Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um aldamótinsíðustu varmiklu tjald-
að til, ekki aðeins
vegna „2000-
vandans“, sem allir
sérfræðingar ótt-
uðust mjög en
reyndist enginn vera, heldur líka
vegna atburða á öldinni sem áttu
enga sína líka í sögunni.
Kommúnisminn reis og féll svo
aftur eftir að hafa orðið í það
minnsta milljónatugum að fjör-
tjóni. Önnur ekki síður ógeðfelld
öfgastefna, nasisminn, reis enn
hraðar og féll sömuleiðis hraðar
og með meiri látum. Hann varð
einnig milljónum að fjörtjóni þótt
ekki hefði hann, þrátt fyrir Hel-
förina sjálfa, verið jafn mann-
skæður og hin pólitíska hel-
stefnan.
Tvær heimsstyrjaldir mörkuðu
djúp spor í tuttugustu öldina en
svo voru líka stigin jákvæð skref,
eins og litla skrefið á tunglinu og
margvíslegar gríðarlegar og allt
að því óskiljanlegar vísinda- og
tækniframfarir bera vitni um.
Mannkynið lærði að fæða fleiri
munna en nokkru sinni fyrr og
læknaði fleiri kvilla þannig að
mannfjölgun varð mikil og víðar
en hér á landi braust almenn-
ingur nánast úr örbirgð í alls-
nægtir.
En þó að óumdeilt væri að tutt-
ugasta öldin hefði verið öld mik-
illa umbrota og framfara var tölu-
vert um það deilt um aldamótin
hvenær þau væru. Flestir eru
þannig gerðir að þeir vildu minn-
ast aldamótanna þegar skipti úr
1999 í 2000, en aðrir bentu á að
öldin væri ekki liðin fyrr en síð-
asta ár hennar, árið 2000, væri
liðið. Þeir voru þó fleiri sem létu
sig þessar tæknilegu athuga-
semdir litlu varða og fannst fara
betur á að fagna nýju tölunum þó
að talningin væri ef til vill ekki til
fyrirmyndar og kynni að valda
falli á stærðfræðiprófum. Hið
sama er uppi nú, þegar fjölmiðlar
víða um heim fjalla með ótíma-
bærum hætti um atburði annars
áratugar 21. aldarinnar. Þetta
bráðlæti er auðvitað ekki til fyrir-
myndar en verður þó vonandi
ekki til að setja tugakerfið í upp-
nám.
Kína hefur verið mjög vaxandi
það sem af er þessari öld og mun
án efa setja enn meira mark sitt á
hana eftir því sem árin líða. Meg-
irðu lifa á áhugaverðum tímum,
er tvíræð kveðja sem Kínverjar
kasta stundum á þá sem þeir óska
alls ills, enda eru áhugaverðir
tímar sjaldnast þeir bestu. Flest-
ir þrífast betur og eru hamingju-
samari þegar ekkert stórkostlega
fréttnæmt gerist og vonandi
verður þessi öld ekki eins áhuga-
verð í þessum skilningi og sú
tuttugasta. Fyrir einni öld höfðu
tuttugustu aldar menn þegar háð
eina heimsstyrjöld og horft upp á
kommúnismann taka völdin í
Moskvu, en ekkert af þeirri
stærðargráðu hefur enn gerst á
þessari öld. Þó hefur ýmislegt
„áhugavert“ gerst það sem af er
öldinni og á þeim
áratug sem nú er að
líða.
Lánsfjárkreppan
sem gekk yfir
Bandaríkin og Evr-
ópu fyrir rúmum
áratug skók fjár-
málakerfin og hafði gríðarleg
áhrif með falli stæðilegra fjár-
málastofnana og björgunar-
aðgerðum til að hindra fall fjölda
þeirra. Og hér féllu bankar með
miklum látum og djúpstæðum af-
leiðingum. En þó að höggið hafi
verið meira hér en á evrusvæðinu
hafa afleiðingarnar verið alvar-
legri þar enda sér ekki fyrir end-
ann á þeim enn. Þess vegna má
segja að evran, þó að hún sé að-
eins rúmlega tveggja áratuga
gömul, hafi verið að tapa trú-
verðugleika allan þennan áratug.
