Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 16
Sósur
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Þessi dásamlega sósa fæddist eftir
mikla tilraunastarfsemi. Hún fer alveg
ofboðslega vel með kjötinu,“ segir
María Gomez um þessa sósu sem hún
fullyrðir að sé algjörlega frábær. Hér er-
um við ekki að tala um sinnepssósu
eins og við setjum á samlokur heldur
meira í ætt við Bernaise-sósu en í henni
eru t.d. egg og smjör hrært yfir vatns-
baði. Þessa sósu er alveg tilvalið að
hafa í jólaboði með köldu kjöti.
¼ bolli sykur
¼ bolli nýmjólk eða rjómi
¼ bolli hvítt borðedik
2 msk. hunangs Dijon-sinnep
1 egg
25-30 g smjör
salt
Setjið vatn í pott og skál yfir, passið að
botninn á skálinni snerti ekki vatnið.
1. Hafið yfir miðlungshita.
2. Brjótið nú eggið í skálina og setjið
sykur saman við og pískið vel sam-
an.
3. Bætið svo við rjóma/mjólk og sinn-
epinu og leyfið sósunni að hitna vel,
hrærið reglulega í
4. Bætið svo ediki út í og látið sjóða þar
til hún er orðin þykk.
5. Ef hún nær ekki að þykkna yfir vatns-
baði er gott að setja hana beint í pott
og láta hana ná suðu, þá byrjar hún
fljótt að þykkna.
6. Takið hana þá af hellunni og bætið
við smjöri og salti og hrærið vel.
Hægt er að bera sósuna fram jafnt
kalda sem heita. Ljósmynd/María Gomez
Heit sinneps-
sósa með
hamborgar-
hrygg eða
reyktu
svínakjöti Þessi girnilega og örlítið fram-
andi sósa er með þeim vin-
sælli sem Úlfar Finnbjörns-
son, matreiðslumaður og
villibráðarkonungur, hefur
mallað á lífsleiðinni. Sjálfur
segir Úlfar sósuna vera stór-
kostlega og passa með nán-
ast öllum mat.
5 cm bútur flysjuð
engiferrót
½-1 chilialdin,
fræhreinsað
3-4 hvítlauksgeirar
1 tsk. kóríanderfræ,
má sleppa
1 tsk. rósapipar,
má sleppa
1 tsk. milt karrí
1 tsk. paprikuduft
2 msk. hunang
2 msk. balsamedik
3 msk. ostrusósa
2 msk. tómatsósa
2 msk. sætt sinnep
2 msk. sérrí
2-3 dl olía
Setjið allt nema olíuna í mat-
vinnsluvél og maukið vel.
Hellið þá olíunni saman við í
mjórri bunu og látið vélina
ganga á meðan.
Úllala
sósa
Úlfars
Finn-
björns