Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 England B-deild: Derby – Charlton ..................................... 2:1 Staðan: Leeds 25 15 6 4 42:20 51 WBA 25 14 9 2 47:27 51 Fulham 25 12 6 7 39:28 42 Brentford 25 12 4 9 37:20 40 Nottingham F. 24 11 7 6 31:23 40 Sheffield Wed. 25 11 6 8 37:25 39 Preston 25 11 6 8 36:30 39 Bristol City 25 10 8 7 39:36 38 Swansea 25 10 8 7 31:30 38 Cardiff 25 9 10 6 37:34 37 Millwall 25 9 10 6 31:31 37 Hull 25 10 6 9 39:34 36 Blackburn 25 10 6 9 32:31 36 Reading 24 9 5 10 31:27 32 QPR 25 9 5 11 38:47 32 Middlesbrough 25 7 9 9 24:32 30 Derby 25 7 9 9 24:33 30 Birmingham 25 8 5 12 29:40 29 Charlton 25 7 7 11 34:36 28 Huddersfield 25 7 7 11 28:37 28 Stoke 25 6 3 16 28:40 21 Barnsley 25 4 9 12 32:47 21 Luton 25 6 3 16 31:53 21 Wigan 25 4 8 13 21:37 20 KNATTSPYRNA FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hið árlega Gamlárshlaup ÍR verður haldið í 44. skipti í dag og hefst við Hörpu í Reykjavík kl. 12. Hlaupnir eru 10 km en auk þess er á dagskrá 3 km skemmtiskokk. Enski boltinn á Síminn Sport Leikir á morgun, nýársdag: Brighton – Chelsea............................... 12.30 Burnley – Aston Villa ........................... 12.30 Southampton – Tottenham....................... 15 Newcastle – Leicester............................... 15 Watford – Wolves ...................................... 15 Manchester City – Everton................. 17.30 West Ham – Bournemouth.................. 17.30 Norwich – Crystal Palace .................... 17.30 Arsenal – Manchester United.................. 20 Í KVÖLD! Svíþjóð Borås – Södertälje............................... 81:62  Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig, tók 2 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á 23 mínútum hjá Borås. NBA-deildin Toronto – Oklahoma City .................... 97:98 Memphis – Charlotte ....................... 117:104 New Orleans – Houston................... 127:112 Denver – Sacramento ...................... 120:115 LA Lakers – Dallas ............................ 108:95 Staðan í Austurdeildinni: Milwaukee 29/5, Miami 24/8, Boston 22/8, Toronto 22/11, Philadelphia 23/12, Indiana 21/12, Brooklyn 16/15, Orlando 14/18, Chi- cago 13/20, Charlotte 13/22, Detroit 12/21, Cleveland 10/22, Washington 9/22, New York 9/24, Atlanta 6/27. Staðan í Vesturdeildinni: LA Lakers 26/7, Denver 23/9, LA Clippers 23/11, Houston 22/11, Dallas 21/11, Utah 20/12, Oklahoma City 17/15, Portland 14/ 19, San Antonio 13/18, Memphis 13/21, Phoenix 12/20, Sacramento 12/21, Minne- sota 11/20, New Orleans 11/23, Golden State 9/25. KÖRFUBOLTI KRISTIANSTAD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Elísabet Gunnarsdóttir er að hefja sitt tólfta tímabil sem þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristi- anstad. Félagið staðfesti í gær hvernig þjálfarateymi þess fyrir tímabilið 2020 yrði skipað en auk El- ísabetar er Björn Sigurbjörnsson áfram aðstoðarþjálfari eins og und- anfarin ár, ásamt því að taka nú við U19 ára liði félagsins, og þá er Krist- ín Hólm styrktarþjálfari liðsins þannig að Íslandstengingin er sterk. Sif Atladóttir, eiginkona Björns, leikur áfram með liðinu og er því að hefja sitt tíunda tímabil en hún kom til liðs við Kristianstad og Elísabetu frá Saarbrücken í Þýskalandi í árs- byrjun 2011. Svava Rós Guðmunds- dóttir leikur einnig með Kristianstad og er að hefja sitt annað tímabil. Fyrsti mótsleikur Kristianstad á árinu 2020 er gegn Kungsbacka 22. febrúar, í bikarkeppninni, en 16-liða úrslitin eru leikin í fjórum riðlum þar sem sigurliðin komast í undan- úrslit. Hin tvö liðin eru Rosengård og Limhamn Bunkeflo, en riðla- keppninni lýkur áður en keppni hefst í úrvalsdeildinni í byrjun apríl. Bikarúrslitaleikurinn