Morgunblaðið - 31.12.2019, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
FRUMSÝND
10. JANÚAR
Myndlistarsýningar
ársins
Myndlistarrýnir Morgunblaðsins, Aldís Arnardóttir, og Einar
Falur Ingólfsson, umsjónarmaður menningarefnis í blaðinu,
benda á nokkrar af þeim fjölmörgu sýningum sem þau sáu á
árinu og þótti vera á meðal þeirra eftirtektarverðustu.
Anna Guðjónsdóttir – Hluti í stað heildar
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús.
Anna breytti öllum salnum í einskonar sýn-
ingarskáp sem gestir gengu inn í, umvafðir
málverkum sem spegla rýmið sjálft en opn-
uðu jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima.
Auk stórra lakkmálverka og járnramma sem
mynda formin málaði Anna beint á veggi.
„Anna skapar afar hugvitsamlega útfærðan
heim í krefjandi rými í A-salar safnsins, þar
sem rýnt er í hefðir landslagsmálverksins.
Hárfínt samspil sjónarhorns áhorfandans og
verksins í rýminu er með því besta sem sést
hefur í Hafnarhúsinu á undanförnum árum.“
Hárfínt og hríf-
andi samspil
William Morris – Alræði fegurðar
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir.
Á vel útfærðan hátt kynntust gestir allra-
handa verkum hins áhrifamikla breska hönn-
uðar, skálds og listamanns Williams Morris
(1834-1896). Auk þess mátti sjá listaverk
eftir þekkta listamenn úr vinahópi hans.
„Öll umgjörð í kringum yfirlit hönnunar-
verks Willams Morris er í senn fræðandi og
falleg. Það er mikill fengur að sýningu þar
sem slíkum listsögulegum gersemum eru
gerð vönduð skil líkt og sjá má á Kjarvals-
stöðum.“
Listsögulegar
gersemar
Eyborg Guðmundsdóttir - Hringur,
ferhyrningur, lína
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir.
Sýningarstjórar: Heba Helgadóttir
og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
„Eyborg var ein fárra íslenskra listamanna
sem héldu lífinu í þróun abstraktlistarinnar
hér á landi á þessum tíma. Hún hafði sérstöðu
í karllægum heimi myndlistarinnar og hver
veit í hvaða átt verk hennar hefðu þróast
hefði henni unnist aldur til að vinna lengur að
sinni merku listsköpun […] Þetta er sýning
sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá
sér fara og þótt biðin eftir henni hafi verið
löng [var hún] sannarlega biðarinnar virði.“
Var sannarlega
biðarinnar virði
Guðjón Ketilsson – Teikn
Listasafn Reykjanesbæjar.
Sýningin var sett saman út átta verkum sem
fjölluðu með einum eða öðrum hætti um tákn,
táknmerkingu og „lestur“, í víðum skilningi, í
þrívíðum verkum sem teikningum.
„Guðjón er einstaklega hagur listamaður en
beitir handverkinu ætíð á hugvitsamlegan
hátt til að þjóna útfærslu hverrar hug-
myndar. Á sýningunni má til að mynda sjá
teiknaðar og afar persónulegar útgáfur
Passíusálmanna, „ljóð“ mótuð úr trjágrein-
um, skúlptúra úr húsgögnum og bókum, og
mikla veggteikningu; og saman mynda verk-
in heildstæðan og hrífandi táknrænan heim.“
HagleiksheimurBjarni H. Þórarinsson – Víðróf
BERG Contemporary.
Sýningarstjóri: Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Á sýningunni voru á annað
hundrað áður ósýndra
Vísirósa Bjarna en þær eru
hluti af viðamiklu verkefni
sem hófst árið 1987.
„Í fínlegum og formföstum
blýantsteikningunum hef-
ur Bjarni skapað mynd-
heim sem er einstakur í ís-
lenskri list. Tungumálið og
myndformin verða eitt og
fengu þessi sérstöku verk að njóta sín sem
aldrei fyrr í fallegri og markvissri framsetn-
ingu í galleríinu.“
Einstakur heimur
A Kassen – Móðir og barn
Kling og Bang, Marshall-húsinu.
Á sýningunni mátti sjá
verk eftir hinn þekkta
danska myndlistarhóp A
Kassen. Meðlimirnir eru
Christian Bretton-Meyer,
Morten Steen Hebsgaard,
Soren Petersen og Tommy
Petersen sem stofnuðu A
Kassen í Kaupmannahöfn
árið 2004.
„Í meðförum danska listahópsins A Kassen
er hlutunum bókstaflega snúið á hvolf á írón-
ískan hátt í sýningarsal Kling og Bang í
Marshallhúsinu, á sýningu sem er í senn fá-
ránleg, fyndin og forvitnileg.“
Snúið á hvolf
Sequences IX – Í alvöru
Kling og Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar.
Sýningarstjórar Ingólfur
Arnarsson og Hildigunnur
Birgisdóttir.
„Sequences listahátíð
er dæmi um vel heppn-
aðan myndlistarviðburð
sem hefur verið að vaxa
og dafna með hverju
árinu sem líður. Á Se-
quences IX - Í alvöru var
tekist á við hugtakið
raun-tími á opinn og leitandi hátt. Áhuga-
verður og stundum óvæntur vettvangur
skapaðist víðsvegar um borgina með úr-
vinnslu fjölbreytts hóps listamanna sem vinna
í ólíka miðla.“
Áhugavert og
stundum óvænt
Sigurður Árni Sigurðsson – Leiðréttingar
Hverfisgallerí.
„Á sýningunni var úrval
fleiri tuga verka, ljós-
mynda og póstkorta, sem
listamaðurinn hefur „leið-
rétt“ með kerfisbundnum
og afar persónulegum
hætti, og beitt við það ótví-
ræðum teiknihæfileikum, á
síðustu þremur áratugum.
Leiðréttingarnar tengj-
ast á margvíslegan hátt öðrum verkum Sig-
urðar Árna, þar sem hann hefur tekist á við
hinn tvívíða flöt, skugga og þrívíða blekk-
ingu. Um leið opnast í þeim einstakir heimar,
þær eru oft hlægilegar, í öðrum tilvikum ögr-
andi og gagnrýnar, og vekja áhorfandann til
umhugsunar.“
Meistaralegar
leiðréttingar