Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Toyota á Íslandi mun hefja sölu á
bílatryggingum, fyrst bílaumboða á
Íslandi, í byrjun janúar. Verkefnið er
unnið í samstarfi við TM, sem vá-
tryggir bílana. Eins og fram kemur í
tilkynningu frá Toyota þá eru
Toyota- og Lexustryggingar hefð-
bundnar ökutækjatryggingar og
bjóðast með nýjum og notuðum
Toyota- og Lexusbílum hjá viður-
kenndum seljendum. Þá segir að nú-
verandi eigendum Toyota- og Lex-
usbíla bjóðist innan tíðar að kaupa
ökutækjatryggingar í gegnum sjálf-
virka lausn á heimasíðum Toyota og
Lexus.
Við sölu trygginganna verður
byggt á hugmyndafræði trygginga-
félags Toyota á heimsvísu, Toyota
Insurance Management (TIM), sem
er eitt stærsta tryggingafélag heims.
Hugarró í boði
Kjartan Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar
og markaðsmála
hjá TM, segir að
ástæðan fyrir því
að fyrirtækin tvö
efni til samstarfs í
þessum efnum sé
meðal annars sú
að mikill sam-
hljómur sé með
fyrirtækjunum,
einkum hvað
varðar mikla
áherslu beggja
félaga á þjónustu. „Bæði fyrirtækin
leggja mikla áherslu á að bjóða við-
skiptavinum upp á hugarró,“ segir
Kjartan.
Þá bendir hann á að ein helsta for-
senda þess að hægt var að bjóða
þessa nýju þjónustu sé sterk staða
TM á sviði stafrænna lausna. „Við
höfum sett okkur metnaðarfullt
markmið um að vera í forystu í staf-
rænum lausnum og þær gera okkur
kleift að fara í þetta samstarf. Það er
mjög ánægjulegt.“
Eins og Kjartan útskýrir getur
sölumaður sem er að ganga frá sölu á
Toyota- eða Lexusbíl til viðskipta-
vinar gengið frá tryggingamálunum
samhliða, milliliðalaust. Viðskipta-
vinur fær sendan hlekk í símann og
lýkur við tryggingakaupin á staðn-
um með notkun rafrænna skilríkja.
Tíðkast víða erlendis
Þó að sala bílatrygginga sé nýjung
hér á landi hjá bílaumboði er slíkt
farið að tíðkast víða erlendis.
Spurður hvort hann búist við að
fleiri umboð og tryggingafélög fylgi
fordæmi TM og Toyota hér á landi
segir Kjartan að verkefnið muni tví-
mælalaust vekja aðra á markaðnum
til umhugsunar. „Það kæmi ekki á
óvart ef svona þjónusta yrði í boði í
ríkari mæli á markaðnum í fram-
haldinu.“
Er TM með þessu að reyna að laða
fólk til sín með allar sínar trygg-
ingar?
„Þessi hugsunarháttur sem verið
hefur ríkjandi hér á landi, að fólk sé
með allar sínar tryggingar á einum
stað, er smátt og smátt að rofna, og
þetta er dæmi um það. Fólk er meira
farið að kaupa sértækar tryggingar
sem tengjast þeim vörum og þjón-
ustu sem verið er að kaupa í það og
það skiptið, eins og ferðalögum eða
heimilistækjum, til dæmis. Nú erum
við að færa þetta yfir á ökutæki.“
Kjartan segir að ekki sé keppt í
verði, heldur virðisauka sem tengist
fyrrnefndri hugarró. Toyota- og
Lexuseigendur fái með tryggingun-
um bíl að láni allan þann tíma sem
bíll er í viðgerð í kaskótjóni en ekki
eingöngu þá fimm daga sem í dag
tíðkast. Tryggingarnar miðast að
sögn Kjartans við að viðgerðir séu
framkvæmdar á vegum viður-
kenndra þjónustuaðila Toyota á Ís-
landi og tryggt verður að hans sögn
að viðurkenndir Toyota- og Lexus-
varahlutir séu notaðir í allar viðgerð-
ir. Þá fá Lexusbílar til dæmis alþrif
áður en þeim er skilað eftir viðgerð.