í Svíþjóð er jafnan spilaður í maímánuði. Besti árangur Kristianstad undir stjórn Elísabetar er fjórða sætið árið 2018 en liðið endaði í fimmta sæti 2012, 2014 og 2017. Í ár var liðið lengi vel í hópi efstu liða en gaf eftir síðustu vikur tímabilsins og hafnaði í 7. sæti. Tíu íslenskir leikmenn Elísabet hefur verið með íslenska leikmenn í sínu liði öll árin, stundum einn og mest fjóra í einu. Alls hafa tíu íslenskar knattspyrnukonur leik- ið með félaginu í úrvalsdeildinni undir hennar stjórn á þeim ellefu tímabilum sem hún á að baki sem þjálfari liðsins.  Erla Steina Arnardóttir hafði leikið með Kristianstad í tvö ár þeg- ar Elísabet tók við. Hún lék í þrjú tímabil hjá henni, frá 2009 til 2011, og spilaði alla 66 deildaleikina þessi þrjú ár og skoraði þrjú mörk. Erla tók fram skóna árið 2016 og hljóp í skarðið í einum leik með liðinu, sem markvörður.  Guðný Björk Óðinsdóttir varð samferða Elísabetu frá Val til Kristi- anstad og lék með liðinu í sex ár, frá 2009 til 2015, en missti talsvert úr vegna meiðsla. Hún spilaði 86 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 5 mörk.  Hólmfríður Magnúsdóttir kom um leið og Elísabet til félagsins, frá KR, og lék með því tímabilið 2009. Hólmfríður lék 21 leik í deildinni og skoraði 5 mörk.  Margrét Lára Viðarsdóttir kom til Kristianstad frá Linköping á miðju tímabilinu 2009 og lék með lið- inu út árið 2015. Margrét lék 101 leik í deildinni og skoraði 39 mörk. Hún varð markadrottning deildarinnar 2011 með 16 mörk og varð þriðja markahæst í deildinni árið 2013 með 13 mörk.  Katrín Ómarsdóttir lék með Kristianstad árin 2010 og 2012. Fyrra árið, þegar hún kom frá KR, var hún aðeins með tæplega hálft tímabilið vegna náms í Bandaríkj- unum. Hún spilaði 29 leiki í deildinni og skoraði 6 mörk.  Sif Atladóttir kom til Kristian- stad frá Saarbrücken í ársbyrjun 2011, eins og áður sagði, og spilar enn með liðinu. Hún á að baki 163 leiki með því í úrvalsdeildinni og hef- ur skorað 2 mörk.  Elísa Viðarsdóttir kom til Kristianstad frá Val og lék tímabilin 2014 og 2015. Hún spilaði 41 leik af 44 í deildinni þessi tvö ár en fór síðan aftur til Vals.  Ásgerður Stefanía Baldurs- dóttir kom til Kristianstad í láni frá Stjörnunni vorið 2015 og spilaði 5 leiki með liðinu áður en Íslandsmótið hófst.  Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom til Kristianstad frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2019. Hún lék fimm leiki um vorið og skoraði eitt mark en fór til Þórs/KA í maí.  Svava Rós Guðmundsdóttir kom til Kristianstad frá Röa í Nor- egi fyrir tímabilið 2019. Hún lék 19 leiki af 22 og skoraði í þeim 3 mörk. Tólfta árið er fram undan hjá Elísabetu  Hefur þjálfað Kristianstad í Svíþjóð samfleytt frá árinu 2009 Ljósmynd/KDFF Reynsla Elísabet Gunnarsdóttir heldur sínu striki hjá Kristianstad. Magnus Rød, einn besti ungi hand- boltamaður heims, verður með Norðmönnum á EM í byrjun næsta árs. Rød meiddist í leik með Flens- burg á dögunum og í fyrstu var ótt- ast að skyttan yrði ekki klár í slag- inn fyrir Evrópumótið. Meiðslin voru hins vegar ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Rød sló í gegn á HM í byrjun árs þar sem hann skoraði 43 mörk og var næst- markahæstur allra á mótinu er Norðmenn náðu í silfur. Kent Tønnesen og Bjarte Myrhol verða hins vegar ekki með á mótinu. Jákvæðar fréttir fyrir Norðmenn AFP Noregur Skyttan Magnus Rød verður með Norðmönnum á EM. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hef- ur framlengt samning sinn við Al- Arabi í Katar til ársins 2021. Heimir mun því stýra liðinu í það minnsta út næsta tímabil. