Morgunblaðið - 31.12.2019, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.2019, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  305. tölublað  107. árgangur  RÓMANTÍSKUR FYRIR LAUGAR- DALSHÖLL SÝN STJÓRN- MÁLAMANNA Á ÁRIÐ 2020 HRÍFANDI SAMSPIL SJÓNARHORNSINS OG VERKSINS VIÐ ÁRAMÓT 20-27 LISTASÝNINGAR ÁRSINS 37GUÐJÓN VALUR 35 Morgunblaðið/RAX Gleðilegt nýtt ár! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2019 var annað árið í röð með hverfandi inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Námu þau aðeins broti af viðskiptunum 2015-17. Seðlabankinn getur brugðist við gengisbreytingum með því að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri. Gengi krónu hefur haldist mjög stöðugt síðan í byrjun nóvember 2018. Gengið gaf eftir haustið 2018 en óvissa var þá í ferðaþjónustu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir gjaldeyrismarkaðinn hafa verið í góðu jafnvægi síðustu tvö ár. Það bendi aftur til að gengi krónu sé í jafnvægi. Hún sé hvorki sterk né veik heldur hæfileg. Útlit sé fyrir að gengið verði stöðugt á næstunni. Þá bendir Ásgeir á að töluverð að- lögun hafi orðið í íslenska hagkerfinu í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu. Á móti minni útflutningi þjónustu komi mun minni innflutningur. Reikna áfram með jafnvægi Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir að þrátt fyrir samdrátt í ferðaþjónustu sé ekki útlit fyrir veikingu krónu næsta kastið. Flest bendi til að geng- ið haldist stöðugt. Markaðurinn telji að áfram verði jafnvægi í gjaldeyris- flæði. Afgangur af vöruviðskiptum við útlönd sé talsvert umfram spár. Yngvi Harðarson hagfræðingur segir litla veltu á gjaldeyrismarkaði síðustu tvö ár til merkis um lítið um- fang viðskipta með krónur. Árin 2015 til 2017 hafi Seðlabankinn hins vegar safnað erlendum gjaldeyri. Yngvi segir óvenjulegt að gengi krónu haldist svo stöðugt í niður- sveiflu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um tæpan þriðjung í ár. Vegna hækkana undanfarið kunni útsöluverð á olíu að hækka á Íslandi í byrjun árs. Sama þróun geti orðið í öðrum hrávörum, t.d. hveiti og kaffi. Stöðugleiki er í kortunum  Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar endurspegla að hún sé nú í jafnvægi  Lítil inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði  Óvenjuleg staða í niðursveiflu Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans 2015-2019 í milljörðum króna Kaup á erlendum gjaldeyri fyrir krónur Sala á gjaldeyri 2015 2016 2017 2018 2019 0 0 6,4 3,3 11,9 2,40,4 76,7 386,2 272,4 Heimild: SÍ Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilegahátíð Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllu gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.