Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 48
AF MYNDLIST
María Hilmarsdóttir
majahilmars@gmail.com
Áannarri hæð í Breska safninuí London er til sýnis málverkaf einu mest hrífandi andliti
sem ég hef augum litið. Dökkbrún
augun eru blikandi og full af lífi, vel
lagaðar varir lyftast svolítið upp á
við og hárið er greitt í fallega báru-
lagaða lokka samkvæmt hátísku tím-
ans og eru sem mjúkur rammi um
andlit þessarar gullfallegu konu.
Hún er í vönduðum hágæða klæðn-
aði, skrýdd dýrindis hálsfesti og
eyrnalokkum sem málarinn nær að
kalla fram með léttum strokum og
greinilegt er að konan er af efnuðum
ættum. Verkið er málað með vaxlit-
um á lindivið og er líklegast frá 2. öld
e.Kr. Það tilheyrir því klassíska tím-
anum og er frá Egyptalandi og mál-
að í grísk-rómverskum stíl.
Málverk frá klassíska tíma-
bilinu eru mjög fágæt. Mun minna
hefur varðveist af málaralist en
höggmyndum frá tímum Forn-
grikkja og Rómverja. Fornminj-
arnar við Napolíflóa hafa þó sýnt að
veggir í rómverskum bæjum og
borgum voru skreyttir hinum ýmsu
myndum bæði að innan sem að utan.
Verslunareigendur og sölufólk
sýndu veggjamyndir af vörum
sínum. Á mörgum veggjum efnaðra
heimila voru myndir sem oft sóttu
efnivið úr vinsælum goðsögnum. Val
á efnivið og listgæðin sjálf voru góð
dæmi um stéttarskipun samfélags-
ins og endurspegluðu menntun og
kunnáttu húseigenda.
Greftrunarlist
Málverk hafa einnig fundist við
uppgröft á grafhýsum og gröfum. Í
Paestum á Ítalíu er grafhýsismynd
af ungum manni að dýfa sér til
sunds. Sú mynd er talin einstök
forngrísk veggjamynd frá 5. öld
f.Kr. Etrúskarnir á Ítalíu byggðu
einnig heilmikla grafreiti sem voru
eins og borgir fyrir fráfallna ætt-
ingja þar sem mörg grafhýsi, upp-
sett sem heimili fyrir eftirlífið, voru
skreytt fallegum og litmiklum
veggjamyndum.
Þau málverk sem virka eins og
spegill inn í fortíðina og færa áhorf-
endum nútímans sterk tengsl við
fólkið sem lifði á klassíska tímabilinu
eru eflaust flokkur af portrettum frá
Egyptalandi. Þessar fornminjar eru
vinsælar meðal safngesta og draga
að mikla aðsókn þegar þær hafa ver-
ið á sérsýningum í hinum ýmsu söfn-
um eins og sýndi sig á hinum vel
virtu sýningum í Breska safninu
(1997) og Metropolitan-safninu
(2000). Að gefa sér tíma til að skoða
þessi portrett er að horfast í augu
við andlit fortíðarinnar. Andlitin eru
svo lifandi og eðlileg. Fólkið er klætt
sínum fínustu fötum og vel til haft.
Þau sýna venjulegt fólk á ýmsum
aldri. Augun titra, ljós og skuggar
leika um andlit þeirra og klæðnað,
hárið er glansandi og fallegir skart-
gripir blika. Þau birtast eins og ljós-
lifandi fyrir framan áhorfandann.
Portrettin eru auðvitað af mismun-
andi gæðum og gerðum, en öll eiga
þau það sameiginlegt að sýna hin
ýmsu andlit venjulegs fólks af grísk-
um og rómverskum ættum, sem lifði
Andlit fortíðar – múmíuportrett
frá klassíska tímabilinu
Ljósmynd/British Museum
Smurð Múmía með viðarportrett
af ungum manni, rómversk, um 80-
100 e.Kr. Fundin á Fayum-svæðinu.
