Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 15
4 bökunarkartöflur
smjör
Norðursalt
timian
Kartöflurnar skolaðar og þerraðar. Síðan eru skornar djúpar,
þunnar rifur í kartöflurnar en passa þarf þó að skera ekki alveg
í gegnum kartöfluna svo að hún detti ekki í sundur. Smjörið og
timianið sett í pott og brætt saman. Kartöflunum raðað í eld-
fast mót og smjörinu hellt yfir kartöflurnar og ofan í rifurnar,
saltað síðan vel yfir. Bakaðar á 180°C í 60 mínútur eða þar til
þær eru bakaðar í gegn, gott er að taka þær út 1-2 á þessum
tíma og ausa smjörinu yfir þær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hasselback-kartöflur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rauðrófusalat
mömmu
2 dl rjómi
2 msk. sýrður rjómi
1 msk. mayo
1 krukka salat rauðrófur (ca. 300 g)
2 Jonagold-epli
Rjóminn þeyttur og sýrða rjómanum og
mayoinu bætt út í. Eplin afhýdd og skorin í
litla bita, þá er mesti safinn af rauðrófunum
sigtaður af og öllu blandað saman. Kælt í
a.m.k. 3 tíma áður en það er borðað.
300 g rósakál
100 g beikon
3 dl rjómi
salt
Endinn skorinn af rósakálinu, síðan er það skorið í helminga.
Beikonið skorið í litla bita. Panna hituð og beikonið steikt þar til
það er stökkt, þá er beikonið tekið af (ekki hella fitunni af) og
rósakálið sett út á pönnuna, steikt í um það bil 5 mínútur. Þá er
beikonið sett aftur út á, sem og rjóminn. Rjóminn er síðan soðinn
niður rólega þar til hann þykknar vel. Smakkað til með salti í lokin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rósakál með beikoni
og rjóma
800 g bökunarkartöflur
2 dl rjómi
salt
Karamella
2 dl sykur
2 msk. vatn
1 msk. smjör
Kartöflurnar bakaðar í ofni þar til þær eru mjúkar, tími fer eftir
stærð, um það bil klukkutími. Á meðan kartöflurnar eru í ofn-
inum er hægt að búa til karamelluna. Sykurinn og vatn sett
saman í pott, hitað á meðal háum hita þangað til myndast fal-
lega brún karamella, potturinn tekinn af og smjörinu hrært
saman við.
Þegar kartöflurnar eru klárar eru þær skornar í tvennt og
settar í kartöflupressu og pressaðar í pott, hrært saman með
rjómanum. Þegar blandan er orðin nokkuð mjúk og kekkjalaus
þá er karamellunni bætt út í, bara litlu í einu og smakkað á
milli, það er misjafnt hvað fólk vill hafa músina sæta. Síðast er
músin smökkuð til með salti.
Brúnuð kartöflumús