Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Skrautlegir flugeldar, háværar kökur og umhverfisvæn rótarskot verða til sölu víða um land til klukkan 16.00 í dag en flugeldavertíðin nær yfirleitt hámarki seinnipartinn 30. desember og fyrri part gamlársdags. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið í gær, en hann segir sölu hafa gengið vel frá fyrsta degi flugelda- sölu, 28. desember, og telur sölumenn bjartsýna á framhaldið. „Þetta er aðeins meira en í fyrra. Ég held að það snúist dálítið um að veðurspáin er að skána. Fólk er orðið bjartsýnna,“ segir Jón Ingi og bætir við: Þetta gerist nú alltaf. Veðrið verður alltaf skárra um áramótin en búist er við.“ Segir hann sölu svokallaðra rótar- skota, þ.e. umhverfisvænnar leiðar sem gefur af sér tré sem plantað er í nafni kaupandans með stuðningi skógræktarfélaga, hafa gengið vel. Er þetta í annað sinn sem Lands- björg býður upp á rótarskot við góðar undirtektir, en rótarskotin sem eru seld að þessu sinni munu leiða til trjáa sem verða gróðursett á að minnsta kosti 18 stöðum á landinu. Margir á villigötum Þegar Jón Ingi er spurður um álit á umræðu um umhverfisáhrif flugelda segist hann telja marga vera á villi- götum varðandi það hversu mikið flugeldar menga. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að flugeldar valda svifryki en það er mengun sem stendur vanalega yfir í tvo eða í mesta lagi þrjá tíma frá 11.30. Svo er það liðið hjá. Þannig að þegar fólk vaknar eru loftgæðin vana- lega orðin mikil aftur,“ segir Jón Ingi. Hann bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka óæskileg efni í flugeldum Landsbjargar, sem hann bendir á að séu vottaðir af evrópsku vottunarfyrirtæki. Oddur Þórarinsson, sölustjóri og sveitarforingi hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík, tekur undir með Jóni Inga og segir að flugeldar Lands- bjargar séu nú mun hreinni og lausari við eiturefni en áður. Hann segir mengun flugelda lítið hafa borið á góma í sölunni þó að allt- af sé einn og einn sem minnist á hana. Hann bendir þó á að rótarskotin hafi selst gríðarlega vel. Í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir fimmleytið í gær sagði Oddur söluna almennt hafa gengið mjög vel þó að hún hefði farið hægt af stað. „Það er alltaf gaman að finna vel- viljann frá almenningi í okkar garð,“ sagði hann. Mikil stemning var á stærsta flug- eldasöludegi ársins hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur í gær að sögn Auðar Ólafsdóttur, leikmanni í meistara- flokki kvenna hjá ÍR, en íþrótta- félagið hélt sem áður flugeldasýningu í gærkvöldi. Auður staðfesti að ÍR væri einnig með hugann við um- hverfismálin en félagið býður nú í fyrsta sinn upp á umhverfisvænni leið en flugelda í samstarfi við Skóg- ræktarfélag Íslands, mörgum til mik- illar gleði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldasala Ylfa Garpsdóttir stóð vaktina hjá flugeldasölu björgunarsveitanna þegar ljósmyndara bar að garði. Veðrið á áramótum alltaf skárra en búist er við  Flugeldar ekki jafn mengandi og margir halda, segir Jón Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is. Nú er ljóst að nýtt úrkomumet fyrir desember mun líta dagsins ljós á Akureyri í þessum mánuði. Úrkoman til þessa hefur mælst um 180 millimetrar í mánuðinum. Fyrra met var 158 millimetrar frá árinu 2014. Þess- ar upplýsingar veitir Trausti Jónsson veður- fræðingur. Hann bætir við að stór hluti úr- komunnar sé snjór. Hins vegar hafi snjódýpt áð- ur mælst meiri á Akureyri í des- ember en nú. Samfelldar úrkomu- mælingar á Akureyri ná meira en 90 ár aftur