Á sama tímabili hefur íslenska
krónan staðfest hve þýðingar-
miklu hlutverki hún gegnir fyrir
íslenskan efnahag.
Ekki aðeins vegna evrunnar
heldur einnig vegna vaxandi
óánægju almennings með skort á
lýðræði innan sambandsins og
fjarlægu en allt of valdamiklu
embættismannakerfi hefur Evr-
ópusambandið veikst á þessum
áratug. Óánægjan kom skýrast
fram í ákvörðun Breta um að
ganga úr sambandinu og líkur
eru á að útgangan muni veikja
sambandið enn frekar enda hafa
ráðamenn í Brussel þvælst fyrir
henni sem mest þeir hafa mátt,
og rúmlega það.
Þó að áratugurinn hafi hér á
landi byrjað brösuglega með
vinstri stjórn sem lagði sig fram
um að ýta undir átök þegar þörf
var á hinu gagnstæða, þá hefur
ræst verulega úr. Efnahagur hins
opinbera og þjóðarinnar í heild
hefur lagast verulega og sjaldan
eða aldrei verið betri. Kaup-
máttur landsmanna og velmegun
á flesta mælikvarða hefur batnað
mjög og stöndum við í þeim efn-
um framar flestum þjóðum sem
við berum okkur saman við.
Þetta er ánægjuefni þó að full-
ur sigur sé að sjálfsögðu ekki
unninn. Og áhyggjuefnin eru
einnig fyrir hendi. Eitt er sam-
skiptin við Evrópusambandið í
gegnum EES-samninginn, en þar
þurfa Íslendingar að gæta hags-
muna sinna með mun ákveðnari
hætti en gert hefur verið. Þetta
er hægt þrátt fyrir utanaðkom-
andi þrýsting, eins og sást vel í
Icesave-málinu fyrr á þessum
áratug. Margir segjast sammála
því að ESB hafi seilst of langt inn
í íslenska löggjöf í gegnum EES-
samninginn, en þegar á hólminn
er komið hafa þau orð iðulega
reynst haldlítil. Þetta þarf að
breytast. Ísland verður að gæta
að stöðu sinni gagnvart öðrum
ríkjum til að verja sjálfstæði sitt
og fullveldi. Aðeins þannig er
hægt að tryggja að auðlindir
Íslands verði áfram undirstaða
þeirrar velmegunar sem lands-
menn njóta nú og fer vonandi enn
vaxandi á næsta ári og áratug.
Gleðilegt ár!
Sumir telja að ára-
tugurinn sé á enda,
aðrir telja að þeir
kunni ekki að telja}
Áramót
Á
rið 2019 var mjög lærdómsríkt ár.
Við gengum inn í árið með það
veganesti að ráðherrar nota
sendiherrastöður sem pólitíska
skiptimynt sjálfum sér til fram-
dráttar, eins og fram kom í Klaustursupptök-
unum. Ég myndi segja að árið 2019 hafi verið
árið sem byrjað var að svipta hulunni af um-
fangi spillingar í íslensku samfélagi því þó
hrunið og Panamaskjölin hafi áður gefið okkur
innsýn í spillingarheiminn þá sýndu mál ársins
2019 hversu víðtæk spillingin og svindlið er.
Frá því sjónarhorni er virkilega merkilegt að
geta sagt að hrunið og Panamaskjölin hafi í
raun verið bara toppurinn á ísjakanum, vegna
þess hversu stór mál það eru.
Það væri í raun nákvæmara að tala um
svindl en spillingu. Ísjakinn sem liggur undir
yfirborðinu er nefnilega að mestu samansettur úr svindli.
Svindli sem lýsir sér í því sem Procar gerði, hvað Samherji
gerði og ástæðum þess að við erum á lista FATF vegna
peningaþvættis. Þar inn á milli finnum við svo spilling-
armola sem virðast halda þessu öllu saman. Þar finnast
pólitísk afskipti af skipun dómara í Landsrétt, ríkislög-
reglustjóri sem ýjar að því að hann viti af spillingu sem
þurfi að upplýsa um ef hann þyrfti að víkja úr starfi og svo
samtryggingin sem reis upp í vörn gegn gagnsæi og rök-
studdum grun.
