Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 England Wolves – Manchester City ...................... 3:2 Staðan: Liverpool 18 17 1 0 46:14 52 Leicester 19 12 3 4 41:18 39 Manch.City 19 12 2 5 52:23 38 Chelsea 19 10 2 7 33:27 32 Wolves 19 7 9 3 29:24 30 Tottenham 19 8 5 6 34:27 29 Sheffield Utd 19 7 8 4 23:17 29 Manch.Utd 19 7 7 5 30:23 28 Crystal Palace 19 7 5 7 17:21 26 Newcastle 19 7 4 8 19:28 25 Arsenal 19 5 9 5 25:28 24 Burnley 19 7 3 9 23:30 24 Everton 19 6 4 9 21:29 22 Southampton 19 6 3 10 23:37 21 Brighton 19 5 5 9 22:28 20 Bournemouth 19 5 5 9 20:26 20 West Ham 18 5 4 9 20:30 19 Aston Villa 19 5 3 11 25:33 18 Watford 19 2 7 10 12:33 13 Norwich 19 3 3 13 19:38 12 Belgía Charleroi – Oostende .............................. 5:0  Ari Freyr Skúlason lék ekki með Oost- ende vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Enski boltinn á Síminn Sport Brighton – Bournemouth.................. L12.30 Newcastle – Everton................ (mbl.is) L15 Norwich – Tottenham ....................... L17.30 Burnley – Manchester United.......... L19.45 Arsenal – Chelsea .............................. S14.00 Liverpool – Wolves ............................ S16.30 UM HELGINA! HANDBOLTI Þýskaland Göppingen – Leverkusen ................... 28:29  Hildigunnur Einarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Leverkusen. Blomberg-Lippe – Neckarsulmer ..... 33:29  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Neckarsulmer.  Dortmund 16, Bietigheim 15, Blomberg- Lippe 14, Thüringer 12, Metzingen 12, Leverkusen 10, Bensheim 8, Oldenburg 7, Buxtehuder 6, Neckarsulmer 4, Bad Wild- ungen 2, Göppingen 2, Kurpfalz 2, Mainz 2. Rússland Enisey – UNICS Kazan....................... 95:93  Haukur Helgi Pálsson skoraði þrjú stig fyrir Kazan og tók þrjú fráköst en hann lék í 15 mínútur.  Efstu lið: Khimki Moskva 11/1, CSKA Moskva 9/3, Lokomotiv Kuban 7/4, Enisey 6/4, UNICS Kazan 6/5, N. Novgorod 5/6. Svíþjóð Djurgården – Borås ................... (frl.) 92:95  Elvar Már Friðriksson skoraði 12 stig fyrir Borås, tók sex fráköst og gaf níu stoð- sendingar en hann spilaði 30 mínútur.  Efstu lið: Borås 15/3, Köping Stars 14/3, Luleå 13/5, Södertälje 11/7, Wetterbygden Stars 11/6. NBA-deildin Detroit – Washington....................... 132:102 Brooklyn – New York .......................... 82:94 Dallas – San Antonio .......................... 102:98 Oklahoma City – Memphis ................ 97:110 Sacramento – Minnesota ....... (2frl) 104:105 Utah – Portland ................................ 121:115 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 27/5, Boston 21/7, Miami 22/8, Philadelphia 23/10, Indiana 21/10, Toronto 21/10, Brooklyn 16/14, Orlando 13/17, Charlotte 13/20, Chicago 12/20, Detroit 12/ 20, Cleveland 9/21, Washington 9/21, New York 8/24, Atlanta 6/25. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 24/7, Denver 21/9, LA Clippers 23/10, Houston 21/10, Dallas 20/10, Utah 19/12, Oklahoma City 15/15, Portland 14/ 18, San Antonio 12/18, Sacramento 12/19, Memphis 12/20, Phoenix 11/19, Minnesota 11/19, New Orleans 9/23, Golden State 8/24. KÖRFUBOLTI ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Samtök íþróttafréttamanna hafa kosið íþróttamann ársins í 64. skipti og opinbera niðurstöðuna í hófi í Hörpu í Reykjavík í kvöld. Bein út- sending frá kjörinu hefst á RÚV klukkan 19.40. Um leið verða birt úr- slit í kjöri samtakanna á þjálfara árs- ins og liði ársins en kynnt var á Þor- láksmessumorgun hverjir hefðu orðið í efstu sætunum án þess að endanleg röð þeirra hefði verið birt. Vilhjálmur Einarsson var kjörinn fyrstur árið 1956, eftir að hann hlaut silfurverðlaunin í þrístökki á Ólymp- íuleikunum í Melbourne það ár. Hann hefur jafnframt verið kjörinn oftast allra. Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð í kringum kjörið árið 1956 af þeim fjórum sem þá höfðu atvinnu af því að skrifa um íþróttir en það voru Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sig- urðsson. Í ár höfðu 28 meðlimir í SÍ atkvæðisrétt en hver þeirra valdi tíu einstaklinga á sinn lista og þeir fá frá einu og upp í tuttugu stig í kosning- unni. Íþróttafólkið sem er í tíu efstu sætunum í ár er eftirtalið, í stafrófs- röð: Anton Sveinn McKee (sund), Arn- ar Davíð Jónsson (keila), Aron Pálmarsson (handbolti), Glódís Perla Viggósdóttir (knattspyrna), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (frjáls- íþróttir), Guðmundur Ágúst Krist- jánsson (golf), Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna), Júlían J.K. Jóhanns- son (kraftlyftingar), Martin Her- mannsson (körfubolti), Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna). Í kjörinu á þjálfara ársins eru eft- irtaldir í efstu sætunum: Alfreð Gíslason (handbolti), Óskar Hrafn Þorvaldsson (knattspyrna), Patrek- ur Jóhannesson (handbolti). Í kjörinu á liði ársins eru það karlalið Selfoss í handbolta, kvenna- lið Vals í körfubolta og kvennalið Vals í handbolta sem eru í efstu sæt- unum.  Í þau 63 skipti sem kjörið hefur farið fram hefur frjálsíþróttafólk oft- ast verið kosið, eða í 21 skipti. Hand- bolti og knattspyrna hafa fengið tit- ilinn 12 sinnum hvor grein og sund 9 sinnum.  Aðrar greinar sem hafa átt íþróttamann ársins eru kraftlyft- ingar (3), körfubolti (2), júdó, hesta- íþróttir, þolfimi og golf.  Karlar hafa í 56 skipti orðið fyrir valinu en 7 konur hafa verið kjörnar íþróttamenn ársins. Þrjár þeirra á síðustu fjórum árum.  Vilhjálmur Einarsson hefur oft- ast verið kjörinn íþróttamaður árs- ins, fimm sinnum, og Ólafur Stef- ánsson kemur næstur með fjögur skipti.  Sara Björk Gunnarsdóttir er núverandi handhafi titilsins en hún var kjörin íþróttamaður ársins 2018.  Alls hafa 43 íþróttamenn hreppt titilinn á þessum 63 árum og það eru eftirtaldir: 5 – Vilhjálmur Einarsson, frjáls- íþróttir (1956, 1957, 1958, 1960, 1961). 4 – Ólafur Stefánsson, handbolti (2002, 2003, 2008, 2009). 3 – Hreinn Halldórsson, frjáls- íþróttir (1976, 1977, 1979). 3 – Einar Vilhjálmsson, frjáls- íþróttir (1983, 1985, 1988). 3 – Örn Arnarson, sund (1998, 1999, 2001). 2 – Valbjörn Þorláksson, frjáls- íþróttir (1959, 1965). 2 – Guðmundur Gíslason, sund (1962, 1969). 2 – Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrna (1974, 1984). 2 – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar (1978, 1980). 2 – Jón Arnar Magnússon, frjáls- íþróttir (1995, 1996). 2 – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna (2004, 2005). 2 – Gylfi Þór Sigurðsson, knatt- spyrna (2013, 2016). 1 – Jón Þ. Ólafsson, frjálsíþróttir (1963), Sigríður Sigurðardóttir, handbolti (1964), Kolbeinn Pálsson, körfubolti (1966), Guðmundur Her- mannsson, frjálsíþróttir (1967), Geir Hallsteinsson, handbolti (1968), Er- lendur Valdimarsson, frjálsíþróttir (1970), Hjalti Einarsson, handbolti (1971), Guðjón Guðmundsson, sund (1972), Guðni Kjartansson, knatt- spyrna (1973), Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrna (1975), Jón Páll Sig- marsson, kraftlyftingar (1981), Óskar Jakobsson, frjálsíþróttir (1982), Eð- varð Þór Eðvarðsson, sund (1986), Arnór Guðjohnsen, knattspyrna (1987), Alfreð Gíslason, handbolti (1989), Bjarni Friðriksson, júdó (1990), Ragnheiður Runólfsdóttir, sund (1991), Sigurður Einarsson, frjálsíþróttir (1992), Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir (1993), Magnús Scheving, þolfimi (1994), Geir Sveinsson, handbolti (1997), Vala Flosadóttir, frjálsíþróttir (2000), Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti (2006), Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna (2007), Alexander Pet- ersson, handbolti (2010), Heiðar Helguson, knattspyrna (2011), Aron Pálmarsson, handbolti (2012), Jón Arnór Stefánsson, körfubolti (2014), Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund (2015), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf (2017), Sara Björk Gunn- arsdóttir, knattspyrna (2018). Kjöri SÍ lýst í 64. skipti í kvöld  Vilhjálmur kjörinn oftast allra  Sara er handhafi titilsins frá 2018 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kjörið Atli Steinarsson, fyrsti formaður SÍ, og Vilhjálmur Einarsson, sem fyrstur var kjörinn, með verðlaunagripinn sem hann tók við fimm sinnum. Wolves vann ótrúlegan 3:2-sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeild- inni í fótbolta í gærkvöldi. City komst í 2:0 snemma í seinni hálfleik, en Wolves neitaði að gefast upp og svaraði með þremur mörkum. Vendipunktur leiksins kom strax á 12. mínútu, en þá fékk Ederson, markmaður City, rautt spjald. Að lokum réðu tíu leikmenn City ekki við ellefu úlfa. Wolves er nú í fimmta sæti með 30 stig, tveimur stigum frá Chelsea í fjórða sæti. City er í þriðja sæti, 14 stigum á eftir toppliði Liver- pool, sem á auk þess leik til góða. Úlfarnir bitu meistarana AFP Sigur Raúl Jimenéz skoraði eitt og lagði upp annað í gær. Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann öruggan 29:21-sigur á Sviss í fyrsta leik sínum á Sparkassen- bikarnum sem fram fer í Þýska- landi. Staðan í hálfleik var 19:10 og sigldi íslenska liðið sigrinum af ör- yggi í höfn í seinni hálfleik. Kristófer Máni Jónasson skoraði sex mörk fyrir Ísland og Benedikt Gunnar Óskarsson fimm. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði sex skot í markinu. Ísland leikur tvo leiki á mótinu í dag; annars vegar gegn Þýskalandi og hins vegar Ítalíu. Sannfærandi sigur í fyrsta leik Ljósmynd/HSÍ Ísland Leikmenn Íslands voru kátir eftir öruggan sigur á Sviss. Sænska knattspyrnufélagið Helsingborg tilkynnti í gær að gengið hefði verið frá þriggja ára samningi við fær- eyska landsliðsmanninn Brand Olsen sem hefur leikið með FH undanfarin tvö ár, og að samkomulag hefði náðst við FH um félagaskiptin. Brandur, sem varð 24 ára í þessum mánuði, kom til FH frá Randers í Danmörku og skoraði 13 mörk í 39 leikjum með Hafnarfjarðarliðinu í úrvalsdeildinni. Hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Færeyjar og 21 leik með yngri landsliðum þjóðar sinnar. Meðal samherja Brands hjá Helsingborg er akur- eyrski miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson sem sænska félagið keypti af KA í sumar. Liðið endaði í tíunda sæti af sextán liðum í úr- valsdeildinni 2019. vs@mbl.is Brandur fer til Svíþjóðar Brandur Olsen Áföllin dynja á norska karlalandsliðinu í handbolta. Bjarte Myrhol, fyrirliði liðsins, verður ekki með á EM í janúar vegna veikinda og þá missir Kent Robin Tønn- essen af mótinu vegna meiðsla. Magnus Rød, sem var valinn besti ungi leikmaður heims í sumar, er svo tæpur fyrir mótið, en hann varð fyrir meiðslum í leik með Flensburg í vikunni. „Ég lenti á mjöðminni í gær og ég finn fyrir miklum sársauka. Ég þarf að fara í myndatöku og sjá hvað kemur út úr henni,“ sagði Rød í samtali við Verdens Gang. „Ég vona að ég geti verið með, en ég verð að hugsa um félagsliðið mitt líka. Þeir vilja ekki að ég spili á mótinu ef meiðslin eru alvarleg,“ bætti hann við. Lykilmenn Noregs úr leik Magnus Rød Borås vann sinn sjötta sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld, eftir framlengda spennu við Djurgården á útivelli, 95:92. Elv- ar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir Borås, sem er í toppsætinu með 30 stig, tveimur meira en Köping sem er í öðru sæti. Elvar lék í 30 mínútur og skoraði á þeim tólf stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sjötti sigur- leikurinn í röð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.