Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 VINNINGASKRÁ 174 10381 21838 32767 42935 51474 62851 71119 264 10488 22126 33978 43367 52512 62989 71304 310 10832 22314 34810 43368 52657 63445 71597 335 11739 22835 35025 43692 52750 63616 72072 759 11924 23228 35390 43938 52979 63693 72431 979 11963 23865 35397 44062 53362 63976 72497 1057 12134 24086 35599 44091 53483 63989 72629 1276 12292 24135 35685 44295 53606 64059 72761 1672 12439 24354 35722 44314 54036 64072 72865 1996 12742 25416 36196 45137 54798 64103 73529 2088 13085 25924 36418 45396 55117 64156 73832 2314 13147 25980 36496 45429 55317 64396 74561 2711 13520 26335 37171 45542 55350 64514 74637 3458 13631 27114 37722 46605 55446 64759 75109 3673 13934 27127 38304 46685 56029 65053 75291 4065 14231 27755 38432 46850 56316 65152 75343 4517 14375 27817 38644 47058 56364 65591 75344 4645 14443 27868 38849 47517 56983 65843 75576 5153 14888 27901 39372 47607 57109 65966 75954 5260 14963 28208 39500 47703 57361 65992 76282 5664 14977 29233 39636 47718 57554 66368 76341 5733 15154 29260 39723 48124 57591 67043 76813 5869 16367 29968 39749 48227 58135 67119 76862 6098 16418 30196 40804 48269 59087 67638 77133 6509 17159 30217 41024 48327 59157 67639 77332 6970 17348 30412 41061 48558 59979 67866 77587 7027 17562 30626 41120 48782 60118 68304 78040 7233 18697 30658 41358 49734 60186 68957 78189 7406 18709 31056 41639 50134 60189 69074 78204 8139 19292 31208 41799 50226 60387 69133 78781 8236 19687 31370 42097 50241 60436 69245 78847 8633 20038 31415 42364 50781 60832 69657 8918 20347 31535 42407 50815 60917 69753 8954 20553 31870 42444 51089 61718 70537 9739 21062 32302 42555 51386 62453 70578 10008 21300 32498 42616 51432 62583 70995 10336 21311 32504 42732 51454 62775 71109 930 9836 18942 26861 37979 47603 60416 72920 1339 10567 19305 27084 39627 47798 64510 74086 1473 11781 19638 28063 40429 48025 64765 75797 1761 12424 22033 28498 41642 50085 65232 76583 2236 14672 22444 29392 41907 52653 65243 77434 2657 15259 23231 31873 42262 53018 67230 77910 3159 16360 23826 31890 45392 54796 67719 77925 3168 16600 24207 31962 45495 54848 67867 79174 5354 17461 24831 33374 45840 56648 70098 79475 6592 17660 25226 34530 46282 57381 70783 6866 18352 25758 36182 46361 57443 71500 8735 18463 26243 36671 46752 59677 71510 8791 18934 26832 37226 46983 60341 72880 Næstu útdrættir fara fram 7., 9., 16., 23. & 30. jan 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 12027 23758 51115 54835 59237 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 359 9510 22250 33916 38930 71573 1140 11424 26333 37873 51533 71895 5645 12140 26743 38149 66093 78245 6620 16409 33608 38330 70213 79508 Aðalv inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 7 3 9 1 5 34. útdráttur 30. desember 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsögn dómnefndar um umsækj- endur um stöðu dómara við Hæsta- rétt ber þess merki að nefndarmenn töldu annmarka á því að flokka um- sækjendur samkvæmt reiknileiðinni. Áslaug Árnadóttir, formaður dóm- nefndarinnar, kvaðst í samtali við Morgunblaðið á laugardaginn var ekki mundu tjá sig um umsögnina. Hins vegar vísaði hún á 2. kafla umsagnarinnar, Sjónarmið sem nefndin byggir mat sitt á. Þar kæmi fram rökstuðningur fyrir valinu. Átta lögmenn sóttu um stöðuna en meðal þeirra var Davíð Þór Björg- vinsson, varaforseti Landsréttar. Um síðustu mánaðamót tilkynnti nefndin Davíð Þór, Ingveldi Einars- dóttur og Sigurði Tómasi Magnús- syni að hún gerði ekki upp á milli þeirra. Af því tilefni skrifaði Davíð Þór nefndinni bréf og gagnrýndi