Morgunblaðið - 31.12.2019, Page 35
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs-
fyrirliði í handknattleik, fluttist bú-
ferlum á árinu sem er að líða. Guð-
jón færði sig ásamt fjölskyldu sinni
til Frakklands frá Þýskalandi en
hann gekk í raðir París Saint-
Germain í sumar. Guðjón er orðinn
þrautreyndur í atvinnumennskunni
en hann náði fertugsaldri á árinu.
Kippir hann sér því ekki mikið upp
við að leika með einu besta liði heims
og miklum kempum eins og Mikkel
Hansen og Nikola Karabatic. Hefur
svo sem verið samherji þeirra áður
hjá öðrum félagsliðum.
Guðjón sagðist kunna „alveg
ágætlega“ við sig í Frakklandi þegar
Morgunblaðið tók hann tali á lands-
liðsæfingu á dögunum. Landsliðs-
mennirnir eru smám saman að tín-
ast til landsins til að undirbúa sig
fyrir Evrópumótið í janúar en Ísland
mun leika í Malmö í Svíþjóð. Alex-
ander Petersson, fyrrverandi sam-
herji Guðjóns hjá Rhein-Neckar
Löwen, gefur nú aftur kost á sér í
fyrsta skipti í þrjú ár. Urðu fagn-
aðarfundir þegar Alexander mætti á
æfinguna, nánast beint úr flugi.
Vel tekið á því
Guðjón hefur gert garðinn frægan
í Þýskalandi, Danmörku og á Spáni
á sínum atvinnumannsferli og reynir
nú fyrir sér í Frakklandi. Hefur því
víðtækan og yfirgripsmikinn saman-
burð en ekki státa margir leikmenn
af því að hafa spilað fyrir stórliðin
Kiel, Barcelona, RN Löwen og París
SG að ógleymdu AG Kaupmanna-
höfn, liðinu sem sálaðist meðan á Ól-
ympíuleikunum 2012 stóð. Guðjón er
spurður hvort menn nálgist hand-
boltaíþróttina á mismunandi hátt
eftir löndum?
„Erfitt er að segja til um það á
heildina litið. Ég hef verið hjá liðum
í mismunandi gæðaflokki í þessum
löndum. Margt er frábrugðið á milli
liða en þarf ekki endilega að snúast
um í hvaða löndum þau eru. Við er-
um til dæmis með spænskan þjálfara
og allra þjóða kvikindi í liðinu. Ég vil
því ekki meina að frönsk nálgun
skipti öllu máli í þessu. Vissulega
leggja Frakkarnir mikið upp úr
styrktarþjálfun og við erum með tvo
styrktarþjálfara. Vel er tekið á því
en ég tel að gæði og metnaður leik-
manna og félagsins hafi einnig mikið
að segja í þeim efnum.“
Niðurstaðan í Meistaradeild-
inni ekki alltaf fyrirsjáanleg
Miklar kröfur eru gerðar til Par-
ísarliðsins og ekki er farið í felur
með það markmið félagsins að vinna
Meistaradeild Evrópu. Það hefur
liðinu aldrei tekist.
„Já já. Það er engin spurning um
það að náð er í okkur til þess að
vinna Meistaradeildina. Við eigum,
og verðum, að vinna frönsku deild-
ina. Lagt er upp með það. Að feng-
inni reynslu síðustu ára gera menn
sér grein fyrir því að það er í langt í
frá sjálfsagt að vinna Meistaradeild-
ina. Í þeirri keppni hafa oft orðið
óvænt úrslit á síðustu árum og menn
hafa áttað sig á því. Sú krafa er samt
sem áður gerð til okkar að vinna alla
leiki sem við spilum. Eftir þessa tvo
leiki sem við höfum tapað hefur
maður alveg fundið fyrir því að þá
tekur ekki við húrrandi gleði. En
það er svo sem ekkert öðruvísi en
víða annars staðar. Ég hef hvergi
verið þar sem menn hafa verið
ánægðir yfir því að tapa leik og
þannig er það bara,“ sagði Guðjón
og kann vel við sig í slíku umhverfi.
„Já já, ég er bara mjög þakklátur
fyrir að fá að spila með þessu liði og í
þessum gæðaflokki.“
Heimaleikir landsliðsins
skipa sérstakan sess
Sá sem þetta skrifar hefur ekki
upplifað að sjá Parísarliðið spila á
heimavelli sínum, Stade Pierre de
Coubertin, í heimsborginni. Þegar
notast er við sjónvarpið eða tölvu til
að fylgjast með heimaleikjum liðsins
í Meistaradeildinni virðist manni
sem stemningin sé ósvikin. Stuðn-
ingsmenn, sem taka að sér að halda
uppi stuðinu, syngja og tralla. Hér
má skjóta því inn í að liðið spilar
einnig í annarri keppnishöll, Halle
Georges Carpentier.
„Þegar stuðningsmannaklúbbur
fótboltans mætir þá eru svaka læti
og þá er mjög gaman á leikjunum.
Jú, það er skemmtilegt að spila
heimaleikina með PSG en það þarf
nokkuð til að maður hrífist eftir að
hafa spilað með Kiel, Barcelona og
Rhein-Neckar Löwen. Maður hefur
því spilað fyrir troðfullu húsi með
þessum liðum og spilað mikilvæga
leiki. Þá var alltaf hörkustemning.
Stemningin er fín á leikjum París en
ekki endilega meiri en annars
staðar. Svo hef ég auðvitað spilað
mikilvæga leiki í Laugardalshöllinni
og það er alltaf uppáhaldsstaðurinn.
Kannski er maður eitthvað róm-
antískur hvað Laugardalshöllina
varðar en það er bara þannig,“ út-
skýrði Guðjón.