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason, samherji hans í landslið- inu, hafa leikið með Al-Arabi eftir að Heimir tók við í desember á síðasta ári. Liðið byrjaði mjög vel á tíma- bilinu, en eftir að Aron meiddist í október hefur gengið erfiðlega. Lið- ið er í sjötta sæti katörsku úrvals- deildarinnar. Heimir fram- lengdi í Katar Ljósmynd/@alarabi_club Katar Heimir Hallgrímsson kann greinilega vel við sig í Katar. Borås vann sjö- unda leik sinn í röð í sænsku úr- valsdeildinni í körfubolta í gær- kvöld. Liðið vann þá sannfærandi 81:62-sigur á Södertälje á heimavelli. Borås er með 32 stig í toppsæti deildarinnar eftir 19 leiki. Köping Stars er í öðru sæti með tveimur stigum minna, en liðið á einn leik til góða. Liðin mætast einmitt í næstu umferð í toppslag á föstudag. Elvar Már Friðriksson hélt áfram að spila vel með Borås og skoraði hann fimmtán stig, tók tvö fráköst, gaf sjö stoðsendingar og fiskaði auk þess átta villur. Var hann með nítján framlagspunkta, flesta í sínu liði. Elvar hefur verið einn besti leik- maður Borås á leiktíðinni, en hann gekk í raðir félagsins frá Njarðvík fyrir tímabilið. Bestur í sigri toppliðsins Elvar Már Friðriksson Sigurður Gunnarsson frá Brentford, varnarmennirnir Ari Leifsson úr Fylki, Daníel Leó Grétarsson úr Aalesund og Alfons Sampsted frá Norrköping og kantmaðurinn Hösk- uldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki. Þeir Alex Þór Hauksson úr Stjörnunni, Davíð Kristján Ólafsson úr Aalesund, Jón Dagur Þorsteins- son úr AGF, Aron Elís Þrándarson úr OB, Mikael Anderson úr Midtjyll- and, Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA og Kristján Flóki Finnbogason úr KR hafa leikið einn til fjóra A- landsleiki hver. Hólmar Örn Eyjólfsson úr Levski Sofia, Kjartan Henry Finnbogason úr Vejle, Samúel Kári Friðjónsson úr Viking Stavanger og Óttar Magn- ús Karlsson úr Víkingi R. hafa spilað á bilinu sjö til tólf landsleiki. Reyndu mennirnir í hópnum eru síðan Birkir Már Sævarsson úr Val, Kári Árnason úr Víkingi R., Emil Hallfreðsson sem er án félags, Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, fer með fimm reynda landsliðsmenn og sjö nýliða í Kali- forníuferðina í janúar þar sem Ís- land mætir Kanada 15. janúar og El Salvador 19. janúar í vináttulands- leikjum. Óvæntast við liðsvalið er að í hópnum er Oskar Tor Sverrisson, 27 ára gamall vinstri bakvörður frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Häc- ken. Hann er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en á íslenskan föður. Hann lék sex leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár en hafði fram að því spilað í C- deildinni með Mjällby, Landskrona, Dalkurd og Lund, ásamt því að vera um skeið hjá Kvik Halden í norsku C-deildinni. Auk Oskars eru nýliðar í hópnum markverðirnir ungu Elías Rafn Ólafsson frá Midtjylland og Patrik Hannes Þór Halldórsson úr Val og Kolbeinn Sigþórsson úr AIK en þeir hafa spilað frá 56 og upp í 90 lands- leiki. Óvenju reyndur janúarhópur Leikirnir fara fram utan lands- leikjadaga FIFA og því fást ekki til þeirra leikmenn sem eru á miðju tímabili eða eru komnir vel af stað á undirbúningstímabili hjá sínum fé- lagsliðum. Íslenska liðið er samt það reyndasta sem teflt hefur verið fram í janúarleikjum í seinni tíð.  Ísland hefur mætt Kanada þrisvar áður. Liðin hafa tvisvar gert 1:1-jafntefli, 2007 og 2015, og Ísland vann 2:1-sigur á Kanada í Orlando árið 2015.  El Salvador hefur aldrei áður verið andstæðingur Íslands í neinum aldursflokki. Þar gæti Pablo Puny- ed, Íslandsmeistari með KR 2019, verið á meðal mótherja íslensku leik- mannanna. Morgunblaðið/Eggert Kalifornía Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða báðir með. Fimm þrautreyndir og sjö nýliðar  Oskar Sverrisson óvæntur nýliði í landsliðshópi Íslands fyrir Kaliforníuferðina DAG OG Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.