. „Þekktust þessara
bóka er líklega kynlífsbókin
Sjafnaryndi. Sumum félögum mín-
um fannst gaman að segja öðrum
frá því, grafalvarlegir, að ég hefði
ekki aðeins þýtt bókina heldur hefði
ég þurft að prófa sjálfur allt sem
fjallað væri um í henni svo þýðingin
yrði trúverðug.“
þeir tveir skemmtu gestum Mímis-
bars á Hótel Sögu um árabil.
Árið 2003 var Stefán ráðinn lektor
á sviði miðlalæsis við KHÍ sem nú er
Menntavísindasvið HÍ. Miðlalæsi
snýst ekki aðeins um prent heldur
einnig um myndir og hljóð, og sam-
virkni allra þeirra mála eða tákn-
kerfa sem koma við sögu í marg-
miðlun samtímans. „Markmiðið er að
við verðum vakandi og gagnrýnin
varðandi efni sem við notum eða
njótum og lærum að beita nýrri
tækni við að búa til alls konar efni.
Stafrænir miðlar hafa auðgað og
auðveldað starf kennara og nem-
endur hafa fengið öflug verkfæri í
hendur.“ Í upphafi starfs síns í HÍ
kom Stefán fyrsta námskeiðinu um
miðlalæsi á laggirnar og síðan hefur
það verið mikilvægur þráður í kenn-
aramenntuninni þar.
Fjölskylda
Dóttir Stefáns og Elínar Thor-
arensen hárgreiðslukonu, f. 30.6.
Stefán Jökulsson, kennari, útvarpsmaður og músíkant – 70 ára
Annar í jólum Stefán ásamt börnum og barnabörnum, frá vinstri: Ingibjörg, Stefán Jökull með Sigurbjörgu Sóleyju,
Stefán með Áróru Snædísi, Ásta Lilja, Finnbogi Jökull, Sara Snædís og Elín.
Sköpun og miðlun í forgrunni
Samstarfsfélagar Ragnar og Stefán. Afmælisbarnið Stefán.
30 ára Kristinn ólst upp
í Bamberg í Bæjaralandi
og í Laugardalnum í
Reykjavík og býr þar.
Hann er með BS-gráðu í
viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands og er
rekstrarstjóri hugbún-
aðarfyrirtækisins Gagnverk. Hann er einnig
stofnandi nýsköpunarvefsins Northstack
og rekur það. Kristinn situr í stjórn Holl-
vinasambands MH.
Maki: Sunna Karen Einarsdóttir, f. 1993,
kórstjóri í Langholtskirkju og Kársnesskóla.
Foreldrar: Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir, f.
1961, sjúkrahúsprestur og Hróbjartur
Árnason, f. 1960, lektor á mennta-
vísindasviði HÍ. Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Kristinn Árni Lár
Hróbjartsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt