Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 46

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is DUX PASCAL SYSTEM Sérsniðna gormakaerfið Líkamar allra eru einstakir. Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra. Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna. ICQC 2020-2022 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Foreldrar mínir hvöttu mig til að gefa út disk með lögum frá ýmsum heimshornum sem ég hef lært í gegn- um tíðina, jafnt þjóðlög og dægurlög frá 20. öld sem og tangóar,“ segir Sól- veig Thoroddsen sem geisladisk sinn sem nefnist Snotrur. „Eftir að ég fór út í nám kynntist ég fólki sem kenndi mér þjóðlög frá sínum löndum,“ segir Sólveig sem byrjaði að spila á kelt- neska hörpu samkvæmt írskri hefð og æfði sig þá að syngja með. Hún lauk prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í klassískum hörpu- leik. Í framhaldinu fór hún til frekara náms á klassíska hörpu í Cardiff í Wales og lauk sumarið 2016 mast- ersprófi í leik á sögulegar hörpugerð- ir í Bremen í Norður-Þýskalandi þar sem hún býr og starfar í dag sem bæði kennari og hljóðfæraleikari. Á diskinum syngur Sólveig og leik- ur á tvenns konar hörpur, keltneska og ítalska barrokkhörpu. Auk þess leikur hún á kantele. Flest laganna útsetti hún sjálf. „Lögin með kantele- inu, „Karhunpyynnin lähtölaulu“ og „Tuulen synty“, lærði ég af upp- tökum karelíska runolaulu- söngvarans Jussa Huovinen, sem finnska listakonan Hanneriina Mois- seinen kynnti mig fyrir á heimili hans í Hietajärvi í Austur-Finnlandi við rússnesku landamærin sumarið 2010,“ segir Sólveig, en auk þess að syngja á finnsku syngur hún lög á ensku, íslensku, spænsku, slóvak- ísku, rússnesku og karelísku, en það mál er talað á landsvæði sem liggur innan landamæra Finnlands og Rússlands. Vill ná rétta hljómblænum Aðspurð segist Sólveig alltaf hafa haft mikinn áhuga á ólíkum tungu- málum. „Mér finnst gaman að læra ný tungumál og læra lög á tungu- málum sem ég kann kannski ekki al- mennilega, en legg mig fram um að læra þau eins vel og ég get til að ná réttum hljómblæ,“ segir Sólveig. Hún rifjar upp að finnska þjóðlagið „Yksi ruusu on kasvanut laaksossa“ hafi hún lært af finnsku kvikmynda- gerðarkonunni Selmu Vilhunen með- an á tökum á Laulu, heimildarmynd hennar um Jussa og Hanneriinu, stóð. „Vinkona mín Barbora Mi- šiková kenndi mér slóvakíska þjóð- lagið „Dám vám ja mamièka“ þegar við spiluðum saman í þjóðlagasveit- inni Kršna kite í Cardiff í Wales. „Goluboj vagon“ úr sovéska brúðu- þættinum Tsjebúraska söng ég nokkrum sinnum með hvítrússneska gítarleikaranum Anastasiyu Kryv- anos, sem hjálpaði mér með rúss- neska textann. Önnur lög á diskinum eru á tungumálum sem ég kann vel,“ segir Sólveig og á þar við lög frá hin- um spænskumælandi heimi. Tekur hún fram að lögin á spænsku séu frá nokkrum mismunandi löndum og miði hún söngstíl og framburð við upprunaland og eðli hvers lags fyrir sig. „Lokalagið á diskinum var samið fyrir Calvillo López, lítinn tusku- broddgölt sem Sergio kærastinn minn gaf mér í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og sem fylgir okkur á öllum ferðalögum okkar,“ segir Sól- veig, en umrætt lag er tregafullur tangó. Titill sem vísar í eddukvæðin Spurð um titil geisladisksins segist Sólveig hafa velt vöngum með systur sinni, Drífu Líftóru Thoroddsen, sem hannaði bæklinginn. „Við leituðum að grípandi heiti úr plöntuheiminum og fundum þá þessa blómategund, snotrur. Okkur fannst þetta skemmtilegt heiti þar sem snotrur vísar í eitthvað sem er snoturt, en orðið snoturt þýddi í eddukvæðum eitthvað sem væri viturt,“ segir Sól- veig og tekur fram að þeim Drífu hafi þótt gaman að titillinn væri opinn til túlkunar. Innt eftir því hvort mikill munur sé á hörpunum