Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Boða hertar árásir í Írak  Blóði píslarvotta var ekki úthellt til einskis, segir leiðtogi vígasveita Hizbollah Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Blóði píslarvotta var ekki úthellt til einskis og við munum nú af mikilli hörku beina spjótum okkar að liði Bandaríkjamanna í Írak,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Jamal Jaafar Ibrahimi, leiðtoga vígasveitanna Kata’ib Hizbollah í Írak og Sýr- landi, er hann var spurður út í loftárásir Banda- ríkjahers síðastliðinn sunnudag á skotmörk tengd samtökunum. Minnst 25 féllu í loftárásunum og eru hátt í 60 til viðbótar særðir. Loftárásir Bandaríkjamanna voru gerðar í kjöl- far eldflaugaárásar vígamanna á herstöð í Írak. Í þeirri árás lést bandarískur verktaki og særðust til viðbótar nokkrir íraskir hermenn. Reuters greinir frá því að vígasamtökin njóti stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og hefur hún harðlega mótmælt árásum Bandaríkjahers. Þannig hefur utanríkisráðuneyti Írans meðal annars líkt árás- unum við hryðjuverk. Með árásum sínum segja Íranir Bandaríkin styðja við hryðjuverk og vanvirða sjálfstæði og fullveldi annarra þjóða. „Þau verða að viðurkenna ábyrgð sína og taka afleiðingum þessara ólögmætu aðgerða,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisþjónustunnar í Íran. Undir þetta hafa samtök Hizbollah í Líbanon tekið, en þau segja árásir Bandaríkjahers svívirði- legar og beint gegn öryggi, fullveldi og stöðug- leika Íraks. Stjórnvöld í Írak höfðu í gær ekki enn tjáð sig opinberlega um árás Bandaríkjahers á skotmörk tengd vígasveitum Kata’ib Hizbollah þar í landi. Á hvað réðust Bandaríkjamenn? Talsmaður Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir hersveitir þeirra hafa ráðist „með nákvæmni“ á þrjár lykilstöðvar samtakanna í Írak og tvær í Sýrlandi. Tilgangur árásanna var að skaða getu samtakanna til að herja á sveitir bandamanna en þær eru staðsettar í Írak vegna átaka við vígamenn Ríkis íslams. Meðal þess sem sprengt var upp í loftárásunum voru vopnageymslur og stjórnstöð vígasamtaka Kata’ib Hizbollah þaðan sem árásir þeirra voru skipulagðar og samhæfðar, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins. Nítján ára bresk kona hefur verið fundin sek um að hafa logið því til að henni hafi verið nauðgað af hópi manna á Kýpur í júlí síðastliðnum. Dómur yfir konunni verður kveðinn upp 7. janúar, en hún á yfir höfði sér allt að árs fangelsi auk fjársektar. Lögmenn hennar hafa beðið um skil- orðsbundinn fangelsisdóm. Konan, sem ekki hefur verið nafn- greind í erlendum fjölmiðlum, hélt því fram að 12 ungir ísraelskir karl- menn, allir á aldrinum 15 til 18 ára, hefðu nauðgað sér á hótelherbergi á Ayia Napa, vinsælum ferðamanna- stað þar í landi, hinn 17. júlí. Í kjöl- farið hófst umfangsmikil lögreglu- rannsókn sem leiddi meðal annars til handtöku mannanna. Þeim var síðar sleppt. Frásögn hennar er stefnulaus Fram kemur á fréttavef Sky News að dómari segir frásögn konunnar stefnulausa með öllu og að sekt hennar hafi verið sönnuð án nokkurs efa. Saksóknari í málinu segir kon- una hafa logið til um nauðgun því hún sé ósátt við að til séu upptökur af henni stunda kynlíf á hótelherberg- inu. Mennirnir sem sakaðir voru um nauðgun hafa haldið fram sakleysi sínu frá fyrsta degi og var þeim sleppt úr haldi lögreglu án ákæru. Saksóknari segir konuna hafa rit- að undir yfirlýsingu þess efnis að hún hafi logið til um nauðgun. Ber hún því við að lögreglan hafi beitt sig þrýstingi. Dómari segir aftur á móti að lögreglan hafi sinnt starfi sínu af fagmennsku og ekki reynt að þrýsta á konuna um að breyta framburði sínum varðandi þá atburðarás sem átti sér stað aðfaranótt 17. júlí. Þá greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að fjölskylda konunnar íhugi nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dæmd fyrir að ljúga um nauðgun  Sagði 12 unga menn hafa brotið á sér AFP Sakfelld Unga konan sést hér fela andlit sitt á leið í dómsal í gær. Tyrkneska lögreglan hefur nú hand- tekið minnst 124 einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við víga- samtökin Ríki íslams þar í landi. Er þetta gert af ótta við hugsanlegt hryðjuverk á mannamótum í tengslum við komandi áramót. Aðgerð lögreglunnar hefur staðið yfir undanfarna daga og fór hún fram í sex héruðum landsins, að því er fréttavefur Sky News greinir frá. Tyrkneska fréttaveitan Anadolu segir minnst 33 erlenda ríkisborgara hafa verið handtekna í og við höfuð- borgina Ankara. Af þeim eru 30 sagðir vera með ríkisfang í Írak. Í borginni Istanbúl eru 24 grunaðir vígamenn sagðir hafa verið hand- teknir, þeirra á meðal eru fjórir með annað ríkisfang en tyrkneskt. Í húsleitum lögreglu sem fram- kvæmdar voru í suðausturhluta Tyrklands var lagt hald á skotvopn og skotfæri. Í sömu aðgerð voru 22 handteknir og færðir í varðhald. Einnig voru framkvæmdar húsleitir og lögregluaðgerðir í borgunum Ad- ana, Kayseri, Samsun og Bursa, að því er Anadolu greinir frá. Tyrkneska lögreglan hefur staðið fyrir aðgerðum sem þessum í desember frá því að vígamenn réð- ust á hóp fólks á skemmtistað í Istanbúl á nýársdag árið 2017. Alls týndu 39 manns lífi í ódæðinu og fjölmargir særðust til viðbótar. Rúmlega 100 manns handteknir  Árleg aðgerð lög- reglu í Tyrklandi AFP Istanbúl Tyrkneskur lögreglu- maður sést hér standa vaktina. Stjórnvöld í Ástralíu flytja nú íbú- um í austurhluta Viktoríufylkis skýr skilaboð vegna þeirra miklu skógar- og kjarrelda sem þar geisa. „Ef þið hafist enn við í þeim hluta fylkisins þá er kominn tími til að fara,“ sagði Andrew Crisp, yfir- maður almannavarna, á fjölmiðla- fundi sem haldinn var í gær. Tugum þúsunda íbúa og ferða- manna í suðausturhluta Ástralíu hefur nú verið gert að yfirgefa svæðið af ótta við að eldurinn breið- ist enn frekar út. Vitað er um tugi skógar- og kjarrelda víðsvegar um Ástralíu um þessar mundir, verst er ástandið sagt í námunda við borg- ina Sydney þar sem áformað er að halda veglega skoteldasýningu um komandi áramót þvert á óskir og ráðleggingar slökkviliðsins þar. Um 250 þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem hvatt er til þess að hætt verði við skotelda- sýninguna. Þess í stað ætti að styrkja slökkvistarf í landinu. Tugir þús- unda flýja nú eldana AFP Skógar- og kjarreldar loga víða um Ástralíu Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna- sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is. Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.