Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 17

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 17
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Villisveppa- og gráðaostssósa 30 g þurrkaðir villisveppir 250 g kastaníusveppir 2 dl rauðvín 5 dl rjómi gráðaostur villibráðarkraftur Leggið þurrkaða sveppi í bleyti í volgt vatn í 20 mínútur, sigtið þá vatnið frá, þerrið þá og skerið smátt. Kastaníusveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir á pönnunni ásamt þessum þurrkuðu eftir að krónhjörturinn er tekinn af, gott er að bæta smá auka smjöri á pönnuna fyrst. Þegar sveppirnir eru steiktir er rauðvín- inu hellt út á og látið sjóða vel niður, síðan rjómanum, hann er einnig látinn sjóða aðeins niður, gott er að smakka hvort vanti aðeins villikraft út í sósuna og bæta honum þá í á þessu stigi. Síðast er gráðaostinum bætt út í, en magn fer alveg eftir smekk hvers og eins. Gott er að setja bara lítið í einu og smakka til, bæta við smá salti ef þarf. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 17 Meira ferskt KÍKTU Í KJÖTBORÐIÐ OKKAR Í GARÐABÆ OG KRINGLU KJÖTMEISTARAR OKKAR AÐSTOÐA ÞIG VIÐ AÐ VELJA RÉTTU STEIKINA 1 ferna brún sælkerasósa frá Íslandssósum 2-3 dl soð af hryggnum (sem hefur verið soðið niður um u.þ.b. 40%) 1 msk. gljáinn svartur pipar grófmalaður salt Sælkerasósan, soðið og gljáinn sett saman í pott og soðið saman. Smakk- að til með salti og pipar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Auðvelda jólasósan Þessi sósa er ein sú allra sígildasta á veisluborðum landsmanna; sjálf kók- sósan sem gerir allt betra. Hér er nokkuð niðurnegld útgáfa af henni en fólk er samt hvatt til að smakka hana vel til og laga að eigin smekk. 1 dl af sykurhjúpnum 2 dl af soðinu 2 dl Coca Cola 2 dl rauðvín 2 dl rjómi salt eftir smekk Setjið soð, kók, rauðvín og sykurhjúp í pott. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið malla á vægum hita þar til búið er að sjóða niður um helming. Bætið þá rjómanum saman við og látið malla áfram í 10-15 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og bragðmikil. Saltið eftir smekk. Kóksósa mömmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.