Dæmin sýna ítrekað svindl og spillingu en dæmin sjálf
sýna líka brestina í þeim varnarhjúp sem áður stóð af sér
allar atlögur. Ísjakinn strandaði árið 2019 og
nú fjarar undan honum á sama tíma og hann
bráðnar. Á næsta ári verður að passa að jakinn
komist ekki aftur á flot. Til þess að ná að
brjóta ísinn þá þarf til að byrja með að taka
spillingarmál og svindl alvarlega. Það þurfa að
vera afleiðingar og það þarf að vera gegnsæi.
Það er til dæmis sorglegt að sjá meira gerast í
Samherjamálinu í Namibíu en á Íslandi. Því
næst þarf að fara í grundvallaraðgerðir varð-
andi réttindamál uppljóstara, gagnsæi fyrir-
tækja og ábyrgð stjórnenda og ráðamanna.
Það þarf að tryggja opið aðgengi að eigna-
tengslum og raunverulegum eigendum, mun
víðtækari vernd uppljóstrara en er að finna í
því frumvarpi sem ráðherra hefur lagt fram á
Alþingi og síðast en ekki síst að þingið klári af-
greiðslu á nýrri stjórnarskrá því í henni er að
finna góðan grunn til að byggja á í þessum málum.
Það verður ekki auðvelt að brjóta varnarhjúpinn því
kerfið ver sig með kjafti og klóm. Vörnin er að skjóta
sendiboðann fyrir að dirfast að nota orðin „rökstuddur“ og
„grunur“ í þeirri röð þrátt fyrir fullt af rökum og aug-
ljósan grun. Vörnin er að hanna ásýnd breytinga þannig
að ekkert breytist í raun og veru, að gera þolendur að ger-
endum og gerendur að þolendum. Að þau grunuðu rann-
saki sjálf sig.
Hvítþvottur og bón, allt á einum stað.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Toppurinn á ísjakanum
Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Stjórnvöld hafa ekkert að-hafst á þessu ári til aðstemmu stigu við fyrir-sjáanlegri mengun af völd-
um flugelda sem skotið er upp nú um
áramótin. Þetta er þvert á fyrirheit
sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra gaf í kjölfar loft-
mengunarinnar miklu á höfuð-
borgarsvæðinu um áramótin 2017-
2018. Í viðtali við Morgunblaðið í
apríl 2018 sagði ráðherrann
mengunina áhyggjuefni og ekki
ásættanlega. „Við verðum vitanlega
að bregðast við,“ sagði hann.
Árið 2018 voru þessi mál nokkrum
sinnum til umfjöllunar hér í blaðinu,
sérstaklega í desember. Tilraunir til
að ná tali af umhverfisráðherra og
bera undir hann fyrirheitin báru
ekki árangur. Rétt fyrir jól kom svo
tilkynning frá ráðuneytinu um að
Umhverfisstofnun hefði verið falið
að auka mælingar á svifryki í kring-
um áramótin. Þá væri henni falið að
miðla upplýsingum um skaðsemi
flugelda til almennings og hags-
munaaðila. Loks yrði skipaður
starfshópur með fulltrúum frá þrem-
ur ráðuneytinum og ætti hann að
safna upplýsingum um mengun af
völdum flugelda og gera tillögur um
aðgerðir til lengri tíma. Starfshóp-
urinn átti að skila af sér fyrir 15.
febrúar á þessu ári sem er að kveðja.
Fyrirkomulagið óbreytt
Í starfshópnum voru Sigurbjörg
Sæmundsdóttir, deildarstjóri í um-
hverfisráðuneytinu, formaður, Jón
Gunnarsson alþingismaður og Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Margir bundu vonir við að nú væri
að komast hreyfing á þessu mál.