Er í Metropolitan Museum.
og dó í Egyptalandi á klassíska tím-
anum.
Þessi myndverk eru kennd við
Fayum-svæðið í Egyptalandi því
þaðan hafa flest verkin uppruna sinn
og eru múmíumyndir. Þetta er
flokkur portretta sem tilheyrir
greftrunarlist og greftrunarsiðum
frá Fayum-svæðinu og nágrenni þar
sem fólk af forngrískum og róm-
verskum ættum settist að á Ptóle-
mea (helleníska) og rómverska tíma-
bilinu. Myndirnar voru málaðar á
hörvafninga eða á viðarplötur með
vax- eða temperamálningu og settar
þar sem andlit þeirra látnu lágu und-
ir hörumbúðunum og bundnar sam-
an við múmíuvafningana. Þær eru
því mikilvægur partur af múmíu-
greftrunarlist og greftrunarsiðum
síns tíma en ekki gerðar sem einstök
portrett til þess að skreyta veggi
heimila venjulegs fólks.
Einstakar hefðir
Á þessum tíma í Egyptalandi,
þegar Grikkir og síðan Rómverjar
höfðu yfirráð, blönduðust oft saman
menning og trúarsiðir innfæddra og
nýbúa. Það er einmitt svona sérstök
blanda sem er á bak við gerð og
notkun þessara múmíuportretta.
Áherslurnar á mynd af andliti ein-
staklingsins eftir dauða og í eftirlíf-
inu eru meira í ætt við helleníska og
rómverska siði en egypska. En hér
blandast þó saman á einstakan hátt
klassískar og egypskar hefðir; sér-
staklega hellenískur liststíll og feg-
urðarmat, rómverskar hugmyndir
um aukið raunsæi og áherslur á
meiri einstaklingsbundna fegurð og
fornir egypskir múmíu-greftrunar-
siðir.
En í dag á flestum lista- og
minjasöfnum þar sem múmíuport-
rett eru til sýnis hafa þau verið
klippt frá múmíunni sem þær fylgdu
upprunalega og eru sýnd sem sjálf-
»Dökkbrún auguneru blikandi og full
af lífi, vel lagaðar varir
lyftast svolítið upp á við
og hárið er greitt í fal-
lega bárulagaða lokka
samkvæmt hátísku tím-
ans og eru sem mjúkur
rammi um andlit þess-
arar gullfallegu konu.
Vel varðveitt Múmíuportrett af konu (enn saman við hörvafning), um
100-110 e.Kr. Fundin á Fayum-svæðinu. Eignuð Isidora-meistaranum. Vax-
litir á tré (encaustic), gylling og hör. J. Paul Getty Museum í LA.
Ásjóna Múmíuportrett af ungri
konu, frá um 2. öld e.Kr. Fundið í
Rubaiyat. Linditré, vaxmálning (en-
caustic) og gylling. British Museum.
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
Hver segir að lífið sé ein-falt, er oft spurt þegarvandamál steðja að ogunnið er að lausn mála.
Þessi spurning vaknar eftir að
hafa lesið Endurfundina eftir
sænsku mæðg-
urnar Camillu og
Vivecu Sten,
óvenjulega
spennusögu sem
segir svo margt í
frekar stuttu en
hnitmiðuðu máli.
Vinátta mynd-
ast gjarnan í
skóla en svo er
undir hælinn lagt hvort hún endist
eða ekki. Þar kemur margt til og
ekki er á vísan að róa í því efni.
Bókin Endurfundirnir fjallar um
fimm konur sem hafa verið í litlu Mæðgur Viveca og Camilla Sten
Geymt en
ekki gleymt
Spennusaga
Endurfundirnir mn
Eftir Camillu Sten og Vivecu Sten.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Ugla 2019. Kilja. 160 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu
götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun-
verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35
NÝTT BYLTINGARKENNT
ÆFINGAHJÓL
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is