Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 7

Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 7
Hagkaups hangikjöt FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 7 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hörpuskel Þessi forréttur er ótrúlega bragðmikill og skemmtilegur. Hörpuskelin er smjör- steikt á pönnu og borin fram með panko-raspi (sem má nota höfðinglega) og hvítlaukssósu. Súrdeigsbrauðið er síðan ómissandi en við mælum 100% með þessum rétti. Hörpuskel 400 g stór hörpuskel smjör salt Hörpuskelin þídd og þurrkuð vel á pappír. Þá þarf að taka af henni vöðvann á hliðinni. Saltið hörpuskelina. Pannan hituð vel með olíu og hörpunni raðað á pönnuna, passa þarf að setja ekki of mikið á pönnuna í einu svo að hún tapi ekki niður hita heldur steikja frekar í nokkrum umferðum. Harpan er steikt í 60 til 90 sekúndur áður en henni er snú- ið við, þá er einnig smjörinu bætt út á og steikt í mínútu í viðbót. Hvítlauks-panko 60 g smjör 1 stk. hvítlauksgeiri 150 g panko-raspur Hvítlaukurinn rifinn niður eða skorinn mjög smátt. Smjör og hvítlaukur brætt á pönnu við lágan hita, síðan er panko- raspurinn settur út á og hrært reglulega í þangað til raspurinn er orðinn gullinbrúnn. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 18% 5 msk. Hellmanns-majó 2 meðalstórir hvítlauksgeirar 1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda 2 tsk. fljótandi hunang ½ sítróna – börkur og safi salt Öllum hráefnum hrært saman og smakk- að til með sítrónusafa og salti. Ristað súrdeigsbrauð Brauðið skorið í ½ til 1 cm þykkar sneið- ar. Sneiðarnar penslaðar með bræddu smjöri og ristaðar á pönnu eða grilli þar til þær eru stökkar og gullinbrúnar á báðum hliðum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hangikjöts-tartar 300 g tvíreykt hangikjöt 2 litlir skalottlaukar ½ lítill rauður chili, fræhreinsaður 1 msk. graslaukur ¼ stk. grænt epli sítrónuolía salt Allt skorið mjög smátt og blandað saman í skál, sítrónuolía sett út í og smakkað til með salti. Tartarinn er síðan borinn fram á laufabrauði með piparrótarsósu og spírum. Þessi uppskrift er fyrir matgæðinginn sem veit fátt skemmti- legra en að leika sér í eldhúsinu. Höfundur uppskriftar er hinn eini sanni Fannar Vernharðsson, einn eigenda veisluþjónust- unnar Nomy, sem þrír meistarakokkar standa að. French Toast-eggjablanda 1dl rjómi 1dl nýmjólk 4 heil egg 10 rif múskathneta salt + pipar 1. Blandið öllu saman og maukið með töfrasprota. Steikt eggjabrauð (french toast) 4 stk. brauðsneiðar 400 ml eggjablanda 200 g skírt smjör Setjið smjörið í örbylgjuofn og hitið á hæsta hita uns það bráðnar og skilur sig. Mjólkin ætti þá að vera á botninum og hrein smjörfita sem flýtur ofan á. Hitið pönnu til að steikja brauðið á og notið skírt smjör til að steikja. Skerið brauðið í ílanga ferhyrninga og veltið upp úr eggja- blöndunni. Steikið á pönnunni með skírða smjörinu uns brauðið er orð- ið gullinbrúnt og stökkt báðum megin. Seljurótarsalat 1 dl japanskt majó 50 g 36% sýrður rjómi 1 tsk. truffluolía 10 g sítrónusafi ½ seljurót 1 dl súrkál Skrælið og skerið seljurótina í tvennt og rífið niður. Saxið létt yfir súrkálið og blandið svo öllu saman í stórri skál. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. Silungur 400 g flak reyktur silungur Skerið silunginn í þunnar sneiðar. Setjið seljurótarremúlaðið ofan á nýsteikt eggjabrauðið, raðið silungnum ofan í salatið, puntið með karsanum (það má vera mikið) og endið svo á því að rífa piparrótina yfir. Morgunblaðið/Eggert Frönsk rist með seljurótarsalati, reyktum silungi, karsa og piparrót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.