Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 2
Ljósmynd/Margeir Ingólfsson
Aðgerðir Rússneskir ferðamenn voru í smárútunni, sem lenti utan vegar eftir áreksturinn. Tveir þeirra fóru með
þyrlu á sjúkrahús. Fjölmennt lið björgunarfólks bar að, enda gáfu fyrstu upplýsingar sem bárust tilefni til slíkt.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þrír voru fluttir með þyrlu frá
Landhelgisgæslunni á bráðamót-
töku í Reykjavík eftir harðan
árekstur tveggja bifreiða við bæinn
Brú í Biskupstungum, milli Gull-
foss og Geysis, síðdegis í gær. Þar
skullu saman smárúta og jeppi sem
í voru samtals þrettán manns.
Tveir Rússar úr rútunni fóru með
þyrlunni í bæinn og Kínverji úr
jeppanum, en meiðsli þeirra voru
ekki alvarleg.
Aðrir úr bílunum voru minna
slasaðir en fóru til aðhlynningar á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi. „Það er mikil mildi að ekki
fór verr,“ sagði Oddur Árnason,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurlandi. Upphafleg ætlun var
að senda fjórða farþegann úr bíln-
um til aðhlynningar í Reykjavík, en
ekki reyndist þörf á því.
Að sögn fólks á vettvangi voru
ágætar aðstæður þegar slysið varð;
vegurinn auður og enn bjart. Eftir
áreksturinn og meðan beðið var
hjálparliða mynduðust síðan þau
skilyrði að glerhált varð á veginum.
Var vægt frost og rigning þannig
að glæra varð um alla jörð.
Hjálparstöð í skólabíl
Félagar í björgunarsveitinni Ey-
vindi á Flúðum voru fyrstu bráðalið-
ar á vettvang og fljótlega bar að lög-
reglu og sjúkrabíla frá Selfossi.
Einnig veittu nærstaddir hjálp, svo
sem fólk á ferðinni og heimamenn.
Komið var með skólabíl frá næsta
bæ sem gegndi hlutverki eins konar
hjálparstöðvar á fyrstu stundum.
„Fólk var eðlilega í nokkru áfalli eft-
ir áreksturinn en þetta virðist hafa
farið betur en útlit var fyrir í
fyrstu,“ segir Margeir Ingólfsson á
Brú, sem var á vettvangi. Veginn á
þessum slóðum segir hann vera mjó-
an og fjölfarinn og úrbóta sé þörf.
Harður árekstur en
meiðsli fólksins lítil
Tveir bílar skullu saman nærri Geysi Þyrlan sótti þrjá
Ljósmynd/Margeir Ingólfsson
Skemmdir Bílarnir tveir skullu mjög harkalega saman og framendi jeppans
er illa farinn. Olíuvökvi lak úr vélinni niður á veg eins og hér sést á mynd.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
Við þráum að eignast barn
– en þurfum á aðstoð að halda.
Ert þú 20 til 30 ára heilbrigð kona sem ert tilbúin
að hjálpa okkur með því að gefa okkur egg?
Ef svo er langar okkur endilega að komast í
samband við þig í gegnum netfangið;
draumurumbarn@gmail.com
Við greiðum auðvitað allan kostnað vegna tíma
og fyrirhafnar sem þessu ferli fylgir.
Fullum trúnaði er að sjálfsögðu heitið.
draumurumbarn@gmail.com
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Loftslagsbreytingar, náttúruham-
farir, almennar samfélagsbreytingar
og skipulögð glæpastarfsemi eru
þættir sem horft er til í starfsum-
hverfi löggæslu á Íslandi á árunum
2020 til 2024. Þetta kemur fram í
nýrri greiningarskýrslu Ríkislög-
reglustjóra sem birt var í gær. Frá
2007 hafa reglulega verið gerðar
stefnumiðaðar greiningar með mati
á samfélagsógnir næstu missera. Nú
eru hins vegar fimm ár undir.
Loftslagsbreytingar munu eink-
um hafa félagsleg áhrif á Íslandi,
segir í skýrslu ríkislögreglustjóra.
„Hugmyndafræðileg átök tengd um-
hverfisvernd og loftslagsbreytingum
kunna að blossa upp á Vesturlöndum
með litlum fyrirvara. Verði raunin sú
kann ólga í samfélögum að reynast
vaxandi áskorun fyrir löggæsluna,“
segir í greiningunni.
Náttúruhamfarir eru sagðar geta
kallað á krefjandi lögregluaðgerðir,
því oft sé fjöldi ferðamanna á ham-
farasvæðum. Þá segir einnig í
skýrslunni að tækni og upplýsingar
hafi breytt íslensku samfélagi hrað-
ar en áður hafi gerst. Heimurinn hafi
minnkað í ýmsu tilliti og samskipti
við erlendar þjóðir aukist. Nefnt er
að viðskipti við Kína og hugsanlega
fleiri Asíuþjóðir muni aukast, eink-
um innflutningur frá þessum ríkjum,
sem geti verið áhrifaþáttur á sam-
félagsbreytingar.
