Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 6
Forréttir
Þeir Anton og Bjarki Þór eru matgæðingum betur
kunnir sem Matarmenn en þeir njóta mikilla vinsælda
og þykja sérlega snjallir í eldhúsinu. Hér reiða þeir fram
geggjaðan humarrétt sem kemur skemmtilega á óvart.
„Okkur langaði að útbúa öðruvísi forrétt fyrir jólin svo
við tvinnuðum saman þau skemmtilegu hráefni sem
flestir tengja við jólin. Útkoman varð þessi frábæra jóla-
snitta sem tekur bragðlaukana vægast sagt í ferðalag!
Það er í raun ekki hægt að lýsa því ferðalagi með orðum
og því mælum við eindregið með því að fólk prófi þessa
skemmtilegu útfærslu.“
Fyrir 6
2 laufabrauð
150 g brie-ostur
1 klementína (köld)
30 g fersk steinselja
2 hvítlauksgeirar
50 g smjör
12 humarhalar
½ bolli hvítvín
salt eftir smekk
1.Takið humarhalana úr skelinni, garnhreinsið, skolið
og leggið til hliðar. Brjótið laufabrauðið í munn-
bitastærð, eða þannig að humarhalinn komist auð-
veldlega fyrir síðar í ferlinu. Skerið brie-ostinn í litlar
sneiðar og leggið á laufabrauðið.
2. Hitið ofninn í 200°C, blástur. Skerið nú steinseljuna
mjög smátt ásamt hvítlauknum. Hitið pönnu á rúm-
lega miðlungshita, bætið smjörinu á pönnuna.
3. Þegar smjörið er bráðnað er steinselju og hvítlauk
bætt á pönnuna.
4. Eftir að hvítlaukurinn og steinseljan hafa mallað í 2
mínútur er humrinum bætt á pönnuna, eftir 3 mínútur
er hvítvíni bætt á pönnuna og humarinn látinn malla í
3 mínútur í viðbót (u.þ.b. 6 mínútur í heild, eða þar til
hann er eldaður í gegn).
5. Laufabrauðið fer nú inn í ofn í 2 mínútur.
Borið fram: Chili-majó ofan á ostinn, humarhalinn
einnig ofan á ostinn og kaldur klementínubátur til hliðar.
– Parast einstaklega vel með hvítvíni.
Chili-majó
100 g japanskt majónes
1 tsk. sriracha-sósa
Hrært saman í skál.
Morgunblaðið/Eggert
Humar og brie
með chili-majó
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Pasta í rjómasósu með parmaskinku, truffluolíu og parmesan
Fyrir 4-6
1 pakki Filotea-tagliatelle
100 g parmaskinka – hér er notuð skinka frá Fumagali
Supernature-truffluolía (hvít)
500 ml rjómi
50 g ferskur rifinn parmesan
salt og pipar eftir smekk
Byrjið á að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúð-
um. Hellið vatni af og setjið til hliðar.
Hitið rjómann að suðu og hrærið parmesanostinum út í.
Setjið soðið pastað út á pönnuna, veltið upp úr rjómasósunni
og takið pönnuna af hitanum. Saltið og piprið eftir smekk.
Skerið parmaskinkuna og setjið yfir pastað ásamt meiri
parmesan. Hellið nokkrum dropum af truffluolíu jafnt yfir rétt-
inn á pönnunni.
Berið fram með klettasalati.
Morgunblaðið/Hari
Lúxuspasta
Þessi forréttur er í sama flokki og reykti laxinn: Ofboðslega
einfaldur og slær alltaf í gegn. Grafið nautakjöt er mikill herra-
mannsmatur sem ekki þarf aðra meðhöndlun en að vera skor-
ið niður í þunnar sneiðar. Hér er það borið fram með sultuðum
rauðlauk sem einnig er hægt að fá tilbúinn í krukku.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grafið nautakjöt
Ef þið eruð að
leita að forrétti
sem klikkar aldrei
og stendur alltaf
fyrir sínu mælum
við hikstalaust
með reyktum laxi
og sinneps-
estragonsósu.
Frábær samsetn-
ing sem passar
fullkomlega með
þunnsneiddu og
smjörsteiktu súr-
deigsbrauði eða
baneitruðum
tengdamömmu-
tungum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reyktur lax
Þessi uppskrift er merkilega einföld en bragðgóð.
Mörgum kann að þykja óvenjulegt að bjóða upp á
pasta sem forrétt en engu að síður vilja margir brjóta
aðeins upp hinn hefðbundna hátíðarmatseðil. Leynd-
armálið á bak við þennan rétt felst í hráefninu og því er
vel þess virði að vanda valið vel. Ferskur parmes-
anostur, handgert ítalskt ömmupasta, parmaskinka á
heimsmælikvarða og alvörutruffluolía. Betra verður
það ekki! Munið bara að hafa skammtana litla.