tveimur sem hún leikur á, þ.e. keltnesku hörpunni og ítalska barokkhörpunni, svarar Sólveig því játandi. „Ítalska harpan sem ég spila á er hörpugerð sem var mjög vinsæl við upphaf 17. aldar og er smíðuð til að þjóna tónlist síns tíma,“ segir Sól- veig og bendir sem dæmi á að mun minni spenna sé á strengjunum, en er á nútímahörpu. „Það breytir auðvitað hljómnum talsvert og breytir því líka hvernig maður þarf að plokka til að kalla fram tóninn. Írska harpan er aftur á móti nútímahljóðfæri byggt eftir nútímastöðlum, en sú harpa er mikið notuð í þjóðlagatónlist,“ segir Sólveig sem tók írsku hörpuna með sér til Íslands að þessu sinni. „Ég valdi hana þar sem hún er minni og því auðveldara að ferðast með hana,“ segir Sólveig og tekur fram að raun- ar sé ítalska barokkharpan mun létt- ari. Syngur á sjö tungumálum  Sólveig Thoroddsen sendir frá sér geisladisk sem nefnist Snotrur  Sólveig syngur þjóðlög frá ýmsum heimshornum sem hún lærði oftast af heimafólki Hörpuleikari Sólveig Thoroddsen býr og starfar í Bremen í Norður-Þýskalandi. Heimildarmyndin Þrettándinn var frumsýnd í Vestmannaeyjum og Reykjavík í gær en hún fjallar um þrettándagleðina í Eyjum sem hefur verið haldin óslitið frá árinu 1948. Kvikmyndin er klukkustundar löng og hefur Eyjafólkið Sighvatur Jóns- son, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir unnið að henni síðustu fimm þrettánda. „Það koma um 200 sjálfboðaliðar að því að setja þetta á svið, með ein- um eða öðrum hætti. Eins og Geir vinur minn segir, þá er þetta stærsta götuleikhús á Íslandi. Það er því rík hefð og mikil saga,“ segir Sighvatur. Hann kom líka að kvikmyndinni um Þjóðhátíð í Eyjum sem frumsýnd var fyrr á árinu og segist hann hafa unn- ið samhliða að þeim síðustu ár. Hann segir Geir samstarfsmann sinn lengi hafa komið að undirbúningi þrettándahátíðarinnar og þekki því vel til og þá hafi Hrefna Díana skrif- að þjóðfræðiritgerð, sem var BA- verkefni hennar, og fjallar um hátíð- ina í víðu samhengi. „Fyrir mér er þrettándinn alveg jafn merkilegt menningarlegt fyr- irbæri og Þjóðhátíðin, þetta eru tvö stóru Þ-in í menningarsögu Vest- mannaeyja,“ segir hann. Kvikmyndin verður sýnd í Há- skólabíói kl. 16 í dag og á morgun, og kl. 18 báða daga í Eyjum. Hún verður sýnd á Stöð 2 í janúar. Þrettándinn Stilla úr kvikmyndinni um hátíðina í Vestmannaeyjum. Kvikmynd um þrett- ándahátíð  Frumsýnd í gær og sýnd um helgina Í desembermánuði árið 1979 var fimm verðmætum málverkum stolið að næturlagi úr Friedenstein- kastalanum, sem hafði verið breytt í safn í borginni Gotha í Austur- Þýskalandi. Rómaðasta verkið sem hvarf var Sveitavegur með kerrum og kúm, eftir Jan Bruegel eldra, málað árið 1610. Hin verkin voru heldur ekki eftir neina aukvisa í listasögunni: Anthonis van Dyck, Hans Holbein eldri, Frans Hals og Jan Lievens. Austur-þýsk stjórnvöld lögðu ofurkapp á að leysa málið og unnu hundruð liðsmanna Stasi-leyniþjón- ustunnar lengi að rannsókninni, án nokkurs árangurs. Ekkert fréttist til verkanna, fyrr en nær fjórum ára- tugum síðar. Greint var frá því á dögunum í þýska sjónvarpsþætt- inum 360 að í fyrra hefði lögmaður nokkur sett sig í samband við borg- arstjóra Gotha og sagt umbjóðendur sína vera með verkin. Vildu þeir fá yfir fimm milljónir evra í fundar- laun. Í kjölfar samningaumleitana var verkunum skilað nú fyrr í mán- uðinum og munu þau nú vera í við- gerð og rannsókn og hafa ekki verið sýnd opinberlega. Þeir sem voru með verkin hafa ekki getað sýnt fram á það með trúverðugum hætti hvernig þeir komu höndum yfir þau og rannsakar lögreglan málið. Málverkin komu í leit- irnar 40 árum síðar  Var stolið úr kastala árið 1979 Verðmætt Gömul mynd sem sýnir hið stolna málverk eftir Brueghel. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.