Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 49
stæð málverk gerð fyrir veggi frekar
en verk gerð sem grafarlist. Þar af
leiðandi er í raun lítið vitað um upp-
runaleg hlutverk þessara málverka
og þá greftrunarsiði sem þau til-
heyrðu. Oft vantar nánari upplýs-
ingar um einstaka fundarstaði og
enn hvílir nokkur óvissa um dag-
setningar á þessum portrettum. En
samkvæmt nýlegum rannsóknum á
hárgreiðslu, klæðnaði og áletrunum
virðast þessar myndir tilheyra tíma-
bilinu frá síðari hluta 1. aldar f.Kr.,
með mikinn hluta af myndum mál-
uðum á 1. og 2. öld e.Kr. og alveg
fram á 3. öld e.Kr., en þá virðist hafa
dregið úr gerð múmíumynda. Lík-
legt er að með komu kristinnar trúar
hafi orðið breytingar á greftrunar-
siðum á þessu svæði og múmíu-
greftrunum fækkað.
Höfundur er listfræðingur og
háskólakennari við Belmont-
háskóla í Nashville.
Forn fegurð Múmíuportrett af konu frá um 2. öld e.Kr. Fundin á Fayum-
svæðinu. Vaxmálning á tré (encaustic). Frá Museum of Scotland.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
eða engu sambandi í tuttugu ár en
ákveða að hittast í húsi einnar
þeirra á skíðasvæði í Åre í Sví-
þjóð. Eftir því sem þær fá sér
meira áfengi verður þeim liðugra
um málbeinið, og áður en nokkur
fær rönd við reist er allt komið í
bál og brand.
Þegar grannt er skoðað eru
konurnar, sem virtust vera
óaðskiljanlegar í skóla, mjög ólík-
ar, auk þess sem þær eiga flestar
við vandamál að stríða, vandamál
sem þær hafa sópað undir teppið
en koma nú upp á yfirborðið af
miklum þunga og með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum.
Ágreiningsmálin eru mörg og í
grunninn virðast peningar vera
undirrótin að misklíðinni, öfund-
inni, skilningsleysinu. Konurnar
eru líka uppteknar af útlitinu, það
er eigin útliti, en þar er líka pott-
ur brotinn, rétt eins og á öðrum
sviðum.
Í raun má segja að Endurfund-
irnir sé saga menntaðs nútíma-
fólks í hnotskurn. jafnvel alls
fólks, sem á sér óskir og þrár og
höndlar hamingjuna með mis-
jöfnum hætti og árangri. Ekki er
á allt kosið í lífinu og eftir stendur
að hver er sinnar gæfu smiður.
Bók sem vekur lesandann til um-
hugsunar um lífið og tilveruna.
Eftir að hafa verið opið í meira en
áratug mun fréttasafninu New-
seum í Washington-borg verða lok-
að nú um áramótin. Safninu var
ætlar að vera kyndilberi hugsjóna
og upplýsinga um frjálsa og fram-
úrskarandi fjölmiðlun en í því mátti
fræðast um fjölmiðla og skoða
margt merkilegra gripa og sögu-
lega umfjöllun um ýmis merkismál.
Þrátt fyrir að hafa hlotið lofsam-
lega umfjöllun, og vera í nágrenni
við þinghúsið og önnur helstu söfn í
borginni, hefur safnið glímt við um-
talsverðan fjárskort.
Í umfjöllun bandarískra miðla
um lokun safnsins er hún sögð
táknræn fyrir stöðu dagblaða og
ört dvínandi traust á sjálfstæðri
fjölmiðlun vestanhafs en fjölmiðlar
hafa meðal annars legið undir árás-
um stjórnmálaleiðtoga, þeirra á
meðal Trumps forseta. Á síðasta
áratug hefur blaðamönnum í land-
inu fækkað um fjórðung alls og þar
af um nær helming á dagblöðum.
Fréttasafninu í
Washington lokað
AFP
Loka Gestir í Newseum skoða leifar loftnets sem var á öðrum Tvíburaturnanna í New York.
Norski rithöfundurinn og mynd-
listarmaðurinn Ari Behn svipti sig
lífi á jólunum. Behn, sem var 47 ára,
var giftur Märtha Louise Noregs-
prinsessu á árunum 2002-2016 og
eignuðust þau þrjár dætur sem eru
á aldrinum 11 til 16 ára. Behn vakti
fyrst athygli sem rithöfundur 1999
með smásagnasafninu Trist som fan
og með eiginkonu sinni fyrrverandi
skrifaði hann bókina Från hjärta
till hjärta. Í fyrra sendi hann frá sér
bókina Inferno þar sem hann fjallar
opinskátt um andlega vanlíðan sína
og þunglyndi ásamt því að lýsa and-
láti sínu. Norska hirðin harmar frá-
fall Behn. Rétt er að geta þess að
hringja má í hjálparsíma Rauða
krossins, 1717, ef fólki líður illa.
AFP
Märtha Louise og Ari Behn
Ari Behn látinn
fasteignir
Selfoss
Austurvegur 64a
5709840
Hella
Suðurlandsvegur 4
5709870
Hvolsvöllur
Ormsvöllur 2
5709850
Nýjungar í hestafóðrun
Fóðurblandan hefur hafið samstarf með Saracen horse feeds frá Englandi.
Fóðrið er samsett í samvinnu við Kentucky Equine Research frá Bandaríkjunum, sem er
leiðandi stofnun í rannsóknum á fóðrun hrossa.
Skoðaðu nánar innihald og virkni á vefsíðu okkar www.fodur.is
kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800
Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur
kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem
henta henni.
Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina
sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval
umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt
þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru.
Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu
samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna
lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir.
UmBúÐiR eRu oKkAr fAg