Búast megi við að fólki á Íslandi
fjölgi um minnst 20 þúsund næstu
fimm árin. Því fylgi margvíslegar
áskoranir fyrir lögregluna, sem eigi
takmarkaðan aðgang að samfélögum
innflytjenda á Íslandi.
Fjölgun ferðamanna getur sömu-
leiðis haft áhrif í tilteknum brota-
flokkum, svo sem umferðarmálum.
Aukin umsvif þjónustu við ferða-
menn geti sömuleiðis haft áhrif á
brot eins og peningaþvætti og svarta
starfsemi. sbs@mbl.is
Löggæslustörfin að breytast
Samfélag í þró-
un og nýjar ógnir,
segir skýrsla RLS
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Ýmsar áskoranir bíða
lögreglunnar á næstu árum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Dregið hefur úr meðalökuhraða yfir
sumartímann á hringvegi sam-
kvæmt skýrslu umferðardeildar
Vegagerðarinnar á ökuhraða á þjóð-
vegum 2004-2018. Mældist hann 92,6
km/klst árið 2018 sem er lægsta tala
frá upphafi mælinga 2004.
Meðaltal V85-hraða, þ.e. þess
hraða sem 85% ökumanna halda sig
innan við, virðist einnig fara lækk-
andi og er nú einnig með því lægsta
sem mælst hefur. Þetta staðfestir
Auður Þóra Árnadóttir, forstöðu-
maður umferðardeildar Vegagerðar-
innar, en hún segir að ekki sé hægt
að fullyrða hver skýringin á lækk-
uninni sé og telur hana vera samspil
margra þátta. Telur hún þó líklegt að
aukið myndavélaeftirlit lögreglu sé
einn áhrifaþáttanna.
„Það skiptir miklu máli að þó að
lækkunin sé lítil þá getur þetta haft
mjög jákvæð áhrif á umferðar-
öryggi,“ segir Auður.
Hún segir að spennandi verði að
skoða tölur frá 2019 og sjá hvort þær
sýni fram á áframhaldandi lækkun
meðalhraða. Býst hún við að sjálf-
virkt meðalhraðaeftirlit sem á að
taka í notkun á nýju ári muni hafa
meiri áhrif á umferðaröryggi.
Hlutfall ökumanna á hringvegi
sem aka á meira en 30 km/klst yfir
leyfilegum ökuhraða hefur einnig
lækkað úr 2% árið 2017 í 1,64% 2018
en hlutfallið var 3,9% við upphaf
mælinga 2004 samkvæmt skýslu
Vegagerðarinnar. Þetta segir Auður
ákaflega jákvæða þróun.
„Það er auðvitað hræðilegt að
svona margir skuli samt keyra alltof
hratt en það er rosalega gott að þetta
hlutfall sé að lækka,“ segir hún.
Dregið hefur
úr ökuhraða
Aukið eftirlit hugsanlegur áhrifaþáttur
Meðalökuhraði á hringvegi að sumarlagi
Meðaltal á 10 stöðum á hringvegi 2004-2018
110
105
100
95
90
85
'04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18
km/klst.
Meðalökuhraði
Meðaltal V85 hraða*
108,6
102,5
97,0
92,6
*Sá hraði sem 85% ökumanna halda sig innan við
Heimild: Umferðardeild
Vegagerðarinnar
Nær 300 björgunarsveitarmenn leit-
uðu í gærkvöldi að karlmanni sem
saknað var á sunnanverðu Snæfells-
nesi. Á takmörkuðum upplýsingum
var að byggja en í fyrstu var svipast
um við sunnanverðan Haffjarðar-
múla í Hnappadal sem er nærri veg-
inum yfir Heydal.
Lögreglan á Vesturlandi óskaði
eftir aðstoð björgunarsveita um
klukkan sex í gærkvöldi – og fór
mannskapur af nærliggjandi svæð-
um þá á staðinn. Þegar leið á kvöldið
var meiri þungi settur í málið og
björgunarsveitir norðan úr Húna-
vatnssýslum, af höfuðborgarsvæðinu
og Suðurlandi ræstar út.
Talið var í gærkvöldi að maðurinn
sem leitað var að, og er staðkunn-
ugur á svæðinu, hefði farið í fjall-
göngu en ekki skilað sér. Spor-
hundar taka þátt í leitinni.
Umfangsmikil leit
við Haffjarðarmúla
300 björgunarmenn í Hnappadal