í tímann, eða til ársins 1927. Segja má að úrkoman á Akureyri hafi farið öfganna á milli því nóv- ember 2019 var næstþurrasti nóv- embermánuður frá upphafi sam- felldra úrkomumælinga þar í bæ. Úrkoma mældist aðeins 4,6 milli- metrar, sem eru tæp 10% af meðal- úrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Reykjavík á árinu 2019 er í rétt tæpu meðallagi síðustu tíu ára, en í ríflegu meðallagi áranna 1961-1990 Sólskinsstundafjöldi sýnist Trausta verða sá þriðji mesti frá upphafi mælinga í Reykjavík en lítið vantaði þó upp á að annað sætið næðist. Á Akureyri er sólskins- stundafjöldinn nærri meðallagi eða rétt ofan þess, en úrkoma á árinu vel ofan þess, ámóta og í fyrra. Á bloggi sínu Hungurdiskum á Moggablogginu hefur Trausti skoð- að hitafar ársins 2019. „Tíðarfar var talsvert ólíkt því sem var í fyrra (2018) – þótt bæði ár- in teljist í langtímasamhengi hlý. Að þessu sinni voru hlýindin meiri um landið suðvestanvert en eystra, al- veg öfugt við það sem var í fyrra,“ segir Trausti. Hann segir að svo virðist sem meðalhitinn í Reykjavík sé sá sjö- undi hæsti frá upphafi samfelldra mælinga (1871) og á Akureyri við 25. sæti (af 139). Í Stykkishólmi virð- ist ársmeðalhitinn ætla að enda í 13. efsta, eða þar um bil, af 174. Endan- leg skipan í sæti verði þó ekki ljós fyrr en síðustu dagar ársins 2019 eru liðnir. Þetta er 24. árið í röð sem hiti er yfir meðallagi áranna 1961-1990 í Reykjavík. Svo virðist sem meðal- hitinn þar endi í 5,7 stigum eða þar um bil og í um það bil 4,3 stigum á Akureyri, segir Trausti. Lokauppgjörið komi í tíðaryfirliti Veðurstofunnar á nýju ári. Úrkomumetið á Akureyri slegið allhressilega  Árið 2019 telst til hinna hlýrri frá upphafi mælinga  Árið er sólríkt Morgunblaðið/Þorgeir Sjálfa Ferðamenn smella af sér mynd við gatnamót á Akureyri. Trausti Jónsson Jón Pétur Jónsson Sigurður Bogi Sævarsson Þór Steinarsson Fjórar konur hafa nú tilkynnt lög- reglu um meint kynferðisbrot Krist- jáns Gunnars Valdimarssonar, lekt- ors við Háskóla Íslands. Þrjár konur höfðu þegar greint frá sinni hlið mála og í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi kom fram að nú hefði sú fjórða, sem nú er stödd erlendis, stigið fram og óskað eftir að koma á lögreglustöð og gefa skýrslu. Framlengingu hafnað Um hádegisbil í gær var Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sleppt úr haldi lögreglu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði ósk lögreglunn- ar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Sá úrskurður hefur ver- ið kærður til Landsréttar en ólíklegt er að málið verði tekið til umfjöll- unar þar fyrr en eftir áramótin. Farið hafði verið fram á fjögurra vikna varðhald vegna rannsóknar á meintum frelsissviptingum, líkams- árásum og kynferðisbrotum. Byggð- ist krafan á rannsóknarhagsmunum og því að hætta væri á að sakborn- ingur héldi uppteknum hætti. Karl Steinar Valsson, yfirlög- regluþjónn rannsóknardeildar Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi í samtali við mbl.is í gær ekki tjá sig um hvort niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu um áframhald- andi gæsluvarðhaldi hefði komið sér á óvart. Að niðurstaðan væri kærð til Landsréttar segði þó sitt. Hann sagði rannsókn í fullum gangi. Það hvort lögregla þyrfti að ræða meira og ítarlegar við Kristján Gunnar réð- ist af því hvað kæmi út úr yfir- heyrslum yfir öðrum sem málinu tengdust. Fjórða konan gefur skýrslu  Úrskurðar Landsréttar er beðið Morgunblaðið/Golli Lögreglan Mál sem tengjast Krist- jáni Gunnari eru í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.