Föðurbetrungur í frönskunni
Frakkar eru ekki beinlínis frægir
fyrir áhuga sinn á því að tala ensku
meira en nauðsyn krefur. Íslenskt
íþróttafólk í Frakklandi hefur gjarn-
an þurft að taka frönskuna föstum
tökum til að komast betur inn í hlut-
ina hjá sínum félagsliðum. Hvernig
hefur Guðjón tæklað frönskuna?
„Lítið og illa. Það verður að segjast
alveg eins og er. Ég mætti vera
miklu betri þar. Þar er mikið verk að
vinna,“ svaraði Guðjón heiðarlega.
„Ég er betri í frönsku,“ skýtur
sonur Guðjóns inn í sem hefur velt
því fyrir sér um nokkra stund
hversu lengi faðir hans nennir að
ræða við þennan forvitna blaða-
mann. Guðjón hlær að athugasemd-
inni en tekur heils hugar undir full-
yrðinguna.
„Jason er miklu betri en pabbi
hans í frönsku. Hann má eiga það,“
sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Með fullt hús í deildinni
Hið firnasterka lið PSG er í efsta
sæti frönsku 1. deildarinnar. Hefur
liðið unnið alla þrettán leiki sína og
er með sex stiga forskot á Nantes.
Liðið er í 3. sæti í A-riðli Meistara-
deildarinnar á eftir Barcelona og
Pick Szeged. Hefur PSG unnið átta
leiki í keppninni til þessa en tapað
tveimur. Er liðið tveimur stigum á
eftir Barcelona.
Leikmannahópur PSG er geysi-
lega sterkur. Áður hefur verið
minnst á Karabatic og Hansen en sá
síðarnefndi missti nokkuð úr vegna
höfuðáverka. Með liðinu leika einnig
Sander Sagosen, Luc Abalo, Nedim
Remili, Viran Morros og Kamil
Syprzak svo einhverjir séu nefndir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Félagar Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru saman í íslenska landsliðinu á nýjan leik í undirbúningnum fyrir EM.
Voru sóttir til að vinna
Meistaradeildina
Guðjón Valur Sigurðsson þakklátur fyrir að fá að spila í hæsta gæðaflokki
Stóra markmiðið er skýrt hjá Parísarliðinu en ekki gengið að því sem gefnu
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
Þegar íþróttamaður ársins
2019 var útnefndur í Hörpu síð-
asta laugardagskvöld vantaði
fastagest í salinn.
Vilhjálmur Einarsson sem
fyrstur allra og oftast allra hefur
verið valinn íþróttamaður ársins
af Samtökum íþróttafrétta-
manna hefur sjaldan eða aldrei
látið sig vanta í þetta árlega hóf.
Daginn eftir kom skýringin.
Vilhjálmur lést á laugardaginn,
85 ára að aldri, og segja má að
það hafi verið táknrænt að hann
skyldi kveðja á þessum degi.
Ég er of ungur til að hafa náð
að fylgjast með þessum mikla af-
reksmanni enda lagði hann
keppnisskóna á hilluna aðeins 28
ára gamall árið 1962, þegar ég
var tveggja ára.
En sem ungum áhugamanni
um íþróttir þótti mér strax
merkilegt að þessi goðsögn
skyldi hafa fæðst á sama
sveitabæ og ég austur á fjörðum,
rúmum aldarfjórðungi fyrr.
Afrek Vilhjálms eru öllum
kunn. Silfurverðlaunin í þrístökki
á ÓL í Melbourne 1956 eru hans
stóra arfleifð enda braut hann
þar blað í íslenskri íþróttasögu.
Og hugsið ykkur að Íslands-
metið í þrístökki sem hann setti
7. ágúst árið 1960 (sjö dögum
áður en ég fæddist) stendur enn
og mun eflaust gera það langt
fram eftir 21. öldinni.
Vilhjálmur stökk 16,70
metra og sá sem er í öðru sæti á
íslensku afrekaskránni stökk
15,29 metra nítján árum síðar.
Tæplega hálfum öðrum metra
styttra.
Hugsið ykkur, að þrátt fyrir
allar þær framfarir sem hafa orð-
ið á þeim tæpum 60 árum sem
liðin eru frá þessu afreki Vil-
hjálms hefði hann náð 8. sæti á
síðustu Ólympíuleikum með
metstökkinu á Melavellinum
sumarið 1960.
Sú staðreynd segir meira en
mörg orð um afreksmanninn Vil-
hjálm Einarsson. Minning hans
mun lifa á meðan fjallað verður
um íþróttir á Íslandi.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ögmundur Krist-
insson, landsliðs-
markvörður í
fótbolta, hefur
skrifað undir
nýjan þriggja
ára samning við
gríska A-
deildarfélagið
Larissa.
Samningur
Ögmundar við
Larissa átti að renna út eftir leik-
tíðina. Ögmundur gekk til liðs við
Larissa frá Excelsior í Hollandi í
fyrra og gerði þá tveggja ára samn-
ing. Íslendingurinn hefur leikið vel
með Larissa og var hann útnefndur
leikmaður ársins hjá félaginu á síð-
ustu leiktíð. Hann hefur leikið alla
sextán deildarleiki Larissa á leik-
tíðinni og fengið á sig 22 mörk.
Hann hefur þrisvar sinnum haldið
hreinu, varið eitt víti og í tvígang
verið valinn í lið umferðarinnar.
Ögmundur hefur leikið 15 A-
landsleiki fyrir Ísland, síðast gegn
Katar í nóvember 2017.
Verður áfram
í Grikklandi
Ögmundur
Kristinsson