Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 2

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) VIS -1,54% 10,85 ICEAIR +8,00% 8,64 S&P 500 NASDAQ +0,84% 8.642,916 +0,68% 3.138,75 +1,13% 7.218,64 FTSE 100 NIKKEI 225 11.6.‘19 11.6.‘1910.12.‘19 1.600 80 1.751,23 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 64,4 +0,47% 23.410,19 62,29 40 2.000 10.12.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.778,0 Ofsaveðrið sem gengið hefur yfir landið hefur haft víðtæk áhrif á starfsemi fjölmargra fyrirtækja og haft í för með sér tekjutap. Rútu- fyrirtæki þurftu að aflýsa öllum sín- um ferðum í gær og eitthvað af ferð- um munu falla niður í dag. Þá var tugum flugferða og lendinga aflýst á Keflavíkurflugvelli í gær hjá alls sjö flugfélögum að sögn Guðjóns Helga- sonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Að sögn Björns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra rútufyrirtækis- ins Kynnisferða, nemur tekjutap fé- lagsins vegna veðurofsans um 20 milljónum króna. Kynnisferðir þurftu að aflýsa öllum dagsferðum í gær og að hluta til í dag en fyrir- tækið veltir um 400 milljónum á mánuði að sögn Björns. „Maður veit að svona gerist kannski einu sinni til tvisvar á vetri. En maður veit ekki í hvaða mánuði þetta gerist. Það er því aldrei hægt að áætla fyrir þessu nákvæmlega en við metum þetta í heildaráætlun félagsins á milli ára,“ segir Björn. Setur markmið ekki í uppnám Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, segir að félagið hafi þurft að fella niður 24 flugferðir og fresta 15 vegna veðurs í gær en gat ekki sett fram neina tölu um fjár- hagslegt tjón fyrirtækisins vegna þess. „Öryggi og hagsmunir farþega eru að sjálfsögðu alltaf í fyrirrúmi, en raskanir á flugi eins og þessar hafa bæði í för með sér kostnað og tekjutap,“ segir Bogi og nefnir að fé- lagið greiði t.d. hótelgistingu fyrir farþega sem eru fjarri heimili sínu, sem eru lítill hluti þeirra farþega sem lentu í seinkun flugs. Samtals höfðu þessar raskanir áhrif á um 4.000 farþega. Í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung kom fram að kostnaður vegna truflana á leiða- kerfi hafi verið um 45 milljónir bandaríkjadala á árinu 2018. Að sögn Boga kemur sá kostnaður víða fram í starfsemi félagsins en Ice- landair tókst að minnka hann um sjö milljónir á þriðja ársfjórðungi með bættri stundvísi og stefnir að því að minnka hann enn frekar, eða um 40% á árinu 2019. Að sögn Boga setti veðrið í gær þó ekki það markmið í uppnám. „Nei, ekki í stóru mynd- inni. Við erum að reka flugfélag hérna á Íslandi og gerum alltaf ráð fyrir því að það komi einhverjir dag- ar yfir vetrartíminn sem trufla leiða- kerfið.“ Að mati forráðamanna ferðaþjón- ustufyrirtækisins Tröllaferða, sem velti 966 milljónum króna í fyrra, veltur tekjutap fyrirtækisins á því hversu margir munu endurbóka í ferðir fyrirtækisins. Tekjutap fyrir- tækisins fyrir gærdaginn yrði því tæplega 10 milljónir króna færi svo að enginn bókaði aðrar ferðir, sem talið er ólíklegt. Að sögn Heimis Hannessonar, rekstrarstjóra hjá Tröllaferðum, geta fjárhagsleg áhrif vegna svona slæms veðurs verið mikil. „En það er hægt að takmarka tekjutap ef upplýsingar liggja fyrir um lokanir hjá Vegagerð og við- bragðsaðilum eins tímanlega og ís- lenskt óveður