niðurstöðuna. Vísaði hann til niður- stöðu dómnefndar vegna umsókna um embætti 15 dómara við Lands- rétt árið 2017. Var Davíð Þór þar metinn langhæfastur samkvæmt reiknileið en Ingveldur, sem nú var skipuð í Hæstarétt, var í 6. sæti. Vísað til opinberrar umræðu Sem áður segir taldi dómnefndin vegna skipanar dómara við Hæsta- rétt rétt að endurmeta reiknileiðina. Athygli vekur að í kaflanum Sjónar- mið sem nefndin byggir mat sitt á er vísað til opinberrar umræðu. „Hæstarétti er því hér eftir eink- um ætlað að dæma um mál sem hafa verulega almenna þýðingu. Af þeim sökum má vænta þess að opinber umræða muni aukast um úrlausnir réttarins og forsendur dóma hans muni koma til ítarlegri skoðunar en áður. Þótt þetta sé vissulega til þess fallið að auka veg réttarins þegar fram í sækir þá leiðir það jafnframt af sér kröfu um að val á dómurum réttarins sé eins trúverðugt og framast er kostur,“ segir þar m.a. Dómnefndin rifjaði jafnframt upp að henni væri heimilt að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna. Tilgreina sjónarmiðin Síðan vísaði hún til reglna um störf dómnefndarinnar (620/2010) og þeirra þátta sem ætlast er til að nefndin horfi til við val sitt. Því næst er 4. greinin í reglunum, Sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggt á, endurbirt. Þar eru tilgreind atriði sem horft skal til. Í fyrsta lagi menntun, starfsferill og fræðileg þekking. Í öðru lagi aukastörf og fé- lagsstörf. Í þriðja lagi almenn starfs- hæfni. Í fjórða lagi sérstök starfs- hæfni og í fimmta lagi andlegt atgervi. Hins vegar eru rifjaðar upp athugasemdir við frumvarpið og ákvæði í stjórn- sýslulögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá fer töluvert rými í að rifja upp ábendingar í árs- skýrslu umboðs- manns Alþingis árið 2016. Umboðsmaður hafi þar vakið at- hygli á þeirri aðferð við ráðningar hjá hinu opinbera að gefa umsækj- endum stig fyrir hvert sjónarmið og meta þann hæfastan sem hlyti flest stig. Þótt aðferðin væri í samræmi við að meta umsækjendur á grund- velli faglegra verðleika hefði hann „hins vegar orðið þess var að þessari aðferð væri beitt með „of formlegum eða fortakslausum“ hætti en minna færi fyrir efnislegu mati á þekkingu og getu umsækjenda“. „Afleiðingin yrði þá oft og tíðum sú að sá umsækj- andi sem hefði unnið á flestum stöð- um, og sækti stig úr flestum flokk- um, fengi fleiri stig en umsækjandi sem hefði tileinkað sér ákveðna starfsreynslu, án þess að lagt hefði verið mat á hvort hin langa starfs- reynsla þess síðarnefnda væri engu að síður betri undirbúningur til að gegna hinu auglýsta starfi en hin fjölbreytta starfsreynsla þess fyrr- nefnda,“ skrifa nefndarmenn í upp- rifjun á sjónarmiðum umboðsmanns. Taka undir sjónarmiðin Nefndarmenn skrifa síðan að þeir taki undir þessi sjónarmið umboðs- manns Alþingis og hafi horft til þeirra við mat á hæfni umsækjenda. „Síðan skal það tekið fram að þótt nefndin hafi við gerð fyrri umsagna stuðst við reikniskjöl við mat á um- sækjendum þá hefur nefndin aldrei gert þau að hluta af áliti sínu. Þess í stað hefur nefndin ályktað um hverj- ir teljist hafa verið hæfastir án þess að gefa þeim innbyrðis einkunnir í niðurstöðum sínum,“ skrifa nefndar- menn um reiknileiðina. Vekur þetta athygli enda sagði í niðurstöðu um- sagnar dómnefndar vegna Lands- réttar 2017 að hún hefði „í mati sínu á hæfni umsækjenda að því er varðar röðun innan einstakra þátta beitt eins mikilli nákvæmni og kostur er, en matsgrundvöllurinn er bæði fjöl- þættur og margbrotinn. Á hinn bóg- inn speglar endanlegur útreikningur í samanlögðum þáttum matsniður- stöður af mikilli nákvæmni,“ sagði þar m.a. Til upprifjunar munaði 0,03 á umsækjendum sem urðu í 15. og 16. sæti hæfnisraðar vegna Lands- réttarvalsins vorið 2017. Þótt nefnd- in teldi ekki rétt að raða þeim sem urðu í 15 efstu sætum hæfnislistans sérstaklega innbyrðis í sæti varð niðurstaðan á skorblaðinu engu að síður forsenda valsins að lokum. Bindur ekki hendur nefndar Dómnefndin vegna hæstaréttar ítrekar að hún telji sig ekki bundna af reiknileiðinni frá Landsréttarvali. „Því sjónarmiði hefur verið hreyft að staða umsækjenda í umræddum reikniskjölum sem nefndin studdist við í eldri umsögnum bindi mögulega hendur nefndarinnar. Á þetta getur nefndin ekki fallist … Auk þess verð- ur að gæta varúðar, eins og umboðs- maður Alþingis hefur bent á, þegar unnið er með reikniskjöl sem þessi.“ Þá telja nefndarmenn að varast beri að gefa sjónarmiðinu „fjölbreytt starfsreynsla“ of mikið vægi. Vísað er til greinargerðar með frumvarpi til laga um dómstóla (45/2010) en þar birtist sú áhersla frumvarpshöfunda að horft skuli til lögfræðilegrar þekkingar, ekki tegundar eða fjölda starfa sem umsækjandi hafi sinnt. Samandregið hafnar nefndin því reiknileiðinni sem grundvelli dóm- aravals, og þar með gagnrýni Davíðs Þórs á valið. Þá virðist rökstuðning- ur hennar benda til að hún telji hendur sínar ekki bundnar og að rétt sé að horfa til kynjasjónarmiða. Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Íslands Skipað var í lausa stöðu hjá réttinum um áramótin. Hafna reiknileiðinni við val á dómurum  Dómnefnd vegna Hæstaréttar vísaði til kynjasjónarmiða Áslaug Árnadóttir Landsmenn voru duglegir að nýta sér rafskútur frá rafskútuleigunni Hopp sem ferðamáta í desember, þrátt fyr- ir hálku og snjó. Samtals ferðuðust landsmenn á skútunum 7.607 kílómetra, sem jafn- gildir 5,7 hringferðum um Ísland. Skúturnar eru komnar á nagla- dekk og höndla því íslenskar að- stæður vel. Þó var lokað fyrir leiguna í óveðr- inu í byrjun mánaðar, en mörkin eru dregin við appelsínugula viðvörun. Nýlega var skútunum fjölgað úr 60 í 100. Forsvarsmenn Hopp hafa ákveðið að gefa allan ágóða sem verður af raf- skútuleigunni í dag til Landsbjargar. Í tilkynningu frá Hopp segir að styrkurinn sé veittur þar sem Lands- björg vinni mikilvægt starf fyrir „alla landsmenn og öll þau sem heimsækja fallegu eyjuna okkar. Styrkið Lands- björg endilega á annan hátt en með flugeldum“. Með því er vísað til loftmengunar sem stafar af flugeldum, en megin- hugsjónin á bak við rafhlaupahjólin er að veita landsmönnum færi á að velja vistvænni samgöngur. Rafskútuleigan Hopp hóf starfsemi í Reykjavík í lok september og er því fyrsta rafskútuleigan á Íslandi. Ferðuðust 7.607 km í desember  Rafskútur notaðar í snjónum Ljósmynd/Hopp Vetur Eyþór Máni Steinarsson fór um á rafskútu í snjókomunni. Lýst er megnri óánægju með aðgerðarleysi hins opinbera í raforkumálum í nýlegri ályktun Framsýnar, stéttarfélags í Þingeyjarsýslum. Þar segir að í óveðrinu fyrr í desember hafi komið í ljós að dreifikerfi raforku á Norður- landi sé ófullnægjandi. Ólíðandi sé með öllu að almenningur og atvinnulífið þurfi að búa við fjarskipta- og rafmagnsleysi sólarhringum saman. Tjónið vegna rafmagnsleysisins hlaupi á milljörðum króna. „Framsýn krefst þess að ráðist verði í lagfæringar á dreifikerfinu þegar í stað svo aðstæður sem þessar endurtaki sig ekki. Nú þegar ákveðin efna- hagslægð er í þjóðfélaginu er fátt betra en að ráðast í uppbyggingu á raf- orkukerfinu á landsbyggðinni,“ segir í ályktuninni. sbs@mbl.is Dreifikerfi rafmagns nyrðra ófullnægjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.