Aukin þjónusta
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi, segir í tilkynningu
fyrirtækisins að Toyota búi yfir gríð-
armikilli reynslu og þekkingu á sviði
trygginga í gegnum samstarf og
eignarhlut sinn í einu stærsta
tryggingarfélagi í heimi, MS & AD
Insurance Group í Japan. Þá segir
hann að TIM sem er í eigu trygg-
ingaarms Toyota í Evrópu – Aioi
Nissay Dowa Europe – veiti sam-
starfinu á Íslandi ráðgjöf og stuðn-
ing. „Með Toyota- og Lexustrygg-
ingum erum við enn að auka
þjónustu okkar við eigendur Toyota-
og Lexusbifreiða. Við teljum við-
skiptavinum okkar til hagsbóta að
geta gengið frá tryggingum hjá
sama fyrirtæki og þeir kaupa bílinn
og sækja þjónustu fyrir hann,“ segir
Úlfar.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM,
segir í tilkynningunni að TM sé stolt
af því að Toyota hafi leitað eftir sam-
starfi við TM þegar ákveðið var að
bjóða upp á Toyota- og Lexustrygg-
ingar á Íslandi.
Fyrst með bílatryggingar
Morgunblaðið/Kristinn
Afgreiðsla Hægt verður að ganga frá tryggingunni samhliða bílakaupunum.
Tryggðir Toyota- og Lexuseigendur fá bíl að láni allan tímann á meðan viðgerð
stendur yfir TM vátryggir Fá stuðning frá Toyota Insurance Management
Klesst’ann
» Auglýsingaherferð Toyta-
trygginga mun ganga undir
yfirskriftinni Klesst’ann – ekki
bílinn samt.
» Varan er einungis í boði hjá
Toyota, TM selur vöruna ekki.
» Allir núverandi Toyota/
Lexuseigendur munu einnig
geta keypt Toyota/Lexus-
ökutækjatryggingu á netinu.
Kjartan
Vilhjálmsson
Úlfar
Steindórsson
Sigurður
Viðarsson
31. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.45 122.03 121.74
Sterlingspund 158.7 159.48 159.09
Kanadadalur 92.71 93.25 92.98
Dönsk króna 18.102 18.208 18.155
Norsk króna 13.692 13.772 13.732
Sænsk króna 12.944 13.02 12.982
Svissn. franki 124.3 125.0 124.65
Japanskt jen 1.108 1.1144 1.1112
SDR 167.47 168.47 167.97
Evra 135.25 136.01 135.63
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.819
Hrávöruverð
Gull 1510.6 ($/únsa)
Ál 1788.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.91 ($/fatið) Brent
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið
að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur sem höfðað var vegna
endurgjalds til fyrrverandi stofn-
fjáreigenda Sparisjóðs Vestmanna-
eyja vegna samruna sjóðsins og
Landsbankans.
Árið 2018 höfðuðu Vestmanna-
eyjabær, Vinnslustöðin hf. og Líf-
eyrissjóður Vestmannaeyja mál á
hendur Landsbankanum til að
krefjast hærra endurgjalds til fyrr-
verandi stofnfjáreigenda Sparisjóðs
Vestmannaeyja (SPV) vegna sam-
runa sparisjóðsins og Landsbank-
ans. Vorið 2015 var SPV yfirtekinn
af Landsbankanum hf. en upp
höfðu komið eiginfjárerfiðleikar hjá
SPV og veitti Fjármálaeftirlitið
stjórnendum SPV fimm daga frest
til þess að setja fram tillögur um
ráðstafanir vegna eiginfjárvandans.
Við yfirtökuna byggðist endurgjald
stofnfjáreigenda SPV á samkomu-
lagi Landsbankans og stjórnar SPV
sem stofnfjáreigendur greiddu aldr-
ei atkvæði um að því er fram kem-
ur í fundargerðinni. Samkvæmt
samkomulaginu fengu þeir hluti í
Landsbankanum sem endurgjald og
var ákveðið að verðmæti alls stofn-
fjár yrði 332 milljónir króna. Í
fundargerðinni segir að forsendur
þeirrar verðákvörðunar liggi ekki
enn fyrir.
Í niðurstöðu bæjarráðs lýsir það
vonbrigðum með niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur og að dóm-
urinn taki „ekki til greina niður-
stöðu dómskvaddra matsmanna á
raunvirði stofnbréfanna, sem var
umtalsvert hærra en það sem bank-
inn greiddi fyrir hlutina“, og því
hafi ríkisbankinn hagnast á kostnað
stofnfjáreigenda í SPV. Í fundar-
gerðinni segir að niðurstaða máls-
ins sé þó sú að ekki standi efni til
að áfrýja málinu til æðra dómstigs.
Vestmanna-
eyjabær
áfrýjar ekki