Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nú eru 52 Íslendingar 100 ára eða eldri og hafa þeir aðeins einu sinni verið fleiri. Þeir voru 53 í júní árið 2018, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnars- syni ritstjóra, sem heldur úti síðunni Langlífi á Face- book. Fyrir fimm- tíu árum voru fimm Íslendingar á lífi hundrað ára eða eldri, fyrir tuttugu árum voru þeir 25 og því er spáð að þeir verði 100 eftir tuttugu ár. Á árinu sem nú er að líða náðu 26 Íslendingar 100 ára aldri. Allir nema fimm þeirra eru á lífi í lok ársins. Um þrjátíu geta náð þessum áfanga á næsta ári og má búast við heldur fleiri næstu ár þar á eftir. „Mun fleiri ná nú háum aldri en á árum áður og þar með verða fleiri 100 ára. Það eru margar ástæður fyrir því. Þær stærstu eru bættar aðstæð- ur og lífsskilyrði fólks, betri næring í æsku og að mikið hefur dregið úr ungbarnadauða. Einnig lifir fólk nú af ýmsa algenga sjúkdóma, meðal ann- ars þá sem sem er bólusett fyrir, og vegna sýklalyfja. Auk þess eru betri aðstæður á fullorðinsárum varðandi vinnu og ýmislegt fleira,“ segir Ólafur Helgi Samúelsson, formaður Félags íslenskra öldrunarlækna. Hann bend- ir á að lífsstíll skipti máli og einnig erfðir en einungis að litlum hluta. Ólafur segir að aldraðir, það er hópur þeirra sem eru 80-85 ára og eldri, sé sá aldurshópur þjóðarinnar sem vex hvað örast. Þetta eigi ekki einungis við um Ísland heldur gæti sömu þró- unar víða um heim. „Margir ná því nú að komast á full- orðinsár. Þeir sem ná því að verða 85 ára nú eiga enn meiri líkur á því að verða 100 ára en voru þegar þeir fæddust,“ sagði Ólafur. Hann segir að fólk sem fær langvinna sjúkdóma á miðjum aldri, eins og t.d. hjartasjúk- dóma, lifi frekar af en áður vegna bættrar meðferðar. „Gríðarstórir árgangar á næstu tveimur til þremur áratugum verða háaldraðir, ef allt fer sem horfir,“ segir Ólafur. Hann segir að margir í þessum hópi verði við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur. Þetta séu að mörgu leyti jákvæðar fréttir. „Við getum áfram nýtt okkur reynslu kyn- slóðanna og vonandi borið gæfu til þess að líta á þetta æviskeið sem hluta af samfélaginu.“ Öldungum mun fjölga á næstu árum Morgunblaðið/RAX Framtíðin Þegar horft er fram á veg er ljóst að öldruðum mun fjölga mikið.  Nú eru 52 Íslendingar 100 ára eða eldri  Því er spáð að eitt hundrað Íslendingar verði 100 ára og eldri eftir 20 ár  Margar ástæður eru fyrir því hve margir ná háum aldri nú, að sögn öldrunarlæknis Elst núlifandi Íslendinga » Dóra Ólafsdóttir í Reykja- vík er elst Íslendinga, 107 ára. » Lárus Sigfússon í Reykja- vík er næstelstur, 104 ára. » Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er í þriðja sæti, 103 ára. » Stefán Þorleifsson í Nes- kaupstað er fjórði elsti Ís- lendingurinn, 103 ára. » Hildur Pálsdóttir í Reykja- vík er í fimmta sæti, 103 ára. Ólafur Helgi Samúelsson Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Kátt var á hjalla í Vesturbæjarlauginni í gærkvöldi þegar hið árlega stjörnuljósasund sunddeildar KR fór þar fram, en nokkur hefð hefur skap- ast fyrir því. Fengu iðkendur í sunddeildinni sem og aðrir gestir laugar- innar afhent KR-stjörnuljós á sundlaugarbakkanum og undu þeir sér svo við ljósadýrðina í lauginni. Fóru líklega allir gestir heim uppfullir af anda jóla og nýárs, enda heilla neistarnir frá stjörnuljósum unga sem aldna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjörnuljósadýrð í Vesturbæjarlauginni Hið árlega stjörnuljósasund sunddeildar KR Hópbílar buðu lægst í sérhæfða akst- ursþjónustu í Hafnarfirði, sem nær til þjónustu við fatlað fólk og eldri borg- ara á árunum 2020 til 2024. Fimm buðu og voru tilboð opnuð 13. desem- ber. Lægst buðu Hópbílar hf. og hljóðaði tilboð þeirra upp á 820.986.900 krónur, eða 420.623.100 krónum undir kostnaðaráætlun, sem var upp á 1.241.610.000 krónur. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti 19. desember að hefja viðræður við Hópbíla. Bærinn ákvað á liðnu vori að hverfa frá samstarfi við önnur sveitar- félög innan SSH, að Kópavogi undan- skildum, um sérhæfða akstursþjón- ustu. Var stefnt að skilvirkari og betri þjónustu með auknu sjálfræði not- enda, lengri þjónustutíma og meira ör- yggi fyrir farþega, að því er segir í fréttatilkynningu. Hafnarfjörður hafði yfirumsjón með þjónustunni í mörg ár áður en ákveðið var að fara í samstarf um verkefnið árið 2014. „Ákveðin tækifæri eru fólgin í því fyrir sveitar- félagið og samfélagið í heild sinni að sinna þessari mikilvægu þjónustu sjálf og það í öflugu og góðu notenda- samráði og samstarfi við viðeigandi ráð innan sveitarfélagsins,“ segir í til- kynningunni. gudni@mbl.is Hópbílar hf. buðu lægst  Fimm buðu í akst- ur í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.