leyfir. Tekjutapið ligg- ur fyrst og fremst í því að tekjur hverfa en þorri kostnaðar, þ.e. laun starfsmanna, verður eftir, og svo auðvitað eignatjón sem getur orðið talsvert,“ segir Heimir. Ofsaveðrið setur víða strik í reikning fyrirtækja Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Tekjutap einstakra fyrir- tækja nemur allt að 20 milljónum vegna ofsa- veðursins sem geisað hefur á landinu. Morgunblaðið/Eggert Ofsaveðrið setur strik í reikning rútufyrirtækja og nemur tekjutap Kynnisferða vegna þess um 20 milljónum króna. FJARSKIPTAMARKAÐUR Síðan fjarskiptafélagið Sýn hf. keypti 365 árið 2017, og þar með mörg þúsund viðskiptavini í far- síma, nettengingum og sjónvarps- þjónustu, hefur orðið samdráttur í áskriftum á öllum þremur svið- unum. Þetta má lesa út úr tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofn- unar. Í töflu yfir fjölda áskrifta farsíma sést til að mynda að 16.752 við- skiptavinir fluttust yfir til Sýnar ár- ið 2017. Jókst viðskiptavinafjöldi Sýnar við það úr 94.491 í 112.608. Nú hefur þessum viðskiptavinum fækkað um fjögur þúsund, niður í 108.767. Séu nettengingar skoðaðar sést að 14.897 netáskriftir komu frá 365. Þannig fjölgaði áskrifendum Sýnar úr 34.614 í 48.734. Nú hefur þeim fækkað um rúmlega fjögur þúsund, niður í 44.459. Enn meiri flótti hefur orðið úr sjónvarpsþjónustu Sýnar. 5.914 sjónvarpsáskriftir komu til Sýnar frá 365 og fjölgaði við það áskrif- endum Sýnar úr 38.164 í 44.085. Nú hefur þessi tala lækkað um nærri fimm þúsund, og er nú 39.341. Morgunblaðið/Hari Talsvert hefur gefið á bátinn hjá Sýn. Samdráttur í áskriftum NETVERSLUN Samkvæmt nýbirtri neyslukönnun Gallup hafa aldrei fleiri Íslendingar verslað á netinu en í ár, en sam- kvæmt könnuninni versluðu 76,8% Íslendinga á netinu síðustu 12 mán- uði. Í frétt á vef Gallup segir að heilt á litið hafi orðið vöxtur í öllum vöru- flokkum sem mældir hafa verið síð- ustu ár. „Þeir vöruflokkar sem eru hvað sterkastir í netverslun hérlendis eru gisting og miðar á viðburði, en 61,5% landsmanna sögðust hafa keypt miða á viðburð í netverslun síð- astliðið ár og 56,8% hafði keypt gist- ingu,“ segir í fréttinni. Þá segir sem dæmi að 47,7% hafi keypt föt, og 17,7% matvöru á netinu síðastliðið ár, samkvæmt Gallup. 21% bjóða netverslun Í frétt á vef Hagstofunnar undir yfirskriftinni Sala og markaðssetning fyrirtækja á netinu árið 2019, segir að samkvæmt samevrópskri rann- sókn á viðskiptum fyrirtækja í gegn- um netið bjóði nú 21% íslenskra fyr- irtækja upp á vörur og þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp árið 2019. Diðrik Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri MediaCom, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sem veki mesta athygli í gögnum Hagstofunnar, sé hve litlu munar á Íslandi og nágrannalöndunum. „Á meðan við erum með 21% hlutfall verslana sem bjóða upp á netverslun, þá eru Danir og Norðmenn með 25%.“ Diðrik segist sakna þess að sjá meira niðurbrot í tölum Hagstof- unnar og því geti tölurnar virst vill- andi. „Verslun á netinu getur flokk- ast í smávöruverslun og svo í þjónustu eins og miðakaup eða flug- ferðir. Þetta er dálítið ólíkt.“ Aldrei fleiri Íslending- ar verslað á netinu Morgunblaðið/Hari Heimkaup er vinsæl netverslun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.