Horfðu menn þá ekki síst til þess að
opinber reglugerð um skotelda
kveður á um að halda skuli fund með
innflytjendum skotelda fyrir lok
febrúar ár hvert ef gera á breytingar
á sölu þeirra á árinu. En í mars á
þessu ári upplýsti Morgunblaðið að
enginn slíkur fundur hefði verið
haldinn og fyrirkomulagið við sölu
flugelda yrði óbreytt enn eitt árið.
Nefndin hefði enn ekki lokið störf-
um. Sigríður Víðis Jónsdóttir, að-
stoðarmaður ráðherra, fullyrti hins
vegar að tillögur nefndarinnar væru
væntanlegar „fljótlega“. Þessi svör
voru svo endurtekin reglulega af
fulltrúum ráðuneytisins allt þetta ár
án þess að nefndin lyki störfum.
Í viðtali við RÚV á dögunum full-
yrti einn nefndarmanna, Jón Gunn-
arsson alþingismaður, að tillögur
starfshópsins væru væntanlegar
snemma á næsta ári. En við til-
lögugerð yrði að taka tillit til bæði
mengunar vegna flugeldanna og
vægis þeirra í tekjuöflun björg-
unarsveita. Lýðheilsusjónarmiðum
yrði með öðrum orðum að setja mörk
vegna þröngra peningalegra hags-
muna. Fram hefur komið að tekjur
björgunarsveitanna af flugeldasölu
nema um 800 milljónum króna á ári
og eru þetta um 60% af heildar-
tekjum þeirra. Spyrja má hvort ekki
sé hægt að hagræða sársaukalaust í
ríkisrekstrinum um þessa upphæð
og setja björgunarstarfið á föst fjár-
lög, ef vilji er til þess.
Fyrir ári birtu þrír háskólakenn-
arar grein í Læknablaðinu þar sem
bent var á að óhófleg, óstýrð notkun
Íslendinga á flugeldum leiddi til al-
varlegrar mengunar sem hefði áhrif
á heilsu og vellíðan lungnasjúklinga,
sem eru allt að 5-10% landsmanna,
og væru í þeim hópi bæði börn og
fullorðnir. Bentu þeir á að síðastliðin
15 áramót hefði svifryksmengun á
höfuðborgarsvæðinu farið yfir
heilsuverndarmörk annað hvert ár.
Þeir töldu að minnka þyrfti innflutn-
ing flugelda áttfalt til að hægt væri
að standa við heilsuverndarmörk. Þá
bentu þeir á að hægt væri að banna
flugeldaauglýsingar líkt og gert er
með tóbak og áfengi. Einnig mætti
minnka vöruframboð og banna þá
flugelda sem menga mest við jörðu.
Nú nokkrum dögum fyrir jól birti
Umhverfisstofnun niðurstöður mæl-
inga á efnainnihaldi svifryks í
Reykjavík og Kópavogi um áramótin
2018-2019. Vekur þetta seinlæti á
birtingu upplýsinga óneitanlega
furðu. En niðurstöðurnar eru af-
dráttarlausar sem fyrr: „Veruleg
aukning varð á hlutfalli ýmissa efna í
svifrykinu um áramótin. Þau efni
sem hækka langmest eru efni sem
mætti kalla einkennisefni fyrir
mengun frá flugeldum,“ segir orð-
rétt. Bætt er við: „Ryk með þessa
efnasamsetningu verður að teljast
varasamt.“ Þá segir að flugeldar séu
aldrei umhverfisvænir eða skað-
lausir og því sé mikilvægt að minnka
verulega magn flugelda sem skotið
er upp um áramót þar sem þeim
fylgir ávallt mikið svifryk.
Spáð er rigningu og nokkrum
vindi á höfuðborgarsvæðinu nú um
áramótin. Slík veðrátta dregur
blessunarlega úr flugeldameng-
uninni. En stjórnvöld geta varla
endalaust vikið sér undan stefnu-
mótun og ákvörðunum í þessum
málum.
Ekkert gert vegna
flugeldamengunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftmengun Frá brennu í Kópavogi. Allir finna fyrir menguninni frá flug-
eldum og brennum. Hávaðinn hræðir líka dýr